Vikan


Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 32

Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 32
veginn að kalla til þín viðvörunar- orS, þegar þér var hrint niður. — Þetta er i annað skipti, sem þú bjargar lífi mínu, sagði Carna Íógt. — Þú mátt ekki yfirgefa mig, ;Stefan. Hann iiggur þarna undir •glugganum í lierbergi Armidu. ;Stefan leit spyrjandi á hana. — Það er Barthold, maðurinn minn. Hún hefur stungið hann til bana með rýtingi. — (iuð sé oss næstur, þú ert búin að fá sjónina, sagði von Deckerth og horfði i bláu augun hennar, sem voru full af tárum. — Vertu róleg, elskan min, ég fer ekki frá þér. Carna svaraði ekki.. Það var liðið yfir hana. Stefan von Deckerth varð um kyrrt á Bergenhaus og sá um það, sem gera þurfti. Armida, sem var orðin brjáluð, var send á geðveikra— hæli, og Barthold barón var jarð- settur með viðhöfn. Hið eina, sem var gert uppskátt, var, að baróninn hefði verið í tygjum við lagsmey barónsfrúarinnar og hún hefði drep- ið hann, þegar hann kærði sig ekki um hana lengur. Vitstola af afbrýði- semi hafði hún gert tilraun til að myrða barónsfrúna, en von Deck- erth höfuðsmanni, sem var gest- komandi í höllinni, tókst að bjarga henni. Seinna fréttist það, öllum til mikillar ánægju, að hin vinsæla ibarónsfrú hafði fengið sjónina aftur. Það var kaldur, bjartur oklóbcr- •dagur. Carna sat við arininn í bóka- safninu, þegar þjónninn tilkynnti, að von Deckerth höfuðsmaður væri kominn. Höfuðsmaðurinn gekk inn, og Carna reis á fætur og fleygði sér i útbreiddan faðm hans. — Hefur yðar hátign saknað min ofurlitið síðan siðast? hvíslaði hann. — Já, meira en litið, ég var farin að lialda, að þú fengir aldrei orlof framar, sagði Carna. Hann þrýsti henni að sér Og kyssti hana heitt og innilega. — Þetta orlof verður ekki lengra <en það siðasta, bara þangað til snemma i fyrramálið. Þú veitir mér vonandi húsaskjól. — Þér komið mér í vanda, herra 32 HUCAM minn, sagði Carna og leit niður fyr- ir sig, svo að löng bráhárin struk- ust við kinnarnar. Emma, hin trygga þjónustustúlka, opnaði vængjahurðina á borðsalnum. Þau stóðu í faðmlögum við arininn og urðu hennar ekki vör. — Það verður gaman, þegar þess- um haustæfingum riddaraliðsins er lokið og höfuðsmaðurinn getur ver- ið um kyrrt heima hjá sér. — Kvöldverðurinn er tilbúinn, sagði hún og brýndi raustina. Stefan og Carna hrukku við. Þau leiddust hlæjandi inn i borðsalinn. — Þau eru alveg eins og þau væru nýtrúlofuð, og þó hafa þau verið gift i meira en þrjú ár, sagði Emma hrifin. Mér leiðist skítur Framh. af bls. 18. ekkert málverk til að borga af. Ég hef keypt öll þessi málverk sjálf og það hefur viljað svo heppilega til að Þórbergur hefur verið ánægður með þau öll. Málverk og bækur eru mitt lífsinnihald og frá því að ég var lítil hafa bækur verið mér ómissandi. •.— Hvað lesið þér einna helzt? — Allt sem ég næ i, en ég er móti atómskáldum, og ég held, að þau hljóti að dala. Þetta eru ekki eins og kvæði þessi atómskáldskapur, heldur eins og myndir og svona óljóðrænn skáld- skapur festist ekki í huga fólksins. Já og svo var það eitt sem ég sá í þessari húsleit, ég ætti nú kannski ekki að minnast á það, en það var hvað heimili hér eru yfirleitt ljót og ósmekkleg. Litaval er yfirleitt hræði- legt og ég man eftir einni stofu sem ág kom í og á voru fjórtán litir, hvorki meira né minna, meðtaldir litir á gólflistum og loftlistum og alls kon- ar skrauti. Svo eru ibúðirnar yfir- hlaðnar af drasli, sem á að vera fínt, silki og þannig löguðu, og það liggur svo mikið á að hlaða þessu upp, að öll smekkvísi gleymist. Þar fyrir utan sáust hvergi nokkurs staðar bækur, utan á þremur heimilum, og ég spurði nú bara sjálía mig: Hvar eru bækurn- ar? Hvar #ru allar bækurnar sem gefnar eru út hér, því að ísland gefur meira út af bókum en önnur lönd miðað við fólksfjölda. Kannski þær séu á hafsbotni, ég veit það ekki, en þær sáust að minnsta kosti ekki. Eins var með málverk, ef þau var að finna, voru þau því ómerkilegri. Já, það veit guð, að ég var oft fegin að koma heim. — Þið ferðizt mikið hjónin, er það ekki? — Jú, og höfum mikla ánægju af þvi, því að ég tel að við kunnum að ferðast. Það er nefnilega ekki nóg að setjast einhvers staðar inn og drekka sig fullan og eyða peningum, koma svo heim og segjast hafa verið þarna og þarna og hafa skemmt sér prýði- lega. Þetta er ekki að ferðast, það verður að sjá allt sem vert er að sjá og læra af því og þroskast. Mikill munur er að sjá, hvernig gengið er frá húsum erlendis og um- hverfi þeirra. Hér gera þeir hvorki götur né gangstéttir um leið og byggt er, eins og það ætti að vera sjálfsagt. Mér finnst hreint og beint ókúlti- verað að bjóða fólki upp á svona lag- að. Það er sagt að ekki séu efni á að gera þetta um leið, en Það hefur verið rannskað af sérfróðum manni, að slit í bíldekkjum í þessum ófærum, muni ná upp i þann kosnað að leggja göt- urnar. Þar fyrir utan er ekki hægt að ætlast til þess að fólk vaði drulluna upp í ökla Ég má að minnsta kosti þakka fyrir það að ég bý í einu kulti- veraðasta hverfi bæjarins. Annars býst ég við að of seint að bæta úr þessu öllu saman, því að hús þessi eru það sterklega byggð, að þau verða að standa næstu áratugina. Það er ekki eins og þetta séu spilaborgir, sem hægt er að blása um koll, og ég verð bara að segja það, að endingu, að ég varð reynslunni ríkari eftir þetta allt saman. Hús og húsbúnaður Framh. af bls. 14. svo fór hann á verkstæði til kunn- ingja síns, Nikulásar Halldórssonar trésmiðs, og fékk þar aðstöðu til smíðanna og verkfæri. — Þetta var óskaplega erfitt, sagði Riba. — Ég hugsaði og hugsaði, þar til hárin byrjuðu að detta af höfðinu á mér, og endrum og eins fór ég til Nikulásar og spurði hann, hvort þetta væri rétt hjá mér, og hann sagði mér, ef ég gerði rangt. — í stofunni hjá Riba voru þrír armstólar, sem hann hafði smíðað, sömuleiðis borðstofuskápur, harð- viðarklæðning, teborð, borðlampi og einkar frumleg umgjörð utan um loftljósið í stofunni. Það er eigin- lega ekki hægt að kalla það ljósa- krónu; það er grind úr harðviði og, vafið snæri til hliðanna, en matt- gler að neðan. Eldhúsinnréttingin- virtist litið eitt frábrugðin öðrum slíkum, sem gerðar eru á verk- stæðum, en hún var vel unnin og hagkvæm. Ekki sagðist Riba eiga nein áhöld til smlða og lítið fást við þá iðju, nema nauðsyn bæri til. Þá fer hann á verkstæðið til Nikulásar, eftir að hafa teiknað hlutinn og „hugsað og hugsað“. Það má vera, að menn séu ekki almennt eins liandlagnir og José Riba, en það er lika talsverður mun- ur á þvl að smíða hina einföldustu hluti til heimilisins eða svo að segja hvað, sem fyrir kemur. Hins vegar geta einfaldir og auðgerðir munir brcytt miklu, og sá þokki, sem stafar af hlutunum i kringum okkur, er ekki alltaf i réttu hlutfalli við verð þeirra. ý(

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.