Vikan


Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 34

Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 34
SAMEINAÐA GUFUSKIPAFELAGIÐ ÁÆTLUN um ferðir milli Reykjavíkur, Færeyja og Kaupmannahafnar 1961. Vetrarferðir janúar — maí 1961 Vöruflutningaskip Frá Kaupmannahöfn .. 12. janúar 1. febrúar 23. febr. 15. marz 7. aprll 27. aprll 18. maí Frá Reykjavik .......23. janúar 13.febrúar 6. marz 27. marz 18. april 8 mai 30. mai Sumarferðir júní — ágúst 1961 m. s. Dronning Alexandrine Frá Kaupmannahöfn .. 9. júní 23. júní 7. júlí 21. júlí 4. ágúst 18. ágúst Frá Reykjavík . 16. júní 30. júní 14. júlí 28. júlí 11. ágúst 25. ágúst Vetrarferðir september — desember 1961Vöruflutningaskip Frá Kaupmannahöfn .. 7. september 27. september 19. október 8. nóvember 1. desember Frá Reykjavik .......18. september 9. október 30. október 20. nóvember 12. desember Skipin hafa viðkomu í Færeyjum í báðum leiðum. Skipaafgrreiðsla Jes Zimsen reykjavík — sími 13025. Saupsáttur við heiminn Framh. af bls. 8. sagði ég honum upp alla söguna, þvi að ég þóttist laus allra mála, þvi að hnífinn fékk ég ekki. Ég sá, að Árna brá nokkuð, en reyndi að leyna því. Svo hló hann kuldalega: — Svo mæla börn, sem vilja, sagði hann. — Og þú ætlaðir með honum, ef hausinn hefði verið óétinn? — Já, sagði ég. — Annars hefði hann bara farið einn. Og ég hefði kannski getað komið hausrium undan. Árni stundi þungan. — Og þú heldur þá líka, að lambið hafi verið stolið? Nú hafði ég farið þokkalega að ráði mínu. Eiginlega hafði ég alls ekki haldið, að lambið væri stolið, en þetta hafði einhvern veginn hrokk- ið upp úr mér. Ég stóö Þarna eins og barinn rakki og kom ekki upp neinu orði. Að lokum fór ég að há- grenja. Árni gekk þegjandi burtu. — Andskotans Ihaldssemin I þér, drengur. Séiðu eftir þessum dropa — eða hvað? — Ég ætlaði nú ekki að blindfylla þig, að minnsta kosti ekki ganga af þér dauðum. — Dauðum? Svei! Af þessu gutli. Nei, þú heíðir átt að smakka gamla kornbrennivinið. Það var svo sterkt, að það hneig varla úr flöskunni. — Þú meinar þetta i þriggja pela flöskunum, sem tóku pott? Karlinn lézt ekki skilja skensið. — Já, einmitt í þeim! Hann teygði sig, náði flöskunni og skildi eftir lögg. Næst var nefdráttur, margar snýt- ur og síðan löng þögn. Karlskratt- inn naut þess að gera mig óþolin- móðan. Loksins hélt hann áfram. — Eftir þetta yrti Árni ekki á mig, nema nauðsyn krefði. En nógan mat fékk ég, og ekki ofbauð hann mér með vinnu. Fjárheimtur voru slæmar þetta haust. Það var farið í eftirleitir, og Árni fór í þær eins og aðrir bænd- ur. Hann vnntaði nokkur iömb. Þegar hann kom heim, sá ég, að honum var brugð.O. Hann vildi ekki mat, en fór þegar i rúmið. Hann lá í þrjá daga og neytti ekki annars en sýrubiöndu. Seinna frétti ég, hvað hafði gerzt. Bjössi á Vaði, sem vantaði margt af fjalli, hafði verið að dylgja um það í réttunum, þéttfullur að vanda, að það væru hæg heimatökin á Heiði og réttast væri að hætta leitum uppi um fjöll og firnindi, en heimsækja held- ur Árna bónda. Sá mundi nú vist ekki þurfa að svelta i vetur. Þegar hér var komið sögu, vatt Árni sér að honum, þreif pyttluna og greiddi honum svo vænt höfuðhögg með henni, að Bjössi lyppaðist niður og stóð ekki upp næsta hálftimann, — skundaði því næst til hests sins, sló i og reið í loítinu heim og skeytti ekki um þetta eina lamb, sem hann átti í réttunum. Ekki stefndi Bjössi Árna fyrir höf- uðhöggið, enda gagnsök nokkur. Liðu svo nokkrir dagar. Þá var það morgun einn, að ég kom út úr bænum og sá, hvar þrir menn komu riðandi neðan grundir og stefndu í hlað. Rauk ég út I fjárhús til Árna, sem var að gefa morgun- gjöfina, og segi gestkomuna og það með, að mér sýndist hreppstjórinn ríða fyrir. Bóndi snaraðist út og mætti komumönnum í hlaðvarpanum. Var þar kominn hreppstjóri og tveir bændur aðrir neðan úr sveit. Fátt varð um kveðjur. Stigu komumenn þegar af baki, og gekk hreppstjóri að Árna og sagði eitthvað, sem ég heyrði ekki, hvað var, því að ég þorði ekki að koma nærri. Árni rauk þegar upp eins og naðra og hellti svo hræðilegum bölbænum yfir hreppstjórann, að ég átti hálft í hvoru von á því, að bærinn sykki eins og kirkjan í Hruna forðum. Snöruðust þá fylgdarmenn hrepp- stjóra að honum og bjuggust til að leggja hendur á hann. Hopaði Árni þá á hæli og hreytti út úr sér: — Farið þá ykkar fram. En fyrst veraldleg yfirvöld unna mér ekki réttlætis, þá stefni ég ykkur öllum fyrir guðs dóm fyrir þetta innbrot. Hann skalf og nötraði eins og strá í vindi og hné niður á hestasteininn. Hreppstjóri snaraðist nú inn i bað- stofuna og annar bændanna með hon- um, en hinn varð eftir úti hjá Árna. Var hann allvandræðalegur, stiklaði lengi og tvísté þegjandi, en sagði loks: — Þú skilur það, Arni minn, að ég kem hér aðeins sem dómkvaddur leitarmaður, eu ber enga ábyrgð á þessarl aðför ... Lengra komst hann ekki, því að Árni greip frammí fyrir honum: — O, — farðu í sótsvart helvíti og kvalirnar. Lengra komst hann ekki. Leitarmönnunum dvaldist lengi inni. Loks komu þeir út í dagsbirtuna með nokkra sviðahausa i poka. Þeir skoðuðu mörkin vandlega. — Hamar- skorið og gagnbitið, hamarskorið og gagnbitað ... Árni horfði á þá með fyrirlitningu, en hafðist ekki að. Næst fóru leitarmenn í gömlu bað- stofuna. Síðan í fjárliúsið, Þá í hey- stabbann og loks í tóftarbrot utan túns. Að lokum ráfuðu þeir nokkuð um túnið og meðfram túngarðinum. Það var farið að skyggja, þegar þeir hættu loks leitinni. Þeir voru ekkert upplitsdjarfir, þegar þeir komu í hlaðið aftur. Hreppstjórinn tautaði nú eitthvað um, að ekkert hefði fundizt, sem benti til sektar, en hann yrði Þó að benda Árna á það, að hann lægi enn undir grun. Árni anzaði þessu engu. Leitar- menn stigu nú á bak. Þá snaraðist Árni í baðstofuna, þreif svipu undan sperru, snaraðist út aftur að hesti hreppstjóra og sló duglega í. Hesturinn tók viðbragð svo snöggt, að hreppstjóri snaraðist af baki. Gat hann með naumindum losað sig úr ístöðunum. Jós hann nú bölbænum yfir Árna, sem glotti bara kuldalega og sagði: — Fall er fararheill. Skildi svo með þeim. Þegar leitarmenn voru farnir, settist Árni aftur á hestasteininn. Hann fól andlitið í höndum sér. Herðarnar hristust af ofsalegum ekka. Ég stóð þarna eins og illa gerður hlutur og þorði hvorki að vera né fara. Loks leit Árni upp. Mér hnykkti við. Það voru ekki tár i augum hans. Mér er eiður sær. Af hvörmunum hrökk haglél. Ég er nú kominn um áttrætt, en átakanlegri sjón hef ég aldrei séð. Hana, gefðu mér dropa. Jæja, við fengum ekki fleiri heim- sóknir um haustið. Allt gekk sinn vanagang, nema Árni var kannski ennþá þögulli. Hann talaði helzt um ærnar. Við sátum nú inni og unnum úr ullinni. spunnum og prjónuðum. Við prjónuöum i innleggið hjá kaup- mannlnum, elns og gert var á öðrum bæjum. En Árni bóndi lét Þó sitja fyrir að prjóna plögg og vettlinga á mig. Og hann lét mig stauta í Nýja testamentinu. Það var eina bókin, sem til var á bænum. Hann sá íyrir velferð minni, jafnt andlegri og líkamlegri. Á jólaföstunni fór Árni í kaupstað- inn með innleggið. Hann bauð mér að fara niður i sveit á meðan. En ég afþakkaði boðið. Einhvern veginn hafði ég hugboð um, að hann kysi helzt, að ég færi hvergi. Hann kom aftur eftir tvo daga. Það mundi víst engum blöskra út- tektin hans núna, o-ekkí, enda var innleggið ekki burðugt. En maður var nú ekki vanur miklu í þá daga, drengur minn. Ég man það, eins og það hefði gerzt í gær, þegar hann var að tína upp úr skjóðunum. Ég tel ekki með brýnustu nauðsynjar. eins og snæri, nagla og þess háttar. En þarna kom kaffi, kandís, bygg- grjón, siróp, rúsínur, kerti (við átt- — Það er víst eitthvert ólag á elds- neytinu í fyrsta þrepinu. — Þetta er reglulega strákslegur strákur. Hvað heitir hann? — Elísabet 34 víkan

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.