Vikan


Vikan - 12.01.1961, Side 5

Vikan - 12.01.1961, Side 5
janúargreinin RVOÐI? RA EN VÍÐA ANNARSSTAÐ- SEM FRAMLEIDDIR ERU í MUNDI VERSNA ÞÓTT Á- Danskur bjór er viðurkenndur, en mundi ekki samskonar bjór taka honum langt fram? úr silfurtæru, íslenzku bergvatni, vinna stefnu sinni fylgi af dreng- skap og heiðarleik. Drykkjuskapur æskunnar. Oft heyrist fullyrt, að áfengi bjór- inn verði lil þess, að unga fólkið læri að drekka miklu fyrr en ella. Með þessu er einkum reynt að tala um fyrir mæðrum, sem elska börn sín og vilja ekkert frenmr en vel- ferð þeirra. En þetta er blekking manna, sem kunna sér ekki hóf í áróðri. Unga fólkið á íslandi byrj- ar að drekka mun yngra en tíðkast í öðrum löndum. Vínföng þess eru sterkustu drykkir, sem framleiddir eru í veröldinni. Sumir áfengissjúkl- ingarnir i Reykjavík munu um eða jafnvel innan við tvítugt. Dettur nokkrum heilvita manni i hug, að þetta ástand myndi versna, þó að áfengur bjór væri hér á boðstólum? Væri hann liklegur til þess að tor- tíma æskublómanum, sem stenzt brennivinsflóðið? Þannig mætti lengi lialda áfram að spyrja. Og myndi ekki nær lagi að heimta eftir- lit með vínveitingum, þegar i hlut eiga óþroskaðir unglingar, en ætla að bjarga þeim frá áfengisbölinu með þvi að taka frá þeim bjórinn? Bindindismenn gera allt of litið fyrir æskuna, þegar undan er skilið það ágæta starf, sem barnastúk- urnar vinna. Skólafólk á æskuskeiði ætti til dæmis að gangast undir bindindisheit, meðan það stundar nám að fulltingi sainfélagsins og foreldra sinna. Iivenær hefur góð- templarareglan slegið hring um al- þingi til þess að koma landsfeðr- unum 1 skilning um þessa nauðsyn? En vissulega er ekki nóg að halda ungu fólki frá áfengi. íslendingar verða að búa svo að æsku sinni, að hún láti ekki glepjast af hvers konar hættulegum freistingum. Við erum í þessu efni eftirbátar annarra. Þess vegna er drykkjuskapur unga fólks- ins meira vandamál liér en i nokkru öðru landi þessarar heimsálfu. Hér biður góðtemplarareglunnar jákvætt og göfugt verkefni, sem er ólikt timabærara og árangursrikara en baráttan gegn áfenga bjórnum. Vín, bjór og kaffi. Eiginkonur og mæður hafa var- hugaverða oftrú á bændum sínum og börnum, ef þær imynda sér, að vandi áfengismálanna á íslandi sé bjórinn. Sterku vinin gera sýnu fleiri að drykkjumönnum en bjór- inn. Þess vegna myndi ekki áhorfs- mál að sætta sig fremur við bjórinn en brennivínið, ef komið skyldi á nýskipun áfengismálanna. Andlega heilbrigðir menn drekka aldrei eins illa bjór og vin. Hér er enn við lýði sá ósiður að telja ókurteisi, ef sett- ur er tappi í ótæmda flösku. Þess vcgna drekka íslendingar af ofur- kappi við þau tækifæri, sem annars staðar í heiminum þættu sakleysis- leg öllum öðrum en áfengissjúkling- um. Þannig drekkur enginn bjór, elcki einu sinni langt leiddir vín- svelgir, þvi að dælukrafti manns- líkamans eru takmörk sett. Hins vegar er undantekningalitið óhætt að bera gesti bjór og brauð án þess að þurfa að óttast drykkjuskap, sem taki daga eða vikur. Venjulegt fólk drekkur góðan áfengan bjór með svipuðum hætti og kaffi. Þó hentar ekki bjórinn öllum. Svo er líka um kaffið. En það er ekki áfengis- vandamál í venjulegum skilningi, enda liefur góðtemplarareglunni láðst til jiessa að segja kaffinu strið á hcndur. Mér finnst bjór góður, en kaffi slæmt. Bjór hefur á mig þægileg áhrif, en ég verð stundum lasinn af kaffi. Þess vegna er mér inun meiri greiði að bjór en kaffi, ef ég er gestur í liúsi. Og er jiá nokkur sanngirni i því að banna mér og öðrum bjórinn? Frek tilætlunarsemi. Andúð bindindismanna á bjórnum er að minum dómi ekki rökstudd skoðun heldur frek tilætlunarsemi. Þeir vilja, að aðrir séu eins og þeir. Nú hlýt ég að virða hvern mann, sein gætir hófs, og mig varðar auð- vitað ekkert um ástæðurnar fyrir jiví, að þessi eða hinn neitar sér um mat eða drykk. En hvernig í ósköpunum geta góðtemplarar ætl- azt til þess, að lijóð, þar sem fjórir af hverjum fimm uppkomnum mönnum drekka vín, taki upp siði þeirra í áfengismálum? Og meðan þeir eru i minnihluta, kemur þeim satt að segja lítið við, hvað meiri- lilutinn drekkur. Ég hef þvi enga samúð með athæfi þeirra, sem berj- ast gegn áfenga bjórnum. Þeir eru vist góðir fyrir sig, en þeim er sæmsl að láta mig og mlna lika i friði. Góðtemplurum hlýtur og að vera skylt að beygja sig fyrir meiri- hluta eins og öðru fólki. Ég sætti mig auðvitað við orðinn hlut strax og góðtemplarar eru komnir í meiri- hluta og uni því fyrirkoinulagi áfengismálanna, sem af valdatöku þeirra leiðir. En er þá til mikils mælzt, að góðtemplarar láti af- skiplalaust, hvort menn drekka bjór eða brennivín, meðan áfengi er til sölu i landinu? Hneykslanlegast er þó tauga- stríðið, sem á að ráða úrslitum um afstöðu alþingismanna þjóðarinnar. Góðtemplarareglan reynir að troða í liá samvizku, sem þeir alls ekki hafa. Landsfeðurnir sætta sig við, að áfengissala sé isienzka ríkinu mikilvægur tekjustofn. Hins vegar hafa jieir látið kúga sig til þess að þora ekki að leyfa bruggun og sölu bjórsins, þó að yfirgnæfandi meiri- hluti kjósenda vilji hann og eigi iniklu frennir kröfurétt á honum en sterku drykkjunum eins og sið- menntað fólk gervallrar heims- byggðarinnar. Og alþingi hefur valið sér hlutskipti þessa furðulega ósóma til þess að íslendingar séu i áfengis- málunum eins og góðteinplarar — annað livort algáðir eða lirapandi fyrir mannfélagsbjörgin af drykkju- skap. Væri ekki ráðlegt fyrir okkur, sem viljum bjórinn og treystum okkur bærilega að drekka hann á viðunandi hátt, að minna alþingis- mennina á athyglisverða staðreynd: Góðtemplarar hafa ekki einir at- kvæðisrétt í landinu. Sjálfsagt eru til menn, sem ekki myndu láta kúg- ast og gætu rækt þingmennsku og stjórnarstörf allt að þvl eins karl- mannlega og fangar bindindishreyf- ingarinnar. Framh. á bls. 35. KIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.