Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 19
Á Indlandi þar sem konur yfirleitt e-kki taka
mikinn þátt í opinberu lífi er ein undantekn-
ing sem vert er aS taka eftir. Sumati Morarjee
er forstjóri skipafélags, sem á 40% skipaflota
Indverja. Hún giftist þrettán ára, syni skipa-
eiganda í Bombay. TengdafaSir hennar, sem
var mjög hlynntur stefnunni um frjálsræSi
kvenna ráSlagSi henni aS mennta sig meir en
þá tíSkaSist. Þegar hún var átján — nítján ára
kenndi liann henni ýmislegt viSvíkjandi skipa-
viSskiptunum og tuttugu og eins árs gömul,
liafSi hún þegar fariS inargar ferSir meS skipum
félagsins og oft sem þerna. Þegar tengdafaSir
hennar lést, varS Sumati hluthafi i félaginu.
Hún var þaS dugleg og framsýn á næstu árum,
aS eiginmaSur hennar lét henni smá saman eftir
alla stjórn á fyrirtækinu. Þau eru aS vísu skil-
in núna en eru bæSi í stjórn félagsins. Hún var
mikill stuSningsmaSur G'andhis og eitt herberg-
iS í húsi hennar er algjörlega helgaS honum.
Þar inni eru sandalar sem liann átti og bækur.
Þarna liafSi hann haft bækistöS í Bombay og
engu hefur veriS breytt síSan hann lézt.
Nina Caroline Stud-
ley — Herbert, Her-
togynja eSa eitthvaS
svoleiSis af Seafield
er líka meS á list-
anum. Hún erfSi ein-
hver lifandis ósköp
eftir föSur sinn. Hún
giftist manni nokkr-
um, sem aS vísu ekki
var eins ríkur og
hún, en átti þó vel
fyrir mat sinum. Nú
eru þau skilin og hún
huggar sig viS mat-
argerS og hefur hún tekiS á leigu smákofa á
Rivieruströnd til þess aS geta stundaS þetta
hugSarefni sitt í andrúmslofti franskrar mat-
listar. í Skotlandi á hún tugþúsunda ferkiló-
rnetra lands, kastala og veiSikofa meS tuttugu
herbergjum.
SLAGSMÁL. Ingemar Johansson var sem
kunnugt er rotaður í seinustu heimsmeist-
arakeppni. Andstæðingur hans Floyd Patter-
son hélt í fyrstu að hann hefði kannske
gengið af Ingemar dauðum og ástæðan var
sú, að að meðan Ingemar lá í roti fóru
krampakippir um annan fót hans, en það gat
þýtt mjög alvarlegan heilahristing. Ingemar
náði sér og lýsti því yfir, að hann væri til
í aðra keppni. Ef keppnissaga þessara
tveggja manna er athuguð og við bregðum
okkur aftur að Olimpíuleikjunum 1952, þá
keppti Patterson þar í millivigt, en Inge-
mar í þungavigt. Patterson varð meistari í
sínum þungaflokki, vann mikið á rothögg-
um, en Ingemar var dæmdur úr leik þegar
hann keppti við Amerikumanninn Sanders.
Hann hopaði á hæli tvær fyrstu umferðirn-
ar, þannig að Snders kom ekki á hann höggi
og þá stöðvuðu dómararnir leikinn. Sanders
varð meistari í þungavigt, en Ingo missti
af silfurverðlaununum Hann gerði sjálfum
sér góðan greiða með þessu, þvi Sanders var
heljarmenni. En hvað varð um Sanders?
Jú, hann er látinn. Og hann lést úr rothöggi.
Allir unglingar sem eru hrifnir af boxi hugsa
til Pattersons eða Ingemars, en þeim væri
hollt að gleyma ekki Sanders. Eða öllum
uppgjafa boxurum, sem eru nú á geðveikra-
hælum eða í örbirgð vegna örkumla.
OG hér er hans majestet Friðrik konungur
Dana. Hann og Pétur Rögnvaldsson eiga það víst
sameiginlegt að vera með myndavél á bak við
myndavélina en einhver hefur gómað Friðrik,
þegar hann er sem uppteknastur við sitt. Annars
er hann mjög fjölhæfur T.d. hefur hann oftsinnis
stjórnað á hljómleikum. Tekið þátt í alls konar
iþróttum og þar aðallega í róðri og kappsiglingum
á seglbátum, einnig hefur hann gott tækifæri til
þess að fara á dýraveiðar á ýmsum jörðum kon-
ungsfjölskyldunnar. Menn muna sjálfsagt er þau
hjónin komu í heimsókn hingað. Þá varð mörgum
ekki svefnsamt út af boðslistum ýmsum og öðru
viðvíkjandi komu hátignana ... en allir lifðu þetta
af og Friðrik sjálfur við beztu heilsu, enda maður
kátur.
