Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 5

Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 5
Minning Ólafur Einar Ólafsson Ólafur Einar Ólafsson veðurfræðingur lézt í Landakotsspitala 16. september 1974 á 46. aldursári. Hann var fæddur í Háhold í Reykjavík 21. nóvember 1928, sonur lijónanna Sigrúnar Krist- jánsdóttur og Ólafs Einarssonar sjó- manns. Atvikin höguðu því svo til að foreldrar Ólals slitu samvistum þegar hann og systkini hans voru enn börn að aldri. Var liann á bernskuárum sín- um í fóstri á ýmsum bæjum við Hval- fjörð, en síðast og lengst að Hálsi i Kjós, þar sem hann átti gott athvarf er hann mat mikils alla tíð. Hugur Ólafs Einars hneigðist snemma til náms, og var það þó eigi greiðfær leið fyrir þann, sem treysta varð i öllu á sjálfan sig. Minnist ég þess enn glöggt er ég sá hann fyrsta sinni, bjart- leitan og æskuglaðan í Gagnfræðaskólanum í Reykjavík. Síðan lágu leiðir okkar saman um Menntaskólann í Reykjavík og Háskólann í Osló, þar sem við lögðum stund á sömu námsgreinar og deildum kjörum á ýmsa lund. Er mér mjög ljúft að minnast vináttu og sameiginlegra ánægjustunda frá liðnum árum og marg- háttaðra samskipta við góðan dreng. Ólafur Einar lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskólans í Reykja- vík vorið 1948 og lagði að því loknu stund á nám í veðurfræði og skyldum grein- um við Háskólann í Osló. Lauk liann þar kennaraprófi (cand. mag.) í stærð- fræði, aflfræði og landafræði árið 1954, en embættisprófi í veðurfræði (cand. real.) árið 1958. Fjallaði prófritgerð hans um loftmassa yfir íslandi. í ársbyrjun 1956 var Ólafur Einar ráðinn veðurfræðingur við veðurstofuna á Keflavíkurflugvelli, og starfaði hann þar jafnan síðan, ef undan er skilið stutt orlof til að ljúka lokaprófi. Fyrr á námsárum sínum hafði hann einnig starfað við áhaldadeild og veðurfarsdeild Veðurstofunnar og við veðurspádeildina á Reykjavíkurflugvelli. Reyndist hann nýtur og farsæll starfsmaður livar sem hann gekk að störfum. Megináhugamál hans voru þó á sviði veðurspáfræði, og sem Ólafur Einar Ólafsson VEÐRIÐ — 5

x

Veðrið

Undirtitill:
Tímarit handa alþýðu
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2251-4163
Tungumál:
Árgangar:
21
Fjöldi tölublaða/hefta:
42
Gefið út:
1956-1978
Myndað til:
1978
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Veðrið.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.04.1975)
https://timarit.is/issue/298377

Tengja á þessa síðu: 5
https://timarit.is/page/4435923

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.04.1975)

Aðgerðir: