Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 10
Draumspakur maður ræður drauma fyrir
lesendur Vikunnar.
i
Kœri draumráðandi.
Mig dreymdi að ég væri á gangi með manni
á gðtu. Állt í einu missti ég giftingarhringinn
minn fram af fingrinum út í læk. Varð ég mjög
leið yfir þessu, þvl ég hafði einhverntíma heyrt
að það væri ógæfumerki að tapa giftingarhring.
Bað ég þess vegna manninn, sem var með mér
að hjálpa >mér að leita að honum. Fannst mér
við þurfa að kilfra yfir grindverk til þess að
komast niður i lækinn.. Þegar ég beygði mig
niður yfir grindverkið og horfði niður i iæk-
inn, sá ég hvar glitti á hringinn. Klifruðum við
yfir grindj'erkið og niður að læknum og fannst
mér maðjurnn, sem var með mér ná i hringinn
en missji hann aftur út i mold, sem var þarna
við lækinn. Leituðum við því bæði þarna i mold-
inni en" fundum ekki hringinn en i stað hans
fann ég silfurhring og setti ég hann upp á hend-
ina í stað hins. — Með fyrirfram þakklæti,
Stína.
Svar til Stínu.
Frægur er sá draumur Auðar hinnar
Djúpúðgu, er hana dreymdi draum þann á
unga aldri, sem varpaði tjósi á alla ævi henn-
ar og jráðinn var af forvitrum manni. Einn
þáttur’ draumsins var að henni þótti hún
missa hring f læk og var sá þáttur ráðinn á
þá leið að hún mundi missa þann mann sinn
í læk drukknaðan. Draumur sá er hinn mark-
verðasti hvað merkingu hringa í draumi á-
hrærir. Að finna silfurhring í draumi er tákn
um nýján elskhuga og er sá vel fjáður.
Kæri draumráðandi.
Ég er ógift en á eina dóttur ársgamla og um
daginn dreymdi mig að hún hafði gullhring
á hendi. Ég fór að skoða þetta nánar og sá
þá að hringurinn var allt of stór. Ég tók þá
hringiun, sem mér fannst þá stækka töiuvert
og verða mjög breiður og fallegur. Ég leit
innan f hann og sá að þar stóð með upp-
hleypturh óg mjög fallegu ietri „Hjartans ham-
ingjuósk“ og öðru megin við þetta letur var
fallegt gullarmbandsúr en hinu megin var stórt
ilmvatnsglas með bláleitu ilmvatni. Þar með
var draumurinn búinn, langar mig að vita
fyrir hverju þetta er. Ein forvitin.
Svar til Einnar Forvitinnar.
Eins og tákn draumsins birtast verður ekki
annað séð en að litlu dóttur þinni berist
góð gjöf frá persónu sem þykir mjög vænt
um hana. Armband er í þessu sambandi tákn
um gjöf og hringurinn er tákn vináttunnar
eða tengsla. Þannig pð hér gæti verið um
föður ungu stúlkunnar að ræða eða einhvern
náskyldan.
Kæra Vika.
Mig langar að biðja draumráðningarmanninn
að ráða þennan draum fyrir mig. Draumurinn
er svona: Mér finnst vera að koma jól og það
sé hringt dyrabjöllunni. Finnst mér útlendingur
hringja henni og er hann með jólaskreyttan disk
um leið veit ég að ég á að fá hann. Svo tek ég
upp umslag sem fylgir og eru þá peningar í um-
slaginu og undirskriftin 179 eða 167. Þessar tölur
hafa eitthvað ruglast i huga mér en svona var
draumurinn og langar mig að fá ráðningu á
þessu. Með fyrirfram þökk. Gulla.
Svar til Gullu.
Draumurinn merkir að þér muni hlotn-
ast góðar gjafir á jólunum og að þú munir
fá góð tækifæri til að skemmta þór. Út-
lendingur f draumi er merki góðs. En jóla-
skreytti diakurinn hlýtur að benda til þess
að hór aé eitthvað tengt jólunum.
SÉRA ÁRELÍUS, prestur Lang-
holtssafnaðar í Reykjavik, er Breið-
firðingur að ætt og uppruna, sonur
Nielsar húsmanns i Flatey og Einöru
Ingileifar Jensínu Pétursdóttur, sjómanns i
Skemmu á Hellissandi. Fæddist séra Árelius
þar á eynni 7. september 1910 og þar sem
foreldrar hans hneigðust ekki til sambúðar,
hlaut hann uppeldi hjá fólki, sem var hon-
um fremur gott en vandbundið. Sleit hann
barnsskóm þar í sveitum, sem tímgazt hefur
svo dularfull menning, að uppruni liennar
hefur enginn fundizt og hún skýrð með þeirri
tilgátu sennilegastri, að fólkið andi henni
að sér með ilman jurta: blóðbergs, reyrgres-
is og fjalldrapa.
Rosknar konur að vestan segja þannig frá
bernsku séra Árelíusar, að aldrei muni hafa
livarflað að honum neinn efi um að sann-
leikurinn væri höfuðdyggð, hjálpfýsin mann-
legt eðli og gjafmildin sjálfsögð- Hafi tæp-
ast nokkur unglingur í þéim byggðarlögum
tileinkað sér af meiri innileik heilræði
Hallgrims Péturssonar.
Að þeim upplýsingum fengnum verður það
fyrst undrunarefna úr lifi séra Áreliusar, að
slikur ráðleysingi skyldi komast lífs frá
Flatey til meginlandsins, svo krökan sjó
blindskerjum. Mun hann snemma hafa öðl-
azt hylli forsjónarinnar, og er það blöskrun
kaldhæðnum, hversu mjó eru þau sund, er
fleyta má skipi fáráðs manns í drottins nafni.
Um fermingu stóð ÁreÞus Níelsson á mót-
um þeirra tveggja vega, sem liggja, annar
til nokkurra mennta, hinn til ófarnaðar við-
kvæmri sál. Forsjónin hagaði þvi svo að
hann settist l Iíennaraskóla íslands og lauk
þaðan prófi með fyrstu ágætiseinkunn árið
1932. Gerðist hann farkennari í Múlasveit
árið eftir og næstu fjögur árin var hann
barnakennari i Stykkishólmi.
FLÆÐARSAGA ÚR HÓLMINUM.
ÚR HÓLMINUM spyrja menn það um
Árelíus barnakennara, að hann hafi reynzt
unglingum ágætur fræðari. Gladdist hann
með nemendum sinum, kenndi þeim söngva
og dansa, negldi saman um þá hugljúfar
stökur. Frá því er einnig sagt hversu Árellus
kunni að hryggjast með nemendum sinum.
Bekkjarbræður, tíu ára, höfðu verið að
leik i fjöru. Bar þá að þar sem stokkandar-
steggur sat í flæðarmáli og köstuðu að hon-
um steinum, en það er árátta stráka er þeir
sjá litskrúðugan fugl. Tókst nú svo illa til
að þeir slysuðu hinn fjaðurprúða stegg sjálf-
um sér til mikillar undrunar og hryggðar,
og byrjar það snemma að menn finna á
stundum blandna gleði i þvi marki er þeir
hæfa til af mestri ákefðinni.
Tóku drengirnir bráð sina döprum huga,
færðu i nálægan kálgarð, tóku þar gröf,
sungu fögur vers og táruðust yfir fuglinum',
helvini sínum.
Svo harmþrungnir voru þeir, að það var
ekki fyrr en að grænhöfða jarðsettum að
þeir veittu þvi athygli að nýr drengur hafði
bætzt í hópinn. Hafði Árelfus kennari staðið
að baki þeim meðan athöfnin fór fram og
var engu þurrari á kinn en nemendur hans
kornungir. Siðan leiddust þeir burtu frá
grafreitnum og er það furðulegt hversu
margar drengjahendur geta komizt i nettan
lófa vingjarnlegs kenriara.
í útjaðri þorpsins skildi leiðir kennara og
lærisveina. Hann gekk heim í stofu sina
þrönga að dásama iðrunarfulla mýkt manns-
hjartans, — þeir ofan í fjöruna að leita s£r
að nýjum fugli til að syrgja.
Árelíus átti vinsældum að fagna meðal
æskulýðs í Stykkishólmi, og þykir gömlum
nemendum hans mjög leitt ef þeir heyra
kuldalega að honuin vikið. Þó var það enn
hans gæfa, að hann skyldi fremur verja
tima sinum til lesturs undir stúdentspróf en
sitja á kvöldhjali við staðarmenn. Tók hann
stúdentsprófið utanskóla 27 ára gamall og
kvaddi þá Stykkishólm-
SÉRA ÁRELfUS mun hafa lesið guðfraðlna
af miklu kappi, var enda þremur árum siðar
orðinn prestur i Hálsprestakalli. Árið 1941
var honum veitt Staðarprestakall á Reykja-
nesi og næsta ár fékk hann svo Stokkseyrar-
prestakall, sem hann gegndi, unz hann var
kjörinn prestur til Langholtssóknar i Reykja-
vik. Mun hann hafa hreppt þar eitt af feitustu
brauðum á íslandi.
