Vikan


Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 30

Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 30
— Með gífurlegu viljaþreki og sjálfsafneitun hef ég náð þessu marki. Einu sinni gat ég alls ekki teiknað. Blinda barónessan Framh. af bls. 13. féll úr máttvana hendinni. Henni sortnaði fyrir angum. Forsjónin hafði verið lienni hliðholl. Yfirlið- ið, sem hún hafði i byrjun gert sér upp, var nú orðið að veruleika. Það voru liðnar tvær vikur. Bar- ónsfrúin var á batavegi. Sárið var næstum því gróið. Læknirinn hafði leyft henni að vera á fótum, og ailt gekk. sinn vanagang. Hún sagði eng- um frá því, að hún hefði fengið sjónina aftur. Hún var mjög tauga- óstyrk, þó að hún væri orðin nokk- uð hraust líkamlega. Það hafði ekki verið gerð önnur tilraun til að ráða hana af dögum, en hún ákvað að vera vör um sig. Barthold og Armida höfðu farið í útreiðartúr að loknum morgun- verði. Carna sat í hægindastól i laufskála 1 garðinum. Yeðrið var heitt og yndislegt, og það var þægi- legur svali i laufskálanum. Loftið var þrungið blómaangan, og fugl- arnir sungu. Carna naut einver- unnar. Allt i einu heyrði hún fótatak fyr- ir utan og lágt glamur í sporum. Eins og venjulega leit hún niður fyrir sig, svo að augnalokin og dökk bráhárin huldu augun að mestu leyti. Hún var nú orðin leikin í þessari list. Þjónninn kom inn og tilkynnti, að Stefan von Deckerth höfuðsmaður væri kominn í heim- sókn til að vita, hvernig henni liði. Barónsfrúin roðnaði. Þetta var mað- urinn, sem fann hana í skóginum fyrir hálfnm mánuði. — Látið hann koma, sagði hún vingjarnlega. — Hann veit, að ég er blind. Þér ættuð svo að færa okkur einhverja hressingu. Þjónninn hneigði sig og fór. Bétt á eftir kom Stefan von Deckerth inn í laufskálann. Hann nam staðar fyrir framan hana, ber- höfðaður, vel vaxinn og myndar- legur. Hinn dökkblái einkennisbún- ingur fór honum mjög vel, háu, svörtu stlgvélin voru vel burstuð, og í rauðu beltinu hékk silfurbúin skammbyssa. Þar að auki bar hann langt sverð, svo að ekki fór á milli mála, hverrar stéttar hann var. — Barónsfrú, leyfist mér að óska yður til hamingju með batann, sagði hann og kyssti á hönd hennar. — Þakka yður fyrir, Deckerth höfuðsmaður, það var fallega gert af yður að heimsækja mig, sagði hún brosandi. — Ég stend í mikilli þakklætisskuld við yður. Gerið svo vel að fá yður sæti. — Þér eruð mjög vingjarnleg, barónsfrú, sagði höfuðsmaðurinn kurteislega og settist á bekkinn and- spænis henni. — Ég tel það mikið lán, að mér skyldi auðnast að bjarga yður. Er ódæðismaðurinn fundinn? — Nei, það hefur verið leitað um allan skóginn, en það lítur út fyrir, að Svarti Jakob hafi komizt undan. — Stigamaðurinn Svarti Jakob? — Já, höfuðsmaður, það er talið, að hann sé morðinginn. Carna sá, að hann gaf henni gæt- ur, þar sem hún sat, beinvaxin og tiguleg með glóbjart hár, sem fór vel við hvitan sumarkjólinn. — Yður skjátlast, barónsfrú, sagði hann að lokum. — Svarti Jakob náðist og var hengdur i höfuðborg- inni fyrir rúmum mánuði. Það fór hrollur um barónsfrúna. — Aumingja maðurinn, sagði hún lágt. — Þér eruð harðbrjósta, von Deckerth höfuðsmaður. — Finnst yður það? Hafið þér samúð með alræmdum ræningja og morðingja? — Já, ég get ekki annað. Enginn veit, hvers vegna Svarti Jakob varð glæpamaður. Margir eiga erfitt í uppvextinum. Einu sinni var hann lítill drengur eins og þér ... — Hvernig getið þér borið okk- ur saman? hrópaði höfuðsmaður- inn og reis á fætur, og það brann eldur úr augum hans. — Takið þetta ekki svona bók- staflega, höfuðsmaður. Fáið yður sæti, við getum þá talað um eitthvað skemmtilegra. — Hvernig getið þér vitað, að ég stend? sagði hann kuldalega án þess að hreyfa sig. — Af þvi að þér skyggið á sólina og skuggi yðar er álíka kaldur og þér sjálfur. Hann roðnaði og settist niður. — Ég biðst afsökunar. Ég hef hagað mér eins og dóni. — Það er ekkert að fyrirgefa, sagði hún brosandi. Barthold segir, að þessi heilbrot mín geti stundum ver- ið dálítið þreytandi. Það varð hlé á samtalinu, þvi að nú kom þjónninn með hvítvínsflösku og tvö glös á silfurbakka. Hann hellti hinu kalda, freyðandi víni i glösin og fór að því loknu. Baróns- frúin og gestur hennar dreyptu á vininu; viðræðurnar urðu frjálsleg- ar og óþvingaðar, og þeim leið vel hvoru í návist annars. Carna komst að því, að höfuðsmaðurinn var þrjá tlu og tveggja ára gamall, ókvænt- ur og átti lítið hús i útjaðri höfuð- borgarinnar. Henni geðjaðist betur að honum eftir því, sem þau töluðu meira saman. Hún uppgötvaði, að þrátt fyrir hið hrjúfa yfirbragð var einhver angurvær sorgarsvipur i fallegu, gráu augunum hans. Jlann hlýtur að hafa orðið fyrir einhverju mótlæti, hugsaði hún og horfði á vangasvip hans, þar sem hann sat og fitlaði við glasið, þeg- ar hlé varð á samtalinu. Að klukkustund liðinni kom bar- óninn. Hann var i grænum reiðföt- um, sem fóru honum miög vel. Hann heilsaði höfuðsmanninum kurteis- lega. Siðan gekk hann til konu slnn- ar, tók hana í faðm sér og þrýsti löngum, heitum kossi á varir henn- ar. Hann fann, að hún titraði örlít- ið við snertingu hans, og nú fann hann i fyrsta skipti til unaðar i návist hennar. Hann hafði aðeins ætlað að sýna þessum höfuðsmanni, að i hjónabandi þeirra rikti full- komin liamingja. Með sjálfum sér hrósaði hann liappi yfir því, að Carna var blind, svo að hún gat ekki séð hinn myndarlega höfuðs- mann. Stefan kreppti hnúana undir borðinu. Á erinhvern óskiljanlegan hátt fóru þessi bliðuhót í taugarnar á honum. Barthold sneri sér bros- andi að honum og spurði, hvort hann vildi ekki snæða með þeim kvöldverð og dveljast á Bergenhaus um nóttina. Stefan tók boðinu með þökkum. Baróninn bauð konu sinni arminn, og síðan gengu þau öll þrjú heim að húsinu. Allt í einu mundi Carna eftir Armidu og spurði, hvar hún væri. — Hún datt af baki, klaufinn sá arna, þegar hesturinn hrasaði. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur hennar vegna, læknirinn er hjá henni núna. Kvöldverðurinn var ánægjulegur. Barthold var heillandi gestgjafi, fyndinn og skemmtilegur. Carna lék við hvern sinn fingur, þar til hinn óhugnanlega atburð i skóginum bar á góma. Gesturinn sagði Barthold, hvers vegna Svarti Jakob gæti ekki verið hinn seki. — Jæja, var hann hengdur um þetta leyti? sagði hann og kipraði saman augun. Þvi miður eru margir fleiri slikir, sem gætu komið til greána. — Það ætti að útrýma þeim fyrir fullt og allt, sagði Stefan og gnísti tönnum. — Auðvitað, samþykkti baróninn. — En það er eins og þetta komi eitthvað illa við yður, höfuðsmaður. Stefan leit bænaraugum á baróns- frúna, eins og hann vænti skilnings hjá henni, en svo áttaði hann sig á þvf, að hún var blind. En Carna hafði séð augnaráðið og skilið það. — Fyrir fjórum árum átti ég von á unnustu minni og foreldrum hennar til borgarinnar, sagði hann lágt. Það átti að halda brúðkaup okkar, og öllum undirbúningi var lokið, en það voru örvilnaðir for- eldrar, sem báru dauðvona dóttur sina inn í hús mitt. Svarti Jakob og félagar hans höfðu ráðizt á þau og rænt öllum peningum og skart- gripum, sem þeir fundu. Unnusta mfn streittist á móti, þegar fantur- inn sleit af henni hálsfesti, sem ég hafði gefið henni. Þá skaut hann og hæfði hana i hjartastað. Ég lét sækja lækni, en henni varð ekki bjargað. Hún dó um nóttlna. — Þirtta er mikil sorgarsaga, sagði Barthold alvarlegur i bragði. Hann hellti í glösin. — Við skulum skála fyrir minningu hinnar ógæfu- sömu konu, sagði hann með virðu- legri ró heimsmannsins, um leið og hann lyfti glasinu. Eftir kvöldverð gekk Carna til herbergis síns, meðan Barthold sýndi gestinum jarðeignina. Carna lét þernuna fara og lagðist til hvild- ar. Hugsanir hennar voru allar á ringulreið, en hún sofnaði þó að lokum. Þegar hún vaknaði, fann hún til samvizkubits, vegna þess að hún hafði gleymt að athuga, hvernig Armidu liði. Það var hljótt i höll- inni, þegar Carna gekk inn gang- inn að herbergi Armidu. Kvöldsól- in skein inn í herbergið, og Carna sá, að Armida beygði sig yfir eitt- hvað, sem lá fyrir neðan gluggann. — Ert þú komin? sagði Armida undrandi og haltraði að stól og settist niður. — Ég var að draga gluggatjöldin fyrir vegna sólar- innar. — Já, það er nokkuð heitt hérna inni, sagði Carna þvingaðri röddu og gekk til Armidu. — Hvernig lið- ur þér? Hvað sagði læknirinn? — Öklabeinið er brotið, og ég verð hölt, ef það grær ekki rétt saman. Það var beizkja í röddinni, og hún leit á fótinn, sem var vafinn sára- umbúðum. Hún var rauðeygð af gráti og strauk svart, úfið hárið með titrandi hendi. — Taktu þetta ekki svona nærri þér, sagði Carna áherzlulaust og opnaði dyr, sem lágu út á litlar sval- ir. Henni var þungt um andardrátt, svo að hún gekk út. Hún sá, að grindverkið var horfið, og nú mundi hún eftir þvi, að Rósa hafði sagt, að það væri orðið ryðgað og ónýtt. Að baki sér heyrði hún rödd Armidu. — Þú ert nú alltaf svo góð og yndisleg, Carna. Ég get ekki sagt það sama um þinn glæsilega eigin- mann. Hann kom til mln rétt áðan. Ég var útgrátin og viðþolslaus af kvölum, og eins og þér er sjálfsagt vel kunnugt um, hefur hann and- styggð á fólki, sem er eitthvað las- burða. Ég gleymi því aldrei, hve svipljótur hann var, þegar hann sagði, að ég yrði að útvega mér aðra atvinnu, ef mér batnaði ekki. — Þú ert með hita og óráð, sagði Carna, en með sjálfri sér var hún viss um, að þetta var satt. Armida hló háðslega. — Ég ætla að trúa þér fyrir leyndarmáli. Það var Barthold, sem réðst á þig í skóg inum og skaut hestasveininn. Hann tók skartgripina til að villa mönnum sýn. Hann vildi losna við þig til að komast yfir peninga þina og gift- ast mér. Við elskuðum hvort annað. — Þetta hefur mig grunað lengi, sagði Carna. — Jæja, þá skulum við tala um eitthvað annað, til dæmis nýju svala- grindurnar. Þær eru vel-smiðaðar. Þú ættir að taka á þeim til að full- vissa þig um það. Carna hreyfði sig ekki. — Langar þig ekki til að athuga þetta? spurði Armida. — Nei, sagði Carna ákveðin, en um leið var ýtt harkalega við henni, svo að liún datt fram yfir sig. Stefan von Deckerth stóð fyrir ncðan og greip hana í fang sér. Carna opnaði augun og horfði undrandi á hann. — Er ég lifandi? spurði hún, og varir hennar skulfu. — Já, til allrar hamingju kom ég auga á þig, þar scm þú stóðst á þess- um hœttulegu svölum. Ég var i þaan 30 VUCAM

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.