Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 35
um engin mót til að steypa tólgar-
kerti í) og sitthvað fleira. Handa mér
keypti hann vandaðan sjálfskeiðung.
Ég fékk reyndar ekki að sjá hann
fyrr en á aðfangadagskvöld. En það,
sem mér fannst mest til koma, var
lampi, átta línu lampi, og oliubrúsi.
Fram að þessu höfðum við aðeins
notað kolur, enda voru lampar ekki
komnir á nærri því alla bæina I
sveitinni um þessar mundir.
Á Þorláksmessu brast á norðanbyl-
ur og hélzt hann fram á jóladags-
morgun. Ekki kveikti Árni á lamp-
anum fyrr en á aðfangadagskvöld.
En þá lét hann líka loga alla nóttina.
Það er það skærasta jólaljós, sem
ég hef séð, drengur minn.
Nú, nú, — á jóladag birti upp. Árni
fór í húsin i birtingu til þess að gefa
morgungjöfina.. Honum dvaldist ó-
vanalega lengi úti. Þegar hann loks-
ins kom, var asi á honum.
— Það er golsótt kind uppi í Háa-
rima. Hún virðist vera í sjálfheldu.
Ég var fljótur í fötin og út á hlað.
Háirimi var í hlíðinni ofan við bæ-
inn. Hann var illkleifur á sumrin,
hvað þá í vetrarsnjónum. Kindin var
augsýnilega í sjálfheldu. — Hún hrap-
ar sennilega, sagði ég. -—■ Annars
sveltur hún i hel. Árni fór inn í
gömlu baðstofu. Hann kom út með
reipi.
Skelfilegur grunur læddist að mér.
— Þú ætlar þó ekki að fara að
klifra upp í Háarima?
Árni svaraði þessu ekki beinlínis.
— E’f hún hrapar, sagði hann,
beinbrotnar hún í urðinni.
Ég vissi ekki, hvað ég átti að segja,
en fann, að ég yrði að segja eitthvað.
— Sennilega á hreppstjórinn kind-.
ina. Hann á svo margt golsótt. Árni
leit hvasst á mig.
— Og þótt svo væri. Kind er kind,
hver svo sem á hana.
Hann fór að binda á sig brodda.
— Árni, — farðu ekki. Þú hrapar.
•—■ Nei, drengur minn. En ef eitt-
hvað kemur fyrir, þá skaltu flýta þér
niður að Hóli. Það er bjart, og þér
er vorkunnarlaust að skokka þangað,
þó að færðin sé ekki góð.
Hann lagði af stað með broddstaf
og reipi. — Vertu sæll, skinnið mitt.
Ég kem bráðum aftur.
Hann kom aldrei aftur.
Gamli maðurinn þagði lengi.
Ég hélt hann væri að sofna. En
allt í einu leit hann á mig galopnum
augum.
— Ég skokkaði niður að Hóli þann
jóladaginn. Það eru þau þyngstu spor,
sem ég hef gengið.
Árni komst upp á sylluna. En þeg-
ar hann var að reyna að koma bönd-
um á ána, hröpuðu bæði fram af.
Hreppstjórinn átti ána.
Hreppurinn hirti reytur Árna á
Heiði. Kotið hefur verið í eyði síðan.
Baðstofan var notuð sem gangnakofi,
þar lil hún féll.
Árni á Heiði er nú búinn að hvíla
í moldu í meira en sextíu ár. Bráðum
er ég dauður líka. Þá man hann eng-
inn. Það fer bezt á þvi. Hann dó saup-
sáttur við allan heiminn og heimur-
inn við hann.
Ja, ef þú átt einhverja lögg, þá
láttu hana koma.
Er áfengur bjór
þjóðarvoði
Framh. af bls. 5.
Bezt fyrir alla.
Sannleikurinn er líka sá, að sú
neikvæða barátta góðtemplararegl-
unnar, sem hér hefur verið lýst og
sagt litillega til syndanna, gerir
hana óvinsæla. íslendingar þola
klaufalega afskiptasemi illa til
iengdar. Og þeir trúa því ekki, að
sá, sem ke-mur frekjulega fram út
á við, muni reynast tillitssamur
heima fyrir. Þess vegna hefur fjöld-
inn allur góðtemplararegluna og
hindindishreyfinguna fyrir rangri
sök. Inn á við er þetta rnerkilegur
félagsskapur. Tilgangur hans er að
hjarga mannslífinu úr háska. Auð-
vitað tekst honum ekki að koma hér
á hanni við innflutningi og sölu
áfengis í náinni framtið fremur en
slysavarnafélaginu að þurrka upp
sjóinn til þess að forða skipsbrotum.
En minna má líka gagn gera, og góð-
templarareglan liggur sannarlega
ekki á liði sinu þar, sem helzt munar
um 'hana. Hins vegar hættir öllum
slíkum félagsskap til öfgatrúar, sem
vcrður oft og tíðum hvimleið
predikun þeim, sem eru utan safn-
aðarins. Við því er ekkert að gera
nema sýna vorkunnlátt umburðar-
lyndi. Góðtemplarareglan sannfær-
ist aldrei nm, að bjórinn muni bæta
ástandið i áfengismálunum. Þess
vegna er vonlaust að ætla að teija
henni liughvarf. Reynslan verður að
skcra úr um þetta og sanna þjóðinni,
hvor málsaðili hafi rétt fyrir sér.
Aftur á móti myndi góðtemplara-
reglunni auðveldara að iáta til sin
taka eftir að bjórinn kæmi til sög-
unnar. Liðskostur hennar yrði
geðfelldari. Menn geta sæmilega
vanið sig af bjór, en gömlum
brennivínsberserkjum hættir mjög
við því að verða illilega fótaskortur
á svelli meinlætanna.
Og alþingi hefði sannarlega gott
af, að hugmyndin um bruggun og
sölu áfcnga bjórsins kæmist i fram-
kvæmd. Virðing þess yrði meiri
eftir en áður. Löggjafarsamkoman
ætti að gera góðtemplarareglunni og
málstað hennar eittlivað annað til
liæfis en vera lafhrædd við ágætan
drykk, sem er langtum betri tekju-
stofn en brennivín og nefskattar.
Helgi Sæmundsson.
Dulinn seíjunar-
máttur
Framh af bls. 15.
standa í Ijósum loga um leið og
hróflað er við steinrunnum kredd-
um.
Þcgar hugsun okkar liefur öðl-
azt þetta frelsi, vaknar okkur skiln-
ingur á þeim þáttum menningar,
sem sízt greinast eftir stétt, þjóð-
erni eða trúarjátningu: Lifandi
siðgæði, iist og visindum. Því
gjörhugulli sem við erum á gildi
þeirrar hefðar, sem leitast við að
sefja okkur átrúnaði á sig, og því
vandaðri sem við eruin að aðild
okkar, þvi liollari þjónustu rækjum
við við siðmenningu framtíðar-
innar.
Því að maðurinn er sjálfur mark-
mið alls siðgæðis. Honum einum er
þessi þroskaleið ákvörðuð og í
sina eigin þágu keppir hann að
fullkomnun. Þess vegna þarf ein-
staklingurinn að halda svo öruggan
vörð, að annarleg sjónarmið leiði
siðgæðisvitund hans ekki afvega.
Sjálfsvirðing hans krefst þess, að
hann ihugi jafnan afstöðu sína,
myndi sér skoðun og fylgi sann-
færingu sinni. Ef liann hefur sefj-
azt af lágum livötum, valdboði eða
trúarhefð •— til verknaðar, sem
hann finnur að er ósamrýmanleg-
ur sjálfsvirðingu hans, þá hefur
hann hrapað i siðleysi og spillingu.
Nijtt útlit
Ný tækni
Málmgluggar fyrir
verzlanir og skrifstofu-
byggingar í ýmsum litum
og formurn.
Málmgluggar fyrir
verksmiðjubyggingar,
gróðurhús, bílskúra
o. fl.
VIKAN. 35
jTrrrrr