Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 17
ísingar, en síma- og raflínur stóðust veðrið á Snæfjallaströnd. A£ blaðafregnum
má ráða, að isingartjón hafi orðið á símalínum þessa daga við ísafjarðardjúp,
en ekki var nánar greint frá skaðanum.
Eyjafjörður.
Að kvöldi þ. 27. urðu talsverðir ísingarskaðar á raflínum í Ólafsfirði í norð-
austan stormi með slyddu og snjókomu. Hlóðst mikil ísing á allar línur, sem
liggja þvert á fjörðinn. Háspennulínan að Þverá slitnaði niður og 5 staurar
hölluðust mikið, sömuleiðis slitnaði linan að Kvíabekk og 7 staurar hölluðust. í
háspennulínunni að Þóroddsstöðum fóru 5 staurar á hliðina og 2 staurar brotnuðu
í linunni að Hlíð og Burstarbrekku. í lágspennulínu að Garði og Skeggja-
brekku brotnuðu 2 staurar og línan að Kálfsárkoti slitnaði. Á Kleifum slitnuðu
línur á stóru svæði og 3 staurar brotnuðu. 1 Ólafsfirði varð einnig nokkurt
tjón á símalínum. 1 blaðafregnum kom frarn, að talsverðar símaskemmdir urðu
innar í Eyjafirði, einkum á leiðinni til Grenivíkur, en þar mun símalínan hafa
lagst niður á um tveggja kílómetra kafla.
Örœfi.
Þann 27. október bilaði símalína milli Svínafells og Skaftafells og 4 staurar
brotnuðu. Mikið sligaðist af girðingum í Skaftafelli.
Mýrdalssandur og Meðalland.
Samkvæmt blaðafregnum brotnuðu 10 símastaurar á Mýrdalssandi og í Meðal-
landi.
Grimsnes.
í veðurskýrslu frá írafossi er greint frá að aftakaveður ltafi verið rneiri
hluta sólarhringsins 27. október, snjókoma, skafrenningur og síðan rigning.
Í veðrinu skekklust 4 eða 5 símastaurar við Sogsfossa, en símasamband rofnaði
Jjó ekki. Nokkrar truflanir urðu hins vegar á raflínu að Selfossi og varð að
staga einn staur, svo að hann legðist ekki á hliðina undan veðrinu. Nokkrar
truflanir urðu á Sogslíuu 2, en ekki voru þær alvarlegs eðlis, og hvergi varð
straumlaust á orkuveitusvæðinu nema á Selfossi um hríð .
FÉ OG HROSS FENNIR.
Nokkuð fennti og fórst af fé á Snæfellsnesi og í Árnes- og Rangárvalla-
sýslum dagana 27.-28. október. Greindu veðurathugunarmenn svo frá:
Hjarðarfell á Snœfellsnesi: Vitað er að hér hafa 10 kindur farist í bylnum
27.-28. október og fáeinar að Hrísdal liér í sveit. Þá fórust um eða yfir 30
kindur að Hallkellsstaðahlíð í Hnappadal. Ekki er vitað um meiri fjárskaða
hér um slóðir.
VEÐRIÐ -- 17