Enda þótt Margrét
prinsessa og mað-
ur hennar Antony
Armstrong-Jones
liafa lítinn þátt
tekiS í samkvæm-
islífinu, siðan þau
giftust, brugSu
þau vana sínum
fyrir nokkru. Og
vildi ekki betur
til, en aS þau
völdu sér vel-
gjörSardansleik, þar sem allir mæta i sinu fín-
asta pússi. Sérstaklega er mikið um orður við
þetta tækifæri, en Antony á ekki eina einustu
orðu. Svo forstöðumenn dansleiksins reyndu að
aðvara hina gestina, að vera nú ekki með mikið
af brjóstskrauti. En svo stuttur tími var til
stefnu, að ekki tókst að ná í nema fáeina gesti.
Allir hinir mættu eins og upphaflega til stóð.
Og þarna var Armstrong-Jones í venjulegum
dökkum fötum innan um öll jólatrén og þótti
lítið til þeirra koma. En okkur þykir þau hjónin
vera hressileg á myndinni, sem tekin var við
þetta tækifæri.
JASS. Hin frægu Swe-Danes, lika kölluð USA
Ulrik, Sved og Alice, hafa náð geysivinsældum
með útsetningu sinni á Scandinavian Shuffle og í
það ríkum mæli að Warner Bros fannst Þau eiga
verðlauna skilið. Og þau voru ekki dónaleg. Það
voru útbúnar þrjár plötur úr súkkulaði ein með
gítarnum hans Ulriks, önnur með fiðlunni hans
Svends og sú þriðja með næturgala, röddin henn-
ar Alicar. Og sagan segir að þau séu öll mjög á-
nægð með verðlaunin, því þau eru miklir sælkerar.
Pétur Hoffmann Salomonson kom til okk-
ar á dögunum og sagði:
—- Heyrið mínir elskanlegu. Þið höfðuð
eftir mér visu hér á dögunum sem var röng.
Hún var skakkt stuðluð. Ég var víst að
flýta mér, enda var Hunangsfiðrildið að
koma út og mér var mikið niðri fyrir, en þið
megið ekki halda, að ég sé neitt farinn að
hneygjast til atomljóða Þið hafið líklega
tekið skakkt eftir, þegar ég fór með visuna,
en nú skal ég láta ykkur hafa hana rétta.
Hún er heldur ekki eftir Sigurð Breiðfjörð,
heldur Hallgrim Jónsson, lækni og er úr
Þórðar rímum hreða, sem hann orti. Vísan er
svona rétt:
össurs vegna þaut einn þegn
þraut í megna valins.
Stáliö bláa fráir fregn
flaug í gegnum 'halinn.
Og næsta vísa þar á eftir er stórkostleg
og gott dæmi um það, að ferskeytlur dýrar
eða dýrar ekki og hlaðnar þrauthugsuðum
og torræðum kenningum, það eitt er skáld-
skapur, drengir minir Heyrið þið bara og
sannfærist:
Ben ómjóa blóöi spjó
bana ró gafst þegni.
Annar þó til Þóröar hjó
þegi dró af megni.
Þarna kemur fyrir nafn Þórðar hreðu og
þið sjáið, að ég fer með rétt mál. En vitið
þið nokkuð, hvað „ben ómjóa“ er? Nei,
viðurkennið það bara. Ungdómurinn þekkir
ekki kenningar. Því er nú verr. En slepp-
um Því og friðmælumst. Ég er búinn að taka
ofan gullhringana mina góðu eins og þið
sjáið.
— Til hvers?
— Maður veit aldrei, hvenær á mann
verður ráðist og ég mundi gefa gífurlegt
högg, væri hnefinn brynjaður hringum. Þess-
vegna tók ég þá ofan. Þeir skulu ekki geta
sagt, að ég hafi rotað Þá með hringunum.
Mér er líka nóg að hafa hnefann. Og verið
þið nú sælir.
VIJÍAN 19