Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 21

Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 21
Þessi ofsi, er ég freistsat til að telja ein fjórtán vindstig þegar rnest lét, stóð yfir til kl. 5 um morguninn eftir, og aldrei svo vægur að stætt væri. Að ég tel hann hafa orðið þetta hvassan, er byggt á reynsluvissu af mældum tólf vindstigum og því hvernig ég stóð mig við þann ham. Þetta veður var engu líkt er ég hafði kynnst um ævina. Það var gerningaveður. Klakinn spændist af jörðinni hvar sem skörp skil mynduðust, og allt fauk til hafs er á annað borð gat fokið. Veifustaurinn, að ummáli 10 cm, þriggja metra hár, kubbaðist við jörðu. Það gnast svo í þessu stóra steinhúsi, er hafði stoð af ljósvitanum sambyggðum til hlés, að ég taldi ráðlegra að færa sængurföt í kjallara, og er ég þó ýmsu vanur af heimsins volki og veðurguðsins. Tvívegis sáum við hurðir bifast i körmum sínum innanhúss, þannig að Irilið milli karms og hurðar gliðnaði að neðan en gekk saman að ofan. Og það brakaði í þeim. Svo opnuðust dyrnar á vélahúsinu. Það hafði verið nær heiðskírt í klukkustund fyrir veðurtöku á miðnætti, en kófið ofan af fjallinu og niður túnið fyllti hverja smugu: út varð ég því að fara svo ekki fylltist allt af snjó í vélahúsi: annað livort varð ég að fara upp fyrir íbúðarhúsið móti veðrinu eða niður fyrir og þaðan upp með því móts við dyrnar. Ég lagði í hann, en varð að leggjast marflatur við húshornið áveðurs ef það átti að lánast, en þrátt fyrir hverja tilraunina á fætur annarri skríðandi, hrakti mig til baka og í síðustu tilrauninni fauk ég viðstöðulaust niður með hús- inu langleiðina frarn á sjávarbakka. Vindofsinn velti mér eins og væri eg eitt af leikföngum haus, livað ég og var. Mér tókst að klóra mig upp undir vitann og mátti þakka það klakaskán að ég fór ekki í einum æðissveipnum. En mér tókst þetta, bölvandi, steytandi hnefa framan í hann og þó fremur í liuganum en með handatiltektum, enda nóg með þær að gera við að krækja fingrum oní klakamettaðan svörðinn. Hurðinni tókst mér að loka, en dynamór annarrar dieselvélarinnar var orðinn fullur af snjó. Það er margs að gæta á svona stað. Svo kom að veðurtöku. Snögglega liafði komið eiturfrost, svo vatn þurfti að bera á vota mælinn. Því varð ekki komið út með eðlilegum hætti. Ég l'yllti því hreina sultukrús með vatni, skrúfaði á hana lok og setti í vasa minn. Nú er það þannig með mig, að ég hefst allur með sjálfum mér að því skapi sem veður versnar. Það jaðrar við ég fyllist strákslegu oflæti og er þó ekki mikill bógur þess á milli né almennt: en nú hló mér hugur í brjósti. Ég girti mig í brók, fikraði mig niður tröppurnar með linúahvítum tökum um hand- riðið, þaðan upp að húshorninu, — og nú ætlaði ég að sýna honum það. Ég beið færis ef ske kynni að slotaði ögn, leitaði spyrnu með fótunum og á fjórum fótum í viðbragðsstöðu tók ég sprettinn skáhallt í djöfulganginn ef ske kynni afdriftin yrði ekki meiri en svo ég næði mælahúsinu. En mikið er það auðvelt að vera mikill kall inni í vel upphituðu íbúðarhúsi. Ég var ekki kominn metra frá húshorninu þegar ég skall flatur og þeyttist viðstöðulaust niður túnið og hafnaði 1 girðingarnetinu. Ja so! Eftir mikið brölt tókst mér að mjaka mér með- fram girðingunni til móts við ljósvitann og með herkjum að lionum og svo meðfram íbúðarhúsinu að tröppunum. Hetjan ég. VEDRIÐ --- 21

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.04.1975)
https://timarit.is/issue/298377

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.04.1975)

Aðgerðir: