Vikan


Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 23

Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 23
Róbert og Densína tilkynna trnlolun sína, öllnm á óvart og það er haldin veizla, en hnn endar með ósköpum ai Densínn hálfu. Um kvöldið geiur irú Padgett, Barbörn ýmsar skuggalegar upplýsingar. Nokkru seinna komast Barbara og Júlían að því, að raunverulega hefur verið gerð árás á Barböru og þau komast einnig að raun nm ást hvors annars. árum saman. E£ bíjlinn væri ekki með svo örugga hemla, lægjum við nú þarna niðri. — Hættumerkið, — það — snýr öfugt. Hann kinkaði kolli. — Það hefur staðið á þess- ari beygju. E'inhver hefur hlotið að færa það, svo að leiðin að göngunum lægi opin — fyrir okkur. — Heldurðu, að þú trúir nú, að hætta sé á ferðum? hvíslaði hún. Júlían leit til hennar. — Það hafa getað verið strákar að flækjast . . . — Hér úti í óbyggð og í öðru eins veðri og í kvöld? Nei, Júlían! Það er einhver, sem ætlar að myrða mig, og til þess að fá Því framgengt skirrðist hann ekki við að ætla að búa Þér sömu öriög! Júlían lagði arminn um hana og fann, að hún skalf. — Við höfum engar sannanir ... — Hvað þarftu mikið af sönnunum? hrópaði hún. Það hefur verið skotið á mig, og nú — þetta. Hún benti titrandi ofan i hyldýpið. Þetta er annað en óheppileg tilviljun! — Elskan mín, svona máttu ekki tala! Ég skal kryfja þetta til mergjar. Hann kyssti hana blíð- lega og hjálpaði henni aftur inn í bílinn. Við skulum fara heim. Þetta hef ég verið næst.því að lenda í slysi, en — við megum ekki láta það eyði- leggja okkur, Barbara. Það hlýtur að finnast eðli- leg skýring. Barbara var fegin að komast heim til Hlégarða og þótti vænt um, að þau Róbert og Denísa skyldu ekki vera komin aftur úr Lundúnaferðinni, sem þau höfðu lagt í þá um daginn. Fyrir bragðið þurftu þau ekki að segja frá Þvi, sem gerzt hafði, fyrr en daginn eftir. Hún var með höfuðverk og hafði ekki náð sér eftir hræðslukastið. — Nú ferð þú að hátta. sagði Júlían, þegar þau komu inn. Ég ætla aftur til námunnar og fela mig, — því ef svo kynni að vera, að hér sé um morðtilraun að ræða, — sem ég vil ekki trúa, — hlýtur einhver að koma þangað til að ganga úr skugga um, að við höfum hrapað ofan í. Ég næ kannski þangað áður, ef ég hraða mér. — Júlían, — farðu ekki . . . — Ég get vel séð um mig sjálfur, en það er ljóst, að ég er ekki fær um að sjá um þig, — fyrr en ég hef komizt að Því, sem hér er að ger- ast. Varir þeirra mættust andartak, svo var hann farinn. Herbergi hans voru í eldri álmu hússins og hurð milli þeirra. Hún sá, að hann kveikti ljós hjá sér, þó aðeins augnablik, svo heyrði hún bíl hans ekið burtu. Hún gekk hægt upp i herbergi sitt og var þungt fyrir brjósti af ótta. Henni varð hugsað til þess, að ást hans á henni hafði nær orðið þess vaid- andi, að hann fylgdi henni í dauðann. Enn hljóm- aði hvinur í hemlum í eyrum hennar, og gínandi gjáin fram undan stóð sífellt fyrir hugskotssjón- um hennar. Hún skalf og hikaði við að hátta, þvi að hún var viss um, að hún mundi liggja vakandi alla nóttina og hlusta eftir, hvort hann kæmi ekki. Ef hann skyldi nú . . . Það var barið að dyrum, og hún hrökk við. — Ég veit, að yður langar í eitthvað heitt, ungfrú. Frú Padgett kom inn, hressilegri og rjóðari yfirlitum en nokkru sinni fyrr. Hún var klædd ljósrauðum morgunsloppi og bar heita mjólk og kex á silfurbakka. Barbara var hrifin af hugulsemi frúarinnar eins og fyrr. — Ó, frú Padgett, þér hefðuð ekki átt að vaka eftir mér. IGukkan, sem er farin að ganga eitt . . . — Við gátum ekki sofnað, ungfrú, — ekki fyrr en við vissum, að Þér væruð komin heim heilu og höldnu. Einhver hreimur var í rödd hennar, sem vakti athygli Barböru. — Við hvað eigið þér með þvi, frú Padgett? — Við sáum hann aftur, ungfrú, — grannvaxna manninn í gráu fötunum. Það var farið að dimma, þegar við hjónin vorum á heimieið af markað- inum í Álsvík. Fyrst var ég hrædd um, að hann kynni að elta okkur, en Padgett sá, að hann fór í áætlunarbílinn tii Sandstone. Þaðan höfðu þau komið, hún og Júlían, hugsaði Barbara. Maðurinn hafði getað farið úr bilnum nálægt veginum, sem lá til námuganganna. — Svo að hann getur verið farinn, bætti bú- stýran við. Þó sýndist mér ekki betur en hann gengi hér fyrir gluggann áðan, þegar ég fór til að gæta að, hvort þér væruð komin. En Padgett heldur, að það hafi verið herra Júlían að fara til herbergja sinna. Ég skal segja yður, ungfrú, að ég er alveg að verða utan við mig. — Það, — hlýtur að hafa verið Júlian. Barbara vildi ekki bæta á geðshræringu hennar. Við skul- um segja honum frá þessum gráa manni snemma í fyrramálið. — Já, ungfrú. Nú förum við Padgett upp. Hann kærir sig kollóttan um allt, þegar hann er einu sinni farinn að hrjóta! Barbara fylgdi henni til dyra og langaði mest til að aflæsa hurðinni. En svo herti hún upp hugann og hætti við að láta undan óttakenndinni. Hún gekk út að glugganum, dreypti á mjólk- inni og starði út í myrkrið. Regninu var nú slot- að, og tungl óð í skýjum. I mánaskininu var sem trén í garðinum yrðu aö gráklæddum mönnum, er læddust um grasflötina fyrir neðan hana ... Barböru fannst sem húm næturinnar næði alla leið inn í höfuð sér. Hún varð þurr í kverkum og fannst sem hún gæti naumast haldið augunum opnum. Þó var líkt og einhver innri rödd segði, að nú mætti hún ekki leggjast til svefns, því að þá gæti svo farið, að hún vaknaði aldrei aftur, Hún varð að finna Júlían! Ef henni tækist að komast út á skrifstofu óðalsins og kveikja þar ljós, mundi hann sjá það á heimleiðinni. Hún ætl- aði að segja honum frá gráklædda manninum og að sér fyndist allt íbúðarhúsið fullt af óhugn- anleik. Hann mundi hjálpa henni til að hrekja myrkrið úr hugskoti hennar ... Hún læddist út úr herberginu og lokaði hurðinni hljóðlega á eftir sér. Það marraði ögn i stiganum, en henni tókst að staulast niður og opna aðal- dyrnar. Golan var svöl og hressandi, og hún lifnaði við sem snöggvast. Þarna stóð hún stundarkorn og braut heilann um, hvað hún Væri eiginlega að er- inda út undir bert loft, fyrst hún var svona sár- þreytt. En svo var eins og þoka legðist yfir hugs- anir hennar á ný, og hún reikaði burt frá húsinu, þótt hún vissi, að einhvers staðar úti í myrkrinu lægi hættan í leyni, reiðubúin að grípa hana. Hún varð að reyna að flýta sér. Þar kom, að hún náði til skrifstofunnar. Dyrn- ar voru læstar, en hún þreifaði meðfram leyni- lista eftir aukalykli, sem Júlían hafði lagt þar, ef hann kynni að gleyma sínum. Það var hlýtt inni í þessu litla húsi. Hún kveikti ljósið og sett- ist síðan í stól Júlíans. Rétt á eftir sigraði hana svefn. Lögfræðingurinn gekk úr símaklefanum út í bílinn til Denísu. Þau voru á heimleið úr Lundúna- förinni. — Þessi stúlka hefur níu líf eins og kötturinn, mælti hann blíðlega. Nú hefði hún átt að vera dauð, en frú Padgett segir mér, að hún liggi í rúminu sínu og steinsofi. Þetta er of mikið af því góða. Denísa leit upp í andlit hans, laglegt og tor- rætt. — Hvað hefur þú gert henni? spurði hún. —• Ekkert, þvi miöur. Það átti að geta orðið. Hann horfði á veginn fram undan þeim. Segjum, að þú sæir allt i einu vegmerki með viðvörun um, að vegurinn væri á enda. Segjum, að þú beygðir til vinstri — og féllir á sömu stund niður í holu, sem væri mílufjórðungur á dýpt. — Ekki þó gömlu námugöngin? — Jú, einmitt. Við litum til þeirra á leiðinni að heiman’, manstu það ekki? — Þú sagðir, að þau væru hættulega og þyrfti að fylla þau með grjóti. — Ég mundi lika hafa séð um það, en fyrst átti Júlían að fara þangað niður með hana, ein- mitt á svona kvöldi eins og þessu. Kannski, að hún sjái lika í myrkri eins og kettirnir? Denísa vætti þurrar varirnar. — Þú, — þú hefur reynt að myrða Júlían. Þú hlýtur að vera bandvitlaus, Róbert! Sennilega mundi enginn sakna Barböru, en ef þau hverfa bæði skyndilega ... — Ég hafði góða sögu á hraðbergi. Þau hefðu horfið nokkru eftir, að ég komst að verulegri sjóðþurrð í reikningsfærslu óðalsins. — En hvers vegna — Júlían líka? — Það finnst mér nú liggja í augum uppi, Denísa. Þú þráir hann alltaf, og það eru miklu meiri líkindi til, að þú efnir orð þín gagnvart mér, eftir að honum hefur verið úr vegi rutt. — Djöfullinn þinn, Róbert! Þú ert ekkert ann- að en illkvittnin. Ég er búin að segja, að ég ætli að giftast þér, og láttu svo Júlían í friði! — Handa þér? Eins og ég hafi ekki séð, hvernig þú horfir á hann, líkt og þú ætlir að éta hann með húð og hári, Denísa. Þegar svo stendur á, finnst mér loforð Þitt harla lítils virði, meðan hann er á Ufi. — Ef eitthvað verður að honum, skaltu aldrei fá mig, sagði hún hörkulega. — Getur verið, — en þú nærð honum þá ekki heldur, svaraði hann með hægð. — Því þá ekki? — Vegna þess, að þú ert ekki nógu góð handa honum. Róbert brosti til hennar. Þú ert eins og gullið blóm, sem hefur gengið of margra á mUU. Það er engin dögg, enginn hressandi blær yfir þér. Þú hefur snyrt þig með dýrum fegrunar- lyfjum til þess að veita karlmanni skammvinnar gleðistundir. Endingin er ekki eítir því. Þú ert í afturför ... Hann valdi móðganir sínar af mikilli nákvæmni, og áhrif þeirra voru samkvæmt áætlun. Hann vissi, að ekkert lét hún sér jafnannt um og útlit sitt. Hún var timunum saman frammi fyrir spegl- inum og heila daga á snyrtistofum. — Hún var orðin náföl. — Lygi, hvæsti hún. Ekkert annað en lygi! — Þetta er satt, Denísa. Barbara hefur sér- kennilega fegurð til að bera, sem alltaf mun end- ast henni, og Það er Júlían ljóst. Þegar hún er í nánd, heitir varla, að hann líti á þig. Hún er rík í fátækt sinni, en þú — með alla hennar peninga — ert fátæk þrátt fyrir allt. Hiin sló hann i andlitið af öllu afli. Bifreiðin hentist til á veginum, en Róbert tókst að ná stjóm á henni aftur. Framhald I næsta blaði. VIKAH 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.