IÍALIN TRÚ.
VIÐ BER á haustum á sunnanverðu land-
inu, að þangað berast með vindum útlendir
fuglar og jafnvel leðurblökur frá heitum lönd-
um og eru þau dýr öll feig, komin á svo
kaldan stað yfir hafið.
Miklu lengra þó, yfir höf tímans og á napr-
ara land, er komin sú trú, er Pétur fiskimaður
og kumpánar hans ellefu vermdu sér í barmi
fyrir 19 öldum. Þessa trú ræktu postularnir
af slíkri kostgæfni, að eyðimörkin við Mið-
jarðarhafsbotn, þar sem framdir hafa verið
einna flestir glæpir á jaríriki, er enn í hugs-
unarleysi tyllidaga kölluð Landið helga. Og
slík var þeirra gæzka, að réttirnir tveir, sem
þeir deildu með sér úr léttum mal, verða
tæpast nefndir svo i samhcngi að ekki hljómi
guðdómlega — vín og brauð.
Mun eigi ]iá tólfmenninga hafa grunað
hvers konar fögnuður það yrði, sem umboðs-
menn þeirra myndu nokkrum öldum siðar
nefna eftir máltíð þeirra, né heldur með
hvaða atferli þeir myndu skipta með sér
brauðum.
Eru það tíðum aðrir eiginleikar en þeir, er
til dyggða teljast, sem ráða úrslitum í prests-
kosningum, og verður það því torskýrt Ijósum
orðum, hvað því olli að séra Árelíus Níelsson,
ættlaus kennslu- og furðuklerkur vestan úr
töngum hlaut hið feita brauð. Má þó nokkr-
um getum að því leiða:
Langholtið, þar sem nú er sókn séra Áreli-
usar, var þá fyrir skömmu tekið að byggjast
fiskimönnum og moldarverkakörlum utan af
landi, álíka þeim, sem ólu hann upp við
Breiðafjörð, ferjuðu hann yfir stranga ála
og fannst hann góður piltur forðum. Þá
höfðu og hlotið kosningarrétt i sókninni börn,
sem hann kenndi í Stykkishólmi, að vísu ekki
býsna mörg, en þeim mun ósparari á lofs-
yrði um fornvin sinn Árelius. Hafði hann að
vestan það vegarnesti að vera hinn Ijúfasti
maður. Sóknarbörn hans á Stokkseyri báru
að hann væri dýrlingi líkastur og reryndist
hér enn svo, að almúgafólk á íslandi launar
ekki dyggðina með vanþakklæti.
Víkur nú að þvi, hversu séra Árelíus Niels-
syni hefur haldizt á þessum nafnbótum i
Reykjavík.
TJÚTT OG ROKK.
AFBURÐAMANN’INUM er sú kvöl verst að
vera frábrugðinn öðrum, enda gjarnan lagt
það til lasts, sem gerir hann ágætan. Á hann
það tiðum undir hollvinastyrk miklu fremur
en eigin atgjörvi, hvort gáfur hans fá notið
sin, eða hvort hann hlítir því kjöri lýðsins, að
hann gerist heldur sveitarfífl og ómerkingur.
Hefur þuð verið gæfa séra Árelíusar að eiga
vini marga.
Sumt af því, sem gerir séra Árelíus frá-
brugðinn stéttarbræðrum sinum og ýmsum
þeirra fremri, er óneitanlega þess háttar, að
ekki þarf að elta það lengi undir tungurótum,
til að hægt sé að brosa að þvi: barnslegt hrif-
næmi lians, piltungsleg ávörp, ungsveinsleg-
ur gáski i dansi, er honum þykir beztur allra
skemmtana, með tjútt og rokk, blaðagrein um
Iðunnarskó með gylltri spennu, er sómi sér
jafnvel fyrir altari og á dansgólfi, trúar-
legur texti við dægurlag, — nokkurs konar
englavals, og margt fleira slíkt, — allt sprottið
úr hjarta, sem hlýtur að verða barnslega ó-
spillt meðan það slær, af þvi að það fram-
leiðir sjálft móteitrið gegn þeim rotsýklum,
sem hcita lífsreynsla og veraldarvizka.
Athugull veizíuseti i höfuðstaðnum hefur
komizt að þeirri nlðurstöðu, að af öllum
menntastéttum þessa lands muni Reykjavík-
urprestum vera hvað ógjarnast að bera gróm-
laust lof hver á annan 1 heyraada hljóði. Hafi
lO MKMt