Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 18
Mér leiðist skítur
Ríkustu konur heims
Líklegast er Wilhelmína fyrrum Hol-
landsdrottning ríkasta kona heims.
Auðvitað er ekki vitað nákv.lega um
verðmæti eigna hennar, en áætlað er, að
það sé ekki fjarri lagi, að þær nemi,
segi og skrifa, 24 milljörðum isl. lcróna.
Það er um tíu eða tuttuguföld hærri
uppliæð en islenzku þjóðartekjurnar.
Hún á stóran hlut i stærsta banka Hol-
lands og mestu útflutningsverzlunun-
um. Ekki er það neinn smáhluti, sem
hún á í Royal Dutch Shell olíufélaginu
og þannig mætti lengi telja. Meðal
smærri verðmæta í eign hennar má
nefna annað eins og fjórtán matarsett
úr skíra gulli og fjörutíu ennisdjásn
alsett perlum og gimsteinum. Wilhelm-
ína er orðin nokkuð við aldur, svo liklegast hefur hún ekki slikt gam-
an af eignunum sem fyrr.
Vikan hefur hitt að máli eina
merka frú mér í bæ, Margréti
Jónsdóttur, konu Þórbergs Þórðar-
sonar skálds, og sagði hún sínar
farir ekki sléttar. Þar sem okkur
fannst margt af því sem um var
rætt nokkuð mikilvægt, ákváðum
við að hafa viðtal við frú Margréti
og var það góðfúslega veitt.
— Þér minntuzt á hús og bygg-
ingar við okkur um daginn, hvað
var það nú helzt sem yður lá á
hjarta í sambandi við það?
— Ja, ég er kannski dálítið krit-
isk, en mér finnst bara allt of fáir
í okkar þjóðfélagi krítískir, því það
er nefnilega fólkið sem gildir og
það verður að neyta valds síns. En
það var þannig að við vorum að
hugsa um að kaupa íbúð og við
leituðum í hvorki meira né minna
en tvö og hálft ár að einhverju
sem okkur líkaði, og eftir þessa
leit höfum við fundið þrjár íbúðir
sem okkur leizt á, en þær voru þá
svo óheyrilega dýrar að ekkert
þýddi að hugsa um þær. Og eftir
þessa tveggja og hálfs árs leit, var
ég búin að fá mikið ógeð á öllu
sem heitir hús og ég mætti.
— Hvað var það nú helzt- sem
við þetta var að athuga?
— Á þessum tíma sá ég hluti,
sem ég hefði aldrei trúað að væru
til hér og það gekk svo fram af
mér, að ég gat ekkert sagt. 1 fyrsta
lagi eru húsin teiknuð þannig, að
það er fyrir neðan allar hellur.
Fyrst kemur maður inn í svart-
hol, það er að segja ég skírði
þau svarthol, þessi stóru hol sem
eru stærri en flest herbergi íbúð-
arinnar og ekkert er hægt að gera
við. Síðan eru sæmilegar stofur, en
gallinn er bara sá að þær snúa yfir-
leitt i suður en eldhús og bað i
norður, þar að auki voru eldhúsin
á mörgum stöðum eins og i hótel-
um en ekki eins og á heimilum.
Húsin eru því byggð þannig að þau
eru orðin úrelt um leið og fólk
flytur í þau. Þar ofan á er steypan
svikin og þetta allt í smáatriðum
illa skipulagt.
En þar sem ég er þannig gerð,
að ég vil alltaf reyna að komast til
botns í hlutunum, fór ég að spyrja
að því hver hefði teiknað þessar
ibúðir, og mér voru gefin upp hin
og þessi nöfn. Þegar ég svo kom
heim fletti ég upp í símaskránni
undir arkitektum og þar var þessi
nöfn hvergi að finna. Þetta voru
sem sagt mest fúskarar sem teikn-
uðu þessi hús.
• — Það gæti nú verið að fólk
gerði þetta vegna þess hve arki-
tektar eru dýrir?
— Já, en það er bara algjör mis-
skilningur. Það liggur í augum
uppi, að það borgar sig að gera
verkið almennilega í eitt skipti
fyrir öll, þó dýrt sé. Eh fyrst þú
minntist á dýrtíðina þá er verðið
á þessu öllu saman óheyrilegt og
alveg út í bláinn. Það er ekkert
hérna til að miða við. Ég hef talað
við nokkra húsamiðlara um þetta
og þeir eru alveg sammála.
Það tíðkast heldur hvergi nokk-
urs staðar í heiminum árásir eins
og gerðar eru á fólk hér. Það þykir
ekki fínt hér að hækka vörur um
minna en 50%, en ef vörur erlend-
is eru hækkaðar um einn eða tvo
aura, þá mótmæla allar húsmæður
þar sem einn maður, en hér láta
þær bjóða sér allt.
— En nú eru neytendasamtök
í landinu. Álítið þér ekki, að þau
geri neitt gagn?
— Þau gætu gert miklu meira.
Það er eins og það vanti hæfileika
í Islendinga til að starfa saman,
en mér finnst að sem flestir ættu
að ganga í neytendasamtökin, það
veitir ekki af.
— Hafið þér mikinn áhuga á
húsmóðurstörfum, Margrét?
— Nei, það eru störf sem mér
hafa alltaf leiðzt.
—En nú er allt svo framúrskar-
andi fínt hjá yður.
— Já, það er bara af því að mér
leiðist skítur.
— Segið mér, eruð þér ekki í
einhverjum félagsskap t. d. kven-
réttindaf élaginu ?
■— Jú, ég var í kvenréttindafélag-
inu, en sagði mig úr því. Þetta
gekk ekki neitt, áríðandi málefni
voru látin sitja á hakanum vegna
pólitískra umræðna. Þær, sem voru
róttækar og vildu áorka einhverju
fengu ekki að komast að. Og ein-
hvern tíma -man ég að ég spurði
tvær konur, sem ég varð samferða
út eftir fund, hvers vegna þeim
róttæku væri bolað i burt. Önnur
þeirra svaraði: Já, auðvitað, það
er það sem við þurfum að gera
fyrst og fremst.
— Eg sé að þið hafið mikla á-
nægju af málverkum, ef dæma má
eftir öllum þeim málverkum sem
hér hanga og gæðum þeirra.
— Já, málverk eru mitt hobbý,
þó dýrt sé, enda spurði Þórbergur
einu sinni i fyrra, hvort mér liði
ekki illa núna, þar sem ég hefði
Framh. á bls. 32.
Næstríkasta konan er fyrrverandi feg-
urðardrottning og dansmey frá Frakk-
landi, en liún giftist Aga heitnum
Kahn hinum þriðja. Gizkað er á, að
hún eigi upp undir 20 milljarða, svo
ekki er hún á flæðiskeri stödd. Hún
lætur lítið á sér bera nú orðið, en með-
an Khaninn var á lífi, bárust þau mik-
ið á. Sagt er, að mikið af auðnum sé
falinn auga skattyfirvaldanna og litlar
líkur til þess, að hún gefi þeim nokkra
vísbendingu hvar og hvernig honum
er fyrirkomið. Ennþá er hún á bezta
aldri og hvenær eru menn það ekki.
Því vonum við að hún geri nú ein-
hverja skemmtun með þessum aurum
sínum, meðan tími vinnst til.
En svo er ein konan, sem
ekki er einungis auðug,
heldur fríð og fönguleg í
ofanálag. Hún er 32 ára
og heitir Maria del Ros-
ario Cayetana Fitz-James
Stuart y de Silva, hertoga-
ynja af Alba, Berwick, de
Liria y Xerica, de Arjona
og siðast en ekki sízt de
Montoro. Hún er beinn af-
komandi Jakobs II. Eng-
landskonungs. Þegar hún
var spurð að þvi hvað hún
bæri marga titla, enska og
spanska svaraði hún á
þessa leið: — Ég held eina
fjörutiu og tvo eða fjóra.
— En enginn treysti sér
til að nefna auð hennar
öðruvisi en óskaplegan.
Hún er gift háum myndar-
legum manni og sá heitir Don Luis Martinez de Irujo y Artacoz. — Hún
erfði fimm hallir eftir föður sinn, sem allar eru nefndar þjóðargersemi
af ríkisstjórninni vegna sögulegs og byggingarfræðilegs gildis. Einnig
á hann bréf nokkur, sein Kólumbus skrifaði syni sinum, málverk frá endur-
reisnartímanum og aðra muni sem hafa sögulegt gildi. Ekki má gleyma
þvi að hún á fjóra syni, svo lánið leikur sannarlega við hana.
1 B VIKAN