Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 30
Janúar. Mánuðurinn var fremur mildur en umhleypingasamur. Víðast var
haglaust eða haglítið vegna svella og snjóa, einkum þó framan af. Oftast voru
lægðir í nálægð við landið og þá lielst suðvestur undan en sjaldan fyrir norðan
land. Austan og suðaustan átt var ríkjandi, en lítið um norðanátt. Loftvog stóð
óvenju lágt og mikið var um þrumuveður, en þetta tvennt fer oft saman á veturna''
Febrúar. Fyrri helming mánaðarins ríkti norðaustan átt með frosti. Fyrstu
vikuna var oftast kaldi og aðeins él fyrir norðan, en síðan fór að bæta í vindinn
og snjókoman að verða samfelldari. Var stórhríðarveður nyrðra dagana 9.—12. og
urðu allir vegir ófærir. Sums staðar féllu snjóflóð og stórfelldar skemmdir urðu
á síma- og rafmagnslínum. Slitnuðu línurnar niður vegna ísingar og veðurofsa,
en staurar brotnuðu í hundraðatali. Eftir þetta fór veður batnandi og var komið
stillt og bjart veður um allt land þ. 16. Djúp lægð stöðvaðist á Grænlandshafi
þ. 17. Hlýnaði þá vel og breytli mjög um veðurlag. Var eftir þetta umhleypinga-
samt og skiptust mjög á SA-átt með rigningu eða slyddu og suðvestan éljaloft.
Hitinn í febrúar var nálægt meðallagi, en tíð verður að teljast óhagstæð. Á
norðanverðu landinu var snjóþungt og mikil svellalög þegar á leið. Úrkomu-
magnið fyrir norðan var óvenju mikið. Á Akureyri t.d. hefur aldrei mælst jafn
mikil úrkoma í febrúar.
Mars. Hlý suðlæg átt var einkennandi fyrir þennan marsmánuð ef undan er
skilinn svalari vikutími með næturfrosti upp úr miðjum mánuði. Norðan og
austan lands var liægviðrasamt og úrkomulítið og talin einmuna góð tíð. Sunnan
og vestan lands var talsverð úrkoma en hlýtt. Nokkuð stormasamt var á Suður-
landi. Var þó alls staðar talið gott tíðarfar. í lok mars var komin gróðurnál í tún
um allt land og sums staðar syðra voru þau orðin græn yfir að líta. Klaki var
orðinn lítill í ræktuðu landi og horfinn á blettum.
HITI, °C (í svigum fyrir neðan meðallagið 1931—1960).
Okt. Nóv. Des. Jan. Febr. Mars
Reykjavík ............. 4.8 4-1.3 4-3.6 0.9 4-0.3 3.7
(4.9) (2.6) (0.9) (4-0.4) (4-0.1) (1.5)
Akureyri .............. 3.0 4-5.0 4-6.0 0.4 4-1.2 3.6
(3.6) (1.3) (4-0.5) (4-1-5) (4-I.6) (4-0.3)
Höfn .................. 4.2 4-2.3 4-3.3 2.3 0.9 4.4
Hólar ................ (4.9) (2.7) (1.2) (0.3) (0.0) (1.5)
ÚRKOMA, mm (7 svigum fyrir neðan meðallagið 1931—1960).
Okt. Nóv. DES. Jan. Febr. Mars
Reykjavík .......... 137 75 42 73 72 134
(97) (85) (81) (90) (65) (65)
30 --- VEÐRIÐ