Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 7
Hreppsbúar vissu að Árni á Heiði hafði ekki
komið beint að vestan, heldur úr tugthúsinu
og þeim stóð stuggur af honum. Þegar faðir
minn dó, bauð hann hreppsstjóranum að
taka mig og Jbd leizt mér ekki á blikuna.
En jboð varð úr að ég fór...
Smásaga
eftir
Davíð
Askelson
um, og hann var algerlega orðlaus.
Hreppstjórinn kom nú til liOs viö
Grundarpiltinn. — — • —
— Æ, mikið helvíti verður maður
þurr i kverkunum af þessu málæði.
Tungan er bara alveg að skrælna í
munninum á mér.
Ég skákaöi flöskunni yfir borðið,
og karl tók við tveim höndum. Þegar
hann lagði hana frá sér, var hún tæp-
lega hálf. Svo fékk hann sér i nefið.
Ég var orðinn óþolinmóður.
— Hvað sagði hreppstjórinn svo?
Hann sagði: — Við skulum þá vona,
Árni minn, að þú verðir aldrei svo
bjargarlaus inni á Heiði, að þú mis-
grípir þig á annarra manna fé. Og ef
allt um þrotnar, þá leitaðu heldur til
mín en að gera slíkan skratta.
Árni, sem verið hafði rólegur allt
til þessa, stökk nú upp eins og naðra.
Honum var alveg sér^taklega upp-
sigað við öll yfirvöld.
-— Ég skal að minnsta kosti lofa
þér því, hreppstjóri sæll, að steli ég
á annað borð, skal ég sýna þér þann
heiður að láta þínar rollur sitja fyrir
eftir því, sem föng eru á.
Hreppstjórinn tútnaði og bólgnaði
af bræði. Hann hreytti einhverju út
úr sér, sem ég heyrði ekki.
Þarna stóðu þeir Árni hvor and-
spænis öðrum, Árni langur og kranga-
legur og granirnir risu, en hrepp-
stjórinn stuttur og gildur, nauðrak-
aður, í klæðistreyju með silfurhnöpp-
um. Ekki kom þó til neinna átaka,
enda gengu bændur nú í milli.
Ég man ekki eftir, að fleira gerðist
markvert við réttina þennan dag. En
lengi eftir þetta var mér þessi at-
burður sérstaklega minnisstæður, og
stundum dreymdi mig Árna. Var hann
þá stundum með horn og klaufir og
hala, eins og amma lýsti ljóta karl-
inum, honum satan.
E'ftir þetta sá ég Árna á Heiði á
hverju ári í réttunum, en ekki þess
á milli. En oft heyrði ég á hann
minnzt. Pabbi, sem ekki var umtals-
illur, sagði, að hann væri ofstopa-
maður og ruddi. Sýslumaðurinn kom
á hverju ári til þess að þinga, og
Árni mætti eins og aðrir bændur og
greiddi skilvíslega þessar fáu krón-
ur, sem honum var gert að greiða.
Upp á það var ekki að klaga. En
hann var alltaf í sömu lörfunum,
hefur víst ekki átt annað að fara í.
En sýslumaður tók það víst sem
móðgun við sig, enda býst ég ekki
við, að hreppstjórinn hafi borið hon-
um vel söguna. Svo mikið er vist,
að þeim lenti alltaf saman út af ein-
hverjum smáatriðum, Árni blossaði
upp eins og funi og formælti öllum
yfirvöldum allt frá kóngi niður í
hreppstjóra, en sýslumaður hótaði
sektum eða jafnvel hýðingu fyrir
„majestetsfornærmelse“ — og voru
saupsáttir, þegar skildu.
Svo liðu árin, unz ég varð 12 ára.
Þá missti ég föður minn, en móðir
mín var dáin fyrir löngu. Jörðin
var seld, og við systkinin dreifðumst
sitt í hverja áttina. Tvö eldri systkin
mín, svo voru fermd, réðu sig sjálf
í vist, yngri systur mína tók hrepp-
stjórinn sjálfur, auðvitað gegn með-
lagi, sem hann skammtaði sjálfum
sér. En það ætlaði að ganga illa að
koma mér niður. Flestir hreppsbúar
höfðu einn eða jafnvel fleiri limi,
enda voru þetta mikil harðindaár og
neyð í landi. Að endingu tók hrepp-
stjórinn mig til bráðabirgða.
Heyrðu, — áttu ekki svolitinn
dropa eftir af þessum hérna metalli
eða hvað það nú heitir? Það er ekk-
ert, sem bætir minnið eins og bless-
aður dropinn. Gamli maðurinn tók
við flöskunni tveim höndum og teyg-
aði eins og vatn væri. Þegar hann
lagði hana frá sér. náði „metallinn"
tæplega upp að miða.
Gamli maðurinn tók í nefið, snvtti
sér og dæsti lengi og innilega. Síðan
hélt hann áfram:
— Jæja, ég var þarna hjá hrepp-
stjóranum nokkrar vikur og undi hag
minum sæmilega eftir atvikum. Að
minnsta kosti var ég aldrei verulega
svangur. Svo var það einn góðan veð-
urdag, að Árni á Heiði birtist í bæj-
ardyrunum og gerði boð fyrir hrepp-
stjóra. Ég man enn, hve heimilis-
fólkið varð undrandi á þessari heim-
sókn. Árni á Heiði kominn I heim-
sókn til hreppstjórans! Var karl-
durgurinn bráðfeigur — eða hvað?
Hreppstjórinn brá þegar við og gekk
fram í bæjardyr og bauð Árna til
stofu. En Árni kvaðst ekki klæddur
til þess að ganga í stofur höfðingja.
Sagðist hann vel geta lokið erindum
sínum í bæjardyrum. Varð svo að
vera sem hann vildi.
Heimamenn höfðu nú safnazt sam-
an í dimmum göngunum innan við
bæjardyrnar. Mátti þar gerla heyra
orðræðurnar framan úr bæjardyr-
unum. Ég hafði troðið mér fram i
göngin ásamt hinu fólkinu og heyrði
því allt, sem fram fór.
Árni var ekki lengi að hafa sig að
efninu. Hann kvaðst hafa heyrt, að
hreppstjóri væri I vandræðum með
að koma niður einu barni Guðmundar
sáluga á Bergi. Ætlaði hann nú að
bjóðast til þess að taka drenginn, að
minnsta kosti fyrst um sinn. Hann
væri farinn að eldast og þætti gott
að hafa einhvern til snúninga fyr-
ir sig.
Það var auðheyrt, að alveg datt
yfir hreppstjórann. Kaldur sviti
spratt út um mig, og mér fannst ég
vera að hníga niður. Ég heyrði, að
hreppstjórinn svaraði:
— Heldur þú, Árni sæll. að þú get-
ir annazt um barn í öll þessi ár?
Heldurðu nú. að þú getir fætt hann
og klætt sómasamlega og látið honum
líða bærilega?
Aldrei þessu vant stökk Árni ekki
upp á nef sér. Hann sagði með hægð:
— Ég held það sé oftast eitthvað
að éta í kotinu, þótt ekki sé nú
kannski veizlumatur. Húsakynnin eru
að visu ekki á marga fiska, eins og
þeir vita, sem hafa rekið inn haus-
inn á Heiði. En drengurinn er nú
ekki vanur neinum slotum. Éitthvað
mun hann eiga af fötum, og ég á
að minsta kosti skæðaskinn. Og ekki
heid ég, að ég fari að misþyrma hon-
um, drengbjálfanum, enda er þér vel-
komið að koma upp eftir og tala við
hann og taka hann með þér, ef hann
kvartar. Nú hvað segirðu um þetta?
Hreppstjórinn virtist á báðum
áttum.
— En hreppurinn er fátækur. Hér
eru ómagar að gefa með á hverjum
bæ. Við getum ekki greitt hátt með-
lag ...
Hér greip Árni fram i:
— Það er bezt, að hreppurinn haldi
sínu. Ég tek drenginn án meðlags.
Auðheyrt var, að hreppstjóranum
stórlétti.
— Nú, fyrst svo er, þá er bezt að
slá þessu föstu. Viltu taka drenginn
með þér núna?
— Er ekki bezt, að við tölum við
hann fyrst og vitum, hvort hann vill
fara með mér?
-— Auðvitað vill hann fara með
þér! Það væri nú annaðhvort. Hann
veit það, drengurinn, að það, sem ég
vil, er honum fyrir beztu.
— Kallaðu á snáða, hreppstjóri
góður. Ég fer ekki með hann nauð-
ugan.
Það veit guð, að ég vildi ekki fara.
En ég ákvað strax að fara samt Ég
fann, að mér yrði ólift á heimilinu,
ef ég neitaði.
Hreppstjóri kallaði nú inn í bæ-
inn:
— Siggi, Siggi minn, komdu hérna,
skinnið, og talaðu við okkur.
Rómurinn var sá sami og þegar
hann kallaði i hundana. Ég kom nú
fram 5 bæiardyrnar.
— Hevrðu. Siggi rnjnn, þú Stt að
fara með honum Árna á He!ði og
vera hiá honum fvrst um s!no. Biddu
hana Halldóru að taka til fötin bin,
og farðu svo að tvgja Þig til ferðar.
Árni sneri sér nú að mér og spurði:
—- Hvað segir þú um þetta, S!g-
urður? Þú skalt fá nóg í svanginn,
og ekki skal ég berja þig eða ofbjóða
þér með vinnu.
Ég var með grátstafmn í kverkun-
um og gat engu svarpð Fcr ]e!t b!ðj-
andi augum á hrepnstjórpun en svip-
ur hans lofaði en»u góðu. Árni sá
víst, hvað mér leið.
— Ég er nú að minnsta kosti ekki
mannæta, Sigurður minn. Hann kall-
aði mig alltaf fullu nafni
Að lokum stundi ég upp:
— Ég vil fara með þér..
Hann horfði lengi á mig. en augna-
ráðið var ekkert stingandi.
— Jseja, Sigurður. Þá komum v!ð
sem fyrst Það er ekki vist, að þú
þurfir að sjá eftir þvi.
— Þú þiggur bita, Árpi. Hrepp-
stjórinn var nú hinn alúð'egasti.
— Ég er ekki svanmtr. En blöndu-
sopa skal ég Þiggja En það er b«zt.
að Sigurður borði, áður en hann fer.
Það er drjúgur spölur fram að Heiði.
Ég fékk einhvern matarbita, og