Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 28
ÁRIÐ 1973.
Þetta ár er liið tuttugasta, sem hita-athuganir mínar í neðstu 2000 metrum
loftsins yfir Reykjanesskaga ná til. Það er einnig hið kaldasta og þess vegna
mætti ætla, að tíðarfar færi kólnandi, þó að ekkert verði um það fullyrt hér að
sinni. Eini mánuður ársins, sem var hlýrri við jörð en í meðallagi, var janúar,
liinir allir kaldari. í eins kílómetra hæð voru tveir hlýrri en meðallagið, og í
tveggja km hæð voru þeir þrír, apríl og september auk janúar.
Meðalhiti ársins var 3.8 stig við jörð og er það 1.3 stigum lægra en meðaltal
áranna 1954—:'63. Næst þessu komst árið 1970 með 3.9 stig. Upp í tveggja km
hæð var árshitinn 4-6.6 stig. í þeirri hæð var jafn kalt árið 1966, en önnur ár
af þessum tuttugu voru hlýrri. Meðallagið þarna uppi á árunum !954-’63 var
4-5.8 stig, en næsta áratug, 1964-’73, var það 4-6.0 stig. Enn bendir samanburður
á heldur kólnandi tíðarfar.
Einkennishiti ársins varð 4-1.44 stig eða jafn og sá lægsti áður á þessu 20 ára
bili, en það var árið 1968. Síst er að undra þó að árið 1973 yrði kalt, þar sem
5 mánuðir þess eru miklu kaldari en í meðallagi, en það voru mánuðurnir febrúar,
maí, júní, nóvember og desember.
Hitasveiflan í 1000 metra hæð var 11.8 stig, lilýjast 4.2 stig í júlí, kaldast 4-7.6
stig í desember. Er Jiað heldur meira en meðalsveifla, eins og eðlilegt er með
svo kaldan desember.
Hitafall með liæð var 5.38 stig á kílómetra. Til samanburðar má nefna, að
árin 1954—63 var hitafallið að meðaltali 5.58 stig, en áratuginn 1964—’73 var Jrað
5.38 eða nákvæmlega hið sama og nú árið 1973.
Hlákur á árinu voru með minnsta móti, sérstaklega við jörð. Munurinn
er minni Jtegar ofar dregur. í 1000 metra hæð voru hlákur á árinu 515 gráðu-
dagar, en meðaltalið fyrir síðasta áratug var 547 á ári. Sambærileg tala fyrir
3. mynd. Ársveifla hitans 1973.
28 --- VEÐRIÐ