Vikan


Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 29

Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 29
Hárið 1961 Framhald af bls. 16. Ekki verður sagt, að einhver sér- stakur tízkulitur sé á hári í ár, allir fallegir litir njóta jafnréttis. Og nú þarf engin kona lengur að vera með ljótt hár, þið getið gengið i næstu búð og keypt ýkkur hvaða lit af liárskoli og litum, sem þið viljið. Við viljum sérstaklega inæla með Poly Colour fyrir ungar stúlkur, en hann er hægt að setja i sig bæði með og án festingar. En takið eftir þvi, að konur eða stúlkur með fallegt hár eiga alls ekki og mega ekki lita sig. Þetta á eingöngu við um þær, sem eru með skollitað hár eða einhvern mjög óákveðinn lit. Og þá er bezt að fá sér lit sein likastan háralitnum, en mun þó sldra hann. Allar tegundir af brúnum eru t. d. góðar fyrir skolhærðar stúlkur. En okkur finnst það vafasamt fyrirtæki að ætla að lita svart hár rautt o. s. frv. Gætið þess vel, að liturinn eigi við liúðarlit og augu, annars verðið þið vægast sagt hræðilegar. Sem sagt: Það er sjálfsagt að lita sig nú á dögum, en enn sjálfsagðara er að gera það rétt og vel. Gætið þess að setja nógu lítið fyrst í stað og smáauka það, ef þið ætlið að auka það á annað borð. Varið ykkur á því — og þá sérstaklega þær skol- hærðu — að nota þetta þurra hár- þvottaefni ,sem nú er á markaðinum. Skolhærð stúlka, sem notar þetta efni nokkurn tíma, fær bókstaflega öskugrátt hár, fyrir utan það, að hárið verður stíft og óþjált og eðli- Iegur gljái hverfur. Þetta kann að virðast freistandi, þegar hárið er svo feitt, að ekki er hægt að greiða það, en það svarar ekki kostnaði til lengdar. Og þá komum við að hárþvottin- um, þessu eilífa vandamáli, en þar er bezt að ganga hinn gullna með- alveg, — ekki of oft og ekki of sjald- an. Við viljum halda þvi fram, að það sé alger dauðadómur að þvo hárið oftar en einu sinni í viku. Þið verðið að taka tillit til þess, að þið getið ekki, jiegar þið verðið gamlar, fest á ykkur fléttur, eins og ömmur ykkar gerðu. Og þið hafið cflaust flestar orðið varar við það, að þvi oftar sem þið þvoið ykkur, þvi fljótara er hárið að fitna. Nauðsynlegt er að skipta um shampoo á að minnsta kosti þriggja mánaða fresti. Þar með er ekki sagt, að þið þurfið alltaf að fá nýj- ar tegundir. Tvær eru feikinóg, en þær verða að skiptast á. Hár verður alltaf ljótt, ef það er þvegið til lengdar úr sama shampoo. Blandið aldrei mörgum shampooum sam- an, það verður undantekningarlaust leiðinleg útkoma, likt og þegar á að blanda ýmsum púðurtegundum sam- an, þá kemur út leiðinlegur, grár litur. Mikið atriði er að þvo hárið vel. Illa þvegið hár er ljótara en óhreint hár. Fyrst skolið þið hárið vel og hreinsið lauslega með shampoo og nuddið hársvðrðinn vel og vandlega. Við það verða bæði húðin, hárið og augun fallegri. Síðast skolið þið vel og vandlega. Sápa má engin verða eftir i hár- inu. Mjög gott er að nota bursta til að greiða ú rhárinu, fyrst eftir að tekið er úr því. En plastburstar eru ekki mjög hentugir, betra er að nota nælon-bursta með stinnum hárum. Við viljum ekki mæla með neinni ofsalegri burstun, aðeins með þvi að nota bursta í staðinn fyrir greiðu. Þið athugið, að margar plast- og nælon-greiður fita hárið mikið, og bezt fer á þvi að greiða sér ekki í tima og ótíma, ef þið viljið halda hárinu þurru. Um leið og hárið er þvegið, á að þvo greiður og bursta mjög vandlega, — engar undantekn- ingar. í sambandi við hárþvott ætla ég að loluim að minnast á liað, hvaða tegund af shampoo ]iið eigið að nota, það er að segja fyrir þurrt liár, feitt hár eða venjulegt. Flestar kon- ur liafa einhverja af þessum hár- gerðum, og sést það, þegar konan er nýbúin að þvo sér, — ekki þegar hárið er ólireint. Kona nokkur hafði mjög þurrt og gróft hár, sem var orðið feitt h. u. b. þremur dögum eftir, að hún þvoði það. Af þeim sökum keypti hún alltaf shampoo fyrir feitt hár, og ekkert dugði, sem eðlilegt var, þvi að kona þessi var með þurrt hár og átti þess vegna að kaupa shampoo fyrir þurrt hár. Þar kom, að liún breytti til, og tók það þá eðlilegan tíma fyrir hár hennar að fitna, fyrir utan það, livað liárið varð miklu fallegra. Sem sagt, shampoo fyrir þurrt liár fitar ekki hárið, shampoo fyrir feitt hár þurrkar ekki hárið, og venjulegt shampoo gerir auðvitað hvorugt, hver tegund gerir aðeins það, sem hægt er fyrir hárið. Að lokum ætla ég að gefa ykkur nokkur ráð. Farið undantekningar- laust til hárgreiðslukonu, og látið klippa ykkur og laga, ef þið eruð óánægðar með hárið. Verið ekki að basla við að klippa ykkur s,iálfar. Og munið, að þið eruð aldrei of gamlar til að láta laga á ykkur hár- ið. Ef þið fáið ykkur permanent, þá munið að biðja um litið. Nú má fá mikið eða litið eftir vild. Ef þið notið Poly Colour eða einhvern lit, þá gætið þess, að það sé ekkert af honum i hárinu, þegár þið fáið ykk- ur permanent. Og að síðustu: Það er ómaksins vert að láta laga á sér hárið, því að hvað finar sem þið eruð og hvernig sem þið eruð málaðar, er- uð þið cins og druslur, ef hárið er illa hirt. ★ Lausn af bls. 24 1. Mænirinn á sirkustjaldinu kemur í boga. 2. Slifsishnútur hins unga manns er ekki hertur. 3. Unga stúlkan á hestinum 5 hring- ekjunni hefur báða fætur á sömu hlið hestsins. 4. Það er kominn einn svartur fer- kantur í viðbót á spegla hringekj- unnar. 5. Hesturinn lengst til hægri á hringekjunni hefur breytzt í zebrahest. 6. Það eru komin uppslög á ermar ljósmyndarans. 7. Teiknaði maðurinn á spjaldinu hefur aukabrot I buxunum. HLÚSBURINN Lrekjarteig 2 Höfum opnað nýtt veitingahús ÞAR BÝÐUR YÐAR FULLKOMIN Þ.JÓNUSTA OG ÞÆGINDI. Austurlen^bur Bur Italskur Bar Cocktail Lounge sérkennileí; HÚSAKYNNI FAGURT OTSÝNI BORÐIÐ í Klúbbnum Japönsk kaffistofa. Klúbburinn leigir út veizlusali fyrir 10—50 MANNS. Látið Hlúbbinii annast allar veizlur fyrir yður. Fullkomin og örugg þjónusta. Klúbburinn er opinn fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga í hádegi og um kvöldið. VERIÐ ÖLL VELKOMIN Í - klúbbinn - Arinn í setustofunni. NJÓTIÐ KALDA BORÐSINS í Klúbbnum SEM ER FRAM- REITT ALLA DAGA SEM OPIÐ ER. VtKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.