Vikan


Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 22

Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 22
Barbara. Crosby hefur nýlega misst móöur sína og eftir fyrirmœl- um hennar er hún nú á leiö til Hlégaröa viö Álsvík. Þegar þangaö kemur finnst henni eins og hún hafi veriö þarna áöur. Þar kemst hún einnig aö raun um, aö frú Georgína Temperly, sem móöir hennar haföi talaö um í bréfinu er látin, en Denisa Temperly frœnka liennar hefur tekiö viö eigum hennar. Einnig er þarna Robert Soames, lögfræöingur, sem hefur uggvænleg áhrif á Barböru þrátt fyrir dónaskap og frekju. Þau Denísa og Robert komast aö því aö Barbara er hinn rétti erfingi og Robert tekur til sinna ráöa til aö hjálpa Denísu og fálsar sannanirnar, þannig aö Barbara heldur aö hún sé ofsótt. Hún veröur um kyrrt aö Hlégöröum, og vinnur á skrif- stofu Júlíans, jafnframt veröur bún ástfangin af honum, en þaö er Denísa líka. Einn daginn þýtur byssukúla framhjá henni í skóginum. Júlían hugg- ar hana meö því aö þaö hafi veriö veiöiþjófar, en þaö kemur í Ijós aö þetta var árás. Þau Denisa og Róbert trúlofa sig og þó viröist Denisa ekki allskostar ánægö. Frú Padgett segir Barböru frá einhverjum gráklœddum manni, sem þarna sveimi um og Barbara kemst aö raun um aö Júlían end- urgeldur ást hennar. Róbert vinnur jafnt og þétt aö því aö skjóta Barböru skelk í bringu. Hann fann, að ofurlltill skjálfti fór um hana, en gat sér til, að fremur væri það af æsingu en ótta. — Nei, Róbert, — ekki það. — E'kki heldur, þótt hún sé undurfalleg stúlka og Júlían falli áreiðanlega í snöru hennar? — Því þá það? Hún reyndi að láta sem ekkert væri. Það er þú, sem ég elska. — Þú ert indæl stúlka, en ósannsögul. Það var aðdáun i rödd hans. Og bíddu bara við, — þér lærist að elska mig, þegar við erum gift. — Þú ert skollinn sjálfur, Róbert, hvíslaði hún. Ég hef lesið um það einhvers staðar, að skollinn sé heiðursmaður, en ég vissi ekki, að hann væri svona álitlegur! En slepptu mér nú, ég heyri í bilnum hans Júlíans. Hún sleit sig af honum og gekk út að glugg- anum, — kom mátulega þangað til að sjá Júlían hjálpa Barböru út úr bílnum. Hún kipraði hvarm ana og pírði augun saman. Það voru hans kossar sem hún þráði, en ekki Róberts, -—■ og hún var stúlka, er alltaf fékk það, sem hún vildi. Því aðeins átti hún Hlégarði og auð fjár. Árum saman hafði hún komið fram í gervi umhyggjusamrar frænku. Það hafði komið yfir hana sem ógurlegt reiðarslag, er Róbert hafði sagt henni frá því fyrir nokkrum mánuðum, að Georgína frænka ætti dóttur. Frænka hefði áreiðanlega hugsað henni fyrir ríflegum arfi í erfðaskrá sinni, ef hún hefði nokkur verið gerð. Það hafði hins vegar verið dregið — í von um, að dóttirin kæmi í leit- irnar. Nú kom þessi dóttir inn með Júlian, og jafnvel þótt vingjarnlegt bros léki um varir Denísu, kreppti hún hnefana við að sjá þau saman. Eftir að þau höfðu ræðzt lítils háttar við, kvað Róbert einn af vinnumönnum á nágrannabæ þeirra, Glebesetri, hafa sagt sér, að einhver hefði sofið í heygalta hjá þeim um nóttina, grannur maður í gráum fötum. — Lýsingin er eins og á manninum, sem frú Padgett sá! sagði Barbara og saup hveljur. Og Júlían, — manstu ekki, að mér fannst sem ein- hver horfði á okkur, þegar við gengum gegnum skóginn . . . ? — Þarna sérðu sjálfur! Rödd Róberts var þrung- in kvíða. Hvað eigum við að gera i þessu, Júlian? — Sé einhver hæfa í þessu, verðum við að leita í öllu nágrenninu á morgun, svaraði hann hörku- lega. Ég væri til með að leggja nokkrar vel valdar spurningar fyrir þennan dularfulla grámann! Ég kæri mig ekki um að láta hræða Barböru í hvert sinn, er hún stígur út fyrir dyr. Denísu fannst hann segja þetta svo annarlega og sá, að þau litu hvort á annað, Júlían og Barbara. Hún fór að efast um, hvort tilraunir Róberts til að hræða gest þeirra hefðu haft nokk- ur áhrif til þessa. — Ég hef ekki trú á, að óvinir Barböru bíði eftir að láta ykkur finna sig, mælti hún alvar- lega. Það er ekki hægt að berjast við þann, sem maður veit ekki, hver er. Líklega hefur móðir hennar gert það eina rétta, -—- að vera sífellt á faraldrsfæti. E'f svo væri, ætti hún alls ekki að vera hér kyrr. Þau störðu á hana, — Róbert með tortryggni í augum. ■—• Nú dettur mér ágætt ráð i hug, bætti hún við með gleðibrag. — Ég skal borga farseðil fyrir þig, hvert á land sem vera skal, Barbara, þótt þú viljir fara til Ástralíu, Kanada eða Bandaríkj- anna. Hvað munar mig um það, ef þér væri að- eins borgið og útlit fyrir, að svo yrði framvegis? Svo langt mundu óvinir þinir ekki elta þig, enda hefðu þeir ekki hugmynd um, að þú værir farin. — Hið stórmannalega tilboð þitt er gersamlega þarflaust, Denísa, því að sé hér um hættu að ræða, er það skylda min að vernda Barböru fyrir henni, gegndi Júlían. Við höfum nefnilega komizt að því, að við erum ástfangin hvort af öðru. — Ástfangin? hrópaði Denisa. Hvenær hefur það nú gerzt? — Fyrir nokkrum klukkustundum — með ákaf- lega rómantiskum hætti hér úti í skóginum! Hann hló, og það gerði Róbert líka. Denísa reyndi að brosa, en tveimur rauðum dílum skaut fram i kinnar henni, sem af sótthita væri. Allt í einu snerist hún á hæli og gekk út úr stofunni. Það varð kveljandi þögn. — Hvað gekk að henni? spurði Júlían. Barböru fannst sem hún mundi hafa verið viss um svarið, — ef Denisa hefði ekki verið trúlofuð Róbert. Nú var hún ringluð og utan við sig. — Verið þið bara róleg, þetta er sennilega einn af duttlungum hennar, svaraði Róbert. Þú veizt. hverju hún getur tekið upp á, Júlían. Ef allt fer ekki eftir hennar höfði, verður hún fokreið. Svo greip hann hönd Júlíans. Til hamingju! Þú hefur náð í indæla stúlku! Þegar Róbert hafði einnig óskað Barböru til hamingju, sneri hann sér við, því að á samri stundu kom Denisa inn með kampavínsflösku í hendinni, öllum til mestu furðu. — Við verðum að skála fyrir þessu, sagði hún glaðlega. Opnaðu hana, Róbert. Ég varð svo hrærð áðan yfir að sjá Barböru svona hamingjusama, að ég varð að draga mig í hlé snöggvast til að gráta ofurlítið í einrúmi. — Þá hef ég alveg misskilið þig, mælti Róbert og varð glaður við. Tappinn small úr, svo að Barbara hrökk við. Nú þarft þú ekki að vera hjartveik, Barbara, fyrst Júlían ætlar að vernda þig. Sú var heppin, telpan, finnst þér ekki, Denísa? Ljóshærða stúlkan leit í augu hans. — Jú, lygi- lega heppin, tautaði hún. Ég var að verða alvar- lega áhyggjufull út af henni, fannst þér það ekki, Róbert? En nú er ég það ekki lengur. —- Er þér alvara? spurði hann. — Já, auðvitað. Fyrst hún er búin að fá Júlían,. hef ég blátt áfram engar áhyggjur framar. Þetta var bein áskorun til hans um að myrða Barböru. Róbert skildi það og brosti til hennar. Honum var skemmt yfir því, hve fljótt hún sneri við blaðinu. Hann gerði sér engar tálvonir um. unnustu sína og uppgerðarást hennar. Hún hélt,. að ef Barbara yrði myrt, gæti hún náð Júlian sjálf. Ekki var nú víst, að svo færi sem hún ímyndaði sér, en hann vildi þó sjá til. að hún yrði ekki íyrir allt of miklum vonbrigðum. Hún skyldi fá Júlían, ef hann fengi eignirnar. Daginn eftir tóku þau Júlían og Barbara sér ferð á hendur til næstu borgar að kaupa trúlof- unarhringana. Þegar þau voru komin til Sand- stone -— í hellirigningu, var búið að loka öllum verzlunum. Hringana var ekki hægt að kaupa,. en allt um það hafði Barbara aldrei notið jafn- ánægjulegrar ferðar. Þau skoðuðu í búðarglugga, siðan fóru þau niður að sjó og tóku sér göngu móti grenjandi rokinu, hlógu, hrópuðu og gáfu hvort öðru salta kossa. Þvi næst drukku þau te í þægilegum gilda- skála niðri á ströndinni og snæddu miðdegisverð á eina hótelinu í Sandstone. Síðast fóru þau inn á skemmtistað og svifu þar í dreymandi dansi inn- an um annað ungt fólk, gleymdu sér í sínum eigin hamingjuheimi. Það var framorðið, er þau sneru aftur heim á leið til Hlégarða. Vagnljósin skutu geislum sín- um út í regnið og náttmyrkrið, svo að bíllinn var að innan sem hlýtt og notalegt heimili. Barbara hnipraði sig, glöð og ánægð, upp að hlið Júlíans. — Mér lízt reglulega vel á Sandstone- bæ, sagði hún. Ég mun aldrei gleyma fyrstu ferð- inni okkar. — Ekki það? Nú máttu ekki fara að koma mér til að kyssa þig, svaraði hann alvarlega. Það væri sem sé varasamt, því að ég er ekki svo viss um, hvar við erum stödd. Ég held við eigum að snúa til hægri . . . — .Nei, — ekki til hægri! Það stendur hættu- merki þarna. — Á merkinu stóð letrað: Hætta. — Vegurinn end- ar! — Þetta var á miðjum afleggjara til hægri, og Júlian sneri bílnum inn á veginn, sem lá til vinstri. — Maður sér ekkert fyrir þessari bannsettri rigningu, en annars hefði ég getað svarið, að í dag beygðum við til . . . Það hvein í hemlum, og honum tókst að stöðva vagninn í tæka tíð. Viðbragðið var svo snöggt, að við sjálft lá, að Barbara kastaðist á fram- rúðuna. Fram undan þeim sá hún gínandi op, nægilega stórt til þess, að bíll kæmist niður um það. Hjólin víiru til hálfs frarn ,af brúninni. Hefðu þau ekið nokkrum þumiungum lengra, hefðu þau hrapað niður í hyldýpið. — Farðu gætilega út. Júlían var náfölur. Ég held ég hætti á að bakka. Billinn skalf við, en hökti svo aftur á bak frá opinu. Hann steig út til hennar i rigninguna með vasaljós í hendi. Hann lýsti niður í svelginn, en það var sem myrkrið gleypti geislann, og þegar hann fleygði steini niður, liðu margar sekúndur, þangað til hann skall í vatnið. — Ég kanast við þetta, sagði hann, og röddin var ekki ýkjastyrk. Það eru gömul námugöng, sem eru um það bil mílufjórðungur á dýpt. Þau hafa verið notuð fyrir nokkurs konar sorpgeymslu FORSAGA 22 VIKAM

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.