Vikan


Vikan - 05.01.1961, Page 5

Vikan - 05.01.1961, Page 5
KVENNABURSINS gömul, egypzk stúlka og hin eina af f jölskyld- unni, sem var læs og skrifandi. Hún átti f jög- ur börn og bjó í sambýli við þriðju konuna, er nefndist Houria, og börn hennar tvö. Houria var morokkósk í húð og hár, — lagleg, svarthærð stúlka, þeldökk með dökkbrún, alvarleg augu. Hún var bónda- dóttir og hafði mikinn áhuga á búskap. Augu hennar ljómuðu af gleði, er hún var að segja mér frá því ,hvernig hún hjálpaði föður sínu'm til að plægja, sá og skera upp. Hún var talandi tákn þess hreinleika og góðvildar, sem margar Múhameðskonur eru svo rikar af. Aziza var hin eina, sem hélt ekki hin ströngu fyrirmæli Múhameðstrúar um tryggð eiginkonu við bónda sinn. Hún var frá Tanger, 21 árs að aldri og óhamingju- söm í kvennabúrinu. Þegar hún var fjórtán ára varð hún ástfangin af efnuðum Frakka, er Gerard nefndist og starfaði við stjórnar- skrifstofu í Tariger. Hún vildi svo gjarna giftast honum. En hann var kvæntur fyrir og var auk þess af öðrum trúflokki. Aziza bauðst þá til að gerast launuð ástmey hans, en Gerard hafði ekki efni á að veita sér slikan munað. Eftir þessa raun ákvað hún að leita einvíörðungu þeirra manna, sem efni höfðu á að borga fyrir unað þann, er hún mátti þeim veita. Hún var ung og fögur og fann það brátt, að hún átti vel við smekk erlendra manna. Svo kom að því, að fund- um þeirra Ahmeds bar saman. Hann var álitlegur, rikur og örlátur. En Azizu var annað betur gefið er tryggðin. Hún komst í kynni við hinn sextán vetra gamla dans- mann og lét ekki hin ströngu hegningarlög hamla sér frá að hitta hann. Ást hennar getur haft örlagaþrungnar afleiðingar. Hún kann að verða barin svo, að við bana liggi. Gjafirnar, sem hún fékk frá manni sínum, er þau giftu sig, geta verið af henni teknar og henni sjálfri varpað allslausri út á göt- una. En Aziza lét ekkert aftra sér. Eg skil það ekki enn í dag, hvernig hún fór að þvl að komast út úr höllinni til að hitta elsk- hugí 'sinn. Þessi ótrauða, ógæfusama stúlka var mér ákaflega hjálpsöm. Hún kom mér inn í lífið í kvennabúrin og kenndi mér, hvernig því er farið. Það var margt forvitnilegt, sem ég komst á snoðir um. Stúlkurnar hirtu um blómin í höllinni, hjálpuðu þjónunum við matseld og tóku sér gönguferðir um nágrennið eða fóru í búðir. En þá voru alltaf tveir geld- ingar frá Senegal í för með þeim, þvi að konur máttu aldrei fara út fyrir hallar- garðinn einar. Tólf hjákonur áttu þarna heima. Flestar voru þær fátækar bændadætur og fegnar þvi öryggi og hóglífi, er þeim bauðst í kvennabúrinu. Omaya var þó ólík hinum. Hún var þritug að aldri og æst í skapi. Hafði hún farið úr föðurgarði í því skyni að gerast gleði- kona og dvaldizt um fimm ára skeið í vin nokkurri í Sahara. En þrátt fyrir fortið sína var hún Ahmed trú allt frá þeirri stund, er hún steig inn í kvennabúr hans. Á öllu þessu mikla heimili var Thorya hin eina, sem hataði mig. Hún þráði af öilu hjarta að verða fjórða eiginkona Ahmeds og óttaðist nú, að það væri einmitt það, sem ég ætlaði mér að verða. Til þess að losna við mig notaði hún hið máttugasta afl, er hún megnaði: „hið illa auga“. En ég hafði fullkomna reynslu af frum- stæðum þjóðflokkum -- og lét mig engu skipta, þótt hún reyndi stöðugt við mig þennan