Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 6
veðurspámaSur vann hann mikiS og gott start. Ólatur var maSur starfsfús og
ljúfur í allri umgengni. Óáreitinn var hann, en glettinn og góður félagi og
liarmdauði öllum samstarfsmönnum sínum.
Ólafur ritaði margar greinar í tímaritið „VeSrið“ eins og lesendum þess er
kunnugt. Bera þær með sér að hann var ritfær vel, en að auki átti hann yfir að
ráða ríkri kímnigáfu og fjörugu ímyndunarafli. Minnist ég með ánægju stuttra
gamanþátta, sem hann setti saman við ýmis tækifæri. Þá minnist ég og hand-
lagni hans og smekkvísi, sem meðal annars kom vel fram í fjölritaðri leiðbein-
ingabók, „Reglur og leiðbeiningar um kortaritun", sem liann tók saman fyrir
Veðurstofuna.
Ekki má ljúka svo þessum fátæklegu minningarorðum, að ekki sé minnst á
tónlistaráhuga og næma tónskynjun Ólafs Einars. Hygg ég að fátt hafi verið hon-
um til meiri ánægju en að hlýða á volduga hljóma góðrar tónlistar, en sjálfur
lék hann á píanó sér til ánægju og dægradvalar.
Á háskólaárum sínum í Osló kynntist Ólafur eftirlifandi konu sinni Þóreyju
Kolbeins, sem hóf þar liáskólanám samtímis honum. Giftust þau árið 1955, og
var hún honum hinn ágætasti lifsförunautur og félagi. Börn þeirra eru þrjú,
dæturnar Sigrún og Ásta Kristrún og sonurinn Haraldur, sem aðeins var átta
ára við fráfall föður síns.
Opið skarð er nú í fámennum hópi íslenzkra veðurfræðinga. Þeir kveðja vin
sinn og félaga með þökk og virðingu.
Flosi Hrafn Sigurðsson
Minning
Jónas Jakobsson
Það voru skjót og hörmuleg umskipti, þegar við Knútur Knudsen vöknuðum
upp við það 18. desember 1974, að þriðji veðurfræðingurinn í veðurspádeild
og deildarstjóri okkar, Jónas Jakobsson, var ládnn. Frá því að við komumst
fyrst í kynni við hann fyrir 28 árum, hafði hann varla vantað til vinnu einn
einasta dag, og með tímanum fer manni að finnast það alltai jafn sjálfsagður
hlutur, að vaktirnar skiptist á eftir sínum reglubundna hætti, liver rnaður á sínum
stað. Og því síður hafði önnur hugsun livarflað að okkur, sem Jónas var á hinum
besta aldri til þessa starfs, með reynslu og dómgreind í hámarki. En það var
6 --- VEÐRIÐ