Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 3
konar „geimum“, aC ég var aldrei með sálfri
mér fyrir kulda og svefnleysi á daginn. Og
nú er ég bara 19 ára og búin að sjá að mér,
en samt of seint. Útlit mitt er eins og ég
væri komin aS þrítugu. Hvers vegna er ekki
hægt aS sannfæra ungt fólk um, að svefninn
og reglusemin er bezta fegurðarlyf i heimi?
Dódó.
Ég las bréfið þitt œ ofan i æ, Dódó min,
en mér tókst ekki að sannfæra mig um,
hvort þú rekur þar harma þína vegna
litlu systur eða sjálfrar þln. Eftir þvi, sem
þú negir.hefur þú reynt ýmislegt um dag-
ana, þótt aldurinn sé ekki hár, og sjálf-
sagt er það ekki allt fagurt frásagnar.
Æskunni er þann veg farið, að hún lætur
sér ekki nægja að kynnast hlutunum af
orðspori, hún vill fá eigin reynslu, hún vill
fá skitinn upp i sig til þesa að finna,
hvernig hann er á bragðið. Þetta manstu
sjálfsagt sjálf, því að ekki trúi ég öðru en
einhver hafi reynt að telja um fyrir þér,
þegar þú varst á þessu skeiði. Mín eigin
reynsla er sú, að ekki sé hægt að telja um
fyrir þessu unga fólki, það verður sjálft
að reka sig á og brjóta hornin. Hitt er
hryggilega satt, að sú reynsla verður mörg-
um ærið dýrkeypt. — Ef til vill hafa les-
endur Póstsins eitlhvað gott til málanna
að leggja varðandi þetta, og verður það
þá þakksamlega þegið.
Þögnin er gull
Kæra Vika.
Þú, sem allt getur, geturðu ekki losað okkur
við þennan ófögnuð, sem útvarpið notar til
þess að drepa tímann með í hléum. Það er
ekkert eins hundleiðinlegt og þessir fábreyti-
legu hlétónar, sem þelr nota svo til eingðngu
núna. Það er ekki nokkur hemja að bjóða
sæmilega menntuðum hlustendum upp á að
hlusta alltaf á þessa sömu taugaslítandi ein-
tóna, annaðhvort upphafið á lsland, ögrum
skorið eða Heims um ból eða Gamla Nóa. Þá
væri skárra að hafa bara alveg þögn heldur
en þetta bölvað garnagaul.
Gamli Nói.
É</ er Gamla Nóa sammála. Eintómagaulið
er ekki til neins og hverjum heilbrigðum
manni hvimleitt. Ég er viss um að útvarp-
inu yrði það, til mikils álitsauka að gera
þessa spiladós brottræka úr útuarpssal.
Leiðinlegir mánudagar
Kæri póstur.
Það er eitt, sem ég hef velt mikið fyrir
mér og er alveg hissa á. Það er, af hverju ekki
koma önnur blöð út á mánudögum en Vísir.
Mánudagsblaðið átti víst einu sinni að koma
út á mánudögum, en það geta nú allir keypt
á laugardögum. Mánudagarnir eru svo leiðin-
legir, að manni veitr ekk af því að fá ein-
hver blöð þá.
Sbói.
Sbói góður.
Eitt boðorðanna tiu er á þessa leið:
Halda skaltu hvildardaginn heilagan. Það
er í anda þessa boðorðs, að dagblöð koma
ekki út á mánudögum.
Ég skal segja þér það, Sbói minn, að
öll dagblöðin nema Vísir eru unnin dag-
inn áður en þau koma út. Þá er efninu
safnað i þau og gengið frá þeim að öllu
leyti, þótt þau séu ekki prentuð fyrr en
á nóttunni. Við hvert dagblað vinnur her-
skart manna, rttstjÓrar, btaöamenn, aiigljs-
íngastjóri, prentarar o. s. frv., og þetta
fólk hefur að verulegu leyti allt annan
vinnutíma en flest annað fólk. Segja má,
að á blöðunum sé unnið frá þvi eldsnemma
á morgnana þangað til mjög seint á kvöld-
in eða réttara sagt fram á nótt. Þetta á
einnig við laugardaga, og af þessu sést,
að þeir, sem við blöðin vinna, hafa mjög
litinn tima handa sjálfum sér, eða eins og
ég heyrði eitt sinn reyndan blaðamann
segja: Maður getur aldrei átt neitt einka-
lif, það er enginn timi til þeas. Þess vegna
er öllum þessum mönnum gefið frl á sunnu-
dögum.
Um Vísi skiptir dálitið öðru máli, þvi
að hann er vísir að siðdegisblaði. það
þýðir, að hann er unninn um morguninn,
áður en hann kemur lif. Starfsmenn þess
blaðs hefja vinnu í bitið á mánudagsmorgn-
um og eru búnir að ganga frá slnu blaði
rétt eftir hádegið.
Frosti.
Salt jjarðar
Póstur góður.
Segðu mér eitt: Er það satt, sem sagt er,
að saltið, sem stráð er á göturnar til þess að
verjast hálku, geri meiri skaöa en gagn?
Ekki þori ég að fullyrða það, en hitt
er satt og víst, að það gerir æðimikinn
skaða. T. d. skemmir það skófatnað og
einnig gólfteppi og dregla, er það berst á
fótum manna inn í hús. Þá veldur það ryði
á bifreiðum, hefur skaðleg áhrif á dekk
þeirra. Margir eru þeirrar skoðunar, að það
sé bjarnargreiði við borgarana að bera
salt á göturnar i hálku.
■
" ' m. < *
í * ,S
, ■
s\ V.
.... 's..v..
fm m
ilill
:
HÉÉBÉ
> ■: .
l$:$Íyí.*ÍÍÍ
liii
i
Év.’ ..
mmmmm
:
■ •..•■■:■
i
isÍÍíOi
piilW
illlíllill
- • .
. .•>< :-■•.-
iMKÐJ AN
: ■:
■ • •.. •'>••■•----- . . .-.V.
nt, tt
fi
**
♦♦
♦♦ ♦♦«
♦♦ .♦♦«
♦♦ •♦♦
♦♦»♦♦«
'♦♦♦*«
VIKAM 3