svartagaldur sinn. Komið gat þó fyr- ir, að erfitt væri að sitja á sér. ÉG spurði Raríu, fyrstu konuna, um skoð- un hennar á fjölkvæni. — Enginn karlmaður getur öðlazt algera fullnægju eða orðið fullkomlega hamingju- samur með aðeins einni konu, svaraði frúin. Ef karlmaður bindur sig um of við eina konu, verður hann fljótlega þreyttur á henni. Það er miklu betra, að hann eigi sér konur af ýmsum manngerðum til að vera með á víxl, eftir því hvernig skapi hann er I. Hið eina, sem Múhameðskona óskar sér, er að maður hennar sé góður við hana og taki ekki eina af konum sínum fram yfir aðrar. Hann á að skipta ást sinni jafnt milli þeirra allra í kvennabúri sínu. Þetta var í fyrsta sinn, að ég heyrði gifta konu lýsa yfir þvi, að margar eiginkonur gerðu hjónaband hamingjusamara. En því lengur, sem ég var í kvennabúr- inu, því ljósar skildist mér, að ýmsar þær hugmyndir, sem ég hafði um kvennabúrin, voru aðeins leifar frá eldgömlum ástalífs- filmum. Ég komst að því, að konurnar þar lifðu frjálslegu og hamingjuríku lífi. Þær voru harðánægðar með hlutskipti sitt og höfðu æðimargt við einkvæni Vesturlanda- búa að athuga. Raría hafði lesið mikið af evrópskum og ameriskum bókum og var sannfærð um, að vestrænar kynsystur hennar létu of mik- ið á sér bera. — Við það að eiga manninn með þeim hætti verða þær allt of afbrýðisamar og vaka með tortryggni yfir hverri hreyfingu hans. Þær vilja ekki eiga hann í.félagi við aðrar, enda þótt þær megi vita, að hann þráir fleiri konur. Þetta viðurkennum við sem hluta af lífi okkar, en þið lítið á það sem eitthvað ósiðlegt. Það er okkar lífs- speki, að ekki sé hægt að hafa eignarhald eða yfirráð yfir mönnum sínum. Reyndist það unnt, væru þeir ekki betri en geld- ingarnir, sem vinna hér í höllinni og misst hafa alla orku og kvenfærni. — Eh á Vesturlöndum, segi ég, — hafa konur bæði efnalegt og félagslegt frelsi. Þær geta tekið þátt í viðskiptalífinu. — Já. það er höfuðgallinn við það, sem þið kalilð „jafnrétti kynjanna", hnussar í Raríu. — En þrátt fyrir það eruð þið ekki jafnréttháar, þegar alls er gætt. Okkur Múhameðskonur langar ekkert til að keppa við karlmenn okkar. Hún hélt áfram að skýra mér frá því, að foreldrar Múhameðskvenna semja yfir- leitt um kvonfang þeirra, og iðulega kemur það fyrir, að hjónaefni sjást ekki fyrr en á brúðkaupsdaginn. Framhald á bls. 24. Konurnar í kvennabúrinu eiga rólega daga. Athyglis- vert er, hversu vel þær halda grönnu vaxtarlagi sínu þrátt fyrir hóglífi og fitandi mat. í kvennabúrinu lifa konurnar Þetta er hin 21 árs bak við múra og eru alls ekki gamla Aziza, ein af frjálsar. En flestar þeirra syrgja mörgum konum Ahm- ekki frelsið og taka öryggi og eds Yamans. Það var þægindi lífsins í kvennabúrinu hún, sem hleypti fram yfir það. blaðakonunni inn. — Enginn karlmaður getur öðlazt algera full- nægju eða orðið fullkomlega hamingjusamur með aðeins einni konu, sögðu þær í kvennabúr- inu. Ef karlmaður bindur sig um of við eina konu, verður hann fljótlega þreyttur á henni. Það er miklu betra, að hann eigi sér konur af ýmsum manngerðum til að vera með á víxl eftir skapi hans. Hið eina, sem Múhameðskona óskar sér, er, að maður hennar sé góður við hana og taki ekki eina af konum sínum fram yfir aðrar.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.