Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 9

Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 9
1. mynd. ísing á simalinum á túninu á Ytra-Hóli i Vindhœlishreppi, A-Hún. Myndina tók Björn Bergmann, kennari, þ. 28. olitóber 1972, en hann hefur skrifað skilmerkilega grein um veðrið i Húnavöku 1973. skýjaísingu, en hún myndast þar sem ský liggja niðri á línum í frosti. Slyddu- ísing er annars algengasta legund ísingar á láglendi á Islandi en ltún myndast þegar slydda lellur á línur í vægu frosti. Náskyldur henni er snjóklessingur, votur snjór sem hleðst á línur, þegar hiti er um eða jafnvel rétt yfir frost- marki. Kólni síðar lítið eitt, frýs snjóklessingurinn og myndar eiginlega ísingu. Vegna tíðrar úrkomu og óvenju tíðra hitasveiflna um frostmarkið mun slyddu- ísing tíðari á Islandi en í flestum öðrum löndum. Þess er og að geta að úr- komu fylgir hér mjög oft hvassviðri eða jafnvel stormur, og getur því mikil vind- áraun verið samfara ísingunni. Ekki er ætlunin að ræða hér frekar unt ísingu almennt, en Iiins vegar þykir ekki úr vegi, að í tímaritinu Veðrinu sé sagt nokkuð frá einu þeirra ísingarveðra, sem eftirminnilegust eru frá síðari árum. Hefur ísingarveðrið mikla 27.-28. október 1972 orðið fyrir valinu, cn Jjað veður er einkum athyglisvert vegna Jjess, hve víða ísingar varð Jjá vart á landinu og hve miklar og víðtækar línuskemmdir urðu bæði á síma- og rafmagnslínum. Mestur varð skaðinn í Dala-, A-Barðastrandar-, Stranda- og Húnavatnssýslum, en á Norðurlandi urðu einnig nokkrar ísingarskemmdir í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýsfu allt austur á Tjör- VEÐRIÐ --- 9

x

Veðrið

Undirtitill:
Tímarit handa alþýðu
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2251-4163
Tungumál:
Árgangar:
21
Fjöldi tölublaða/hefta:
42
Gefið út:
1956-1978
Myndað til:
1978
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Veðrið.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.04.1975)
https://timarit.is/issue/298377

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.04.1975)

Aðgerðir: