Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 26

Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 26
Loftið, sem þá barst liingað, kom að norðan meðfram austnrströnd Grænlands yfir liafísbreiðuna þar. En til Austur-Grænlands hafði það borist vestan að yfir Norður-Grænland frá nyrstu hlutum norðursvæða Kanada. En einmitt á þessum slóðum verður allra kaldast á veturna. Kemur það einna best fram á hálofta- kortum, t.d. 700 millibara kortinu, sem er nálægt þriggja kílómetra hæðarflet- inum. A þessu svæði er frostið þarna uppi langtímum saman 40 stig eða meira á veturna, og við jörð er það litlu vægara. Er því ekki von á góðu, þegar þetta loft kemur hingað, jafnvel þótt það hafi farið allra síðasta spölinn yfir auðan sjó. Það hefur verið um loft af þessu tagi, sem Guðmundur Friðjónsson á Sandi lét Brand í „Gamla heyinu" kveða: „Norðan langt úr gráum geim geysist kaldur vindur; hert er nú á linútum þeim, sem himnakóngurinn bindur." En allt tekur enda og svo fór með þennan kuldakafla. Ný lægð kom að vestan hinn 20. og færði á ný með suðaustlægari átt aftur norður á bóginn nokkuð af þessu heimskautalofti, sem nú hafði mildast yfir lilýjum sjónum suður af land- inu. Á aðfangadag jóla þiðnaði í bili og aftur á annan, því að umlileypingar voru síðustu viku ársins með hverri lægðinni á fætur annarri. Árið endaði með þvi, að lægð fór allhratt til austurs um 300 km suður af landinu. Elún færði okkur úr austri norðlægt loft, sem áður hafði lagt leið sína um liafsvæðið um- hverfis Eæreyjar. Eftir áramótin kemur allt annar og miidari svipur á hitaritin. Engir stórir kuldadalir eru þar sjáanlegir, og raunar lieldur ekki hitahryggir. Við jörð var janúar 0.7 stig, sem er 0.4 stigum hlýrra en í meðallagi. í 500 metra hæð var þó tiltölulega hlýrra, eða -f-0,2 stig, en í þeirri hæð er meðallagið 4-1.8 stig. Þessa hlutfallslegu litlu kólnun upp á við má rekja til þess, að loftið, sem að barst var tiltölulega hlýtt, en jörðin köld. T.d. liélst klaki og svell víða á tún- um nokkuð fram eftir mánuðinum. Munu þessi svell, sem mynduðust í desember, hafa valdið kalinu, sem allvíða kom lram næsta sumar. Fyrstu 14 dagana var norðaustlæg átt. En eftir |jað héldust sífelldir umhleypingar. Hver lægðin kom í kjölfar annarrar, og margar þeirra fóru norður yfir landið, svo að útsynningur náði sér upp á eftir þeim. Köldustu dagarnir, sem sjást á hitaritunum voru hinn 25. og 27., en þá var í bæði skiptin suðvestlæg átt með loft frá Davíðssundi og Vestur-Grænlandi. Hlýjasti dagurinn var hinn 19. Þá náði hingað norður hlý- temprað loft frá liafsvæðinu milli Bermuda og Azoreyja. Febrúarhitinn var 0.4 stigum undir meðallaginu í tveim neðstu kílómetrunum. Mestu munaði við jörð, 0.9 stig, en minnst efst, aðeins 0.2 stig. Fyrstu dagana var áttin austlæg vegna lægða suður af landinu, en þær beindu hingað lofti frá hafinu milli íslands og Noregs. Hinn 5. færðist braut lægðanna austar, og lá 26 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.04.1975)
https://timarit.is/issue/298377

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.04.1975)

Aðgerðir: