Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 16
BANDARÍSKI TÍZKUKOLLURINN. Stórar
rúllur í toppinn og hliðarnar til að skapa
fyllingu, spennur aftast og í hliðarhár.
KISUKOLLURINN. Greiðslan er gerð svona
mjúk með því að vefja „tissue“ um lokkana,
þegar sett er í. Mjúka ýfingin aftast á koll-
inum stafar af því, að greitt er aftan frá
og upp. Þessi ýfing gefur of kringluleitu eða
of ferköntuðu andliti mikið jafnvægi.
« Hárið 1961 »
Nú á hárið að Vera stutt, en samt alls ekki
drengjakollur. Krullur eru algjörlega úr sög-
unni og sömuleiðis „túberingar“ að miklu
leyti. Samt á að setja í hárið, en þannig, að
hárið virðist slétt á eftir eða með mjúkum bylgj-
um. Gardínugreiðslan er farin veg allrar ver-
aldar, og nú er liver einasta kona með hálftopp,
greiddan eftir vild, en oftast út í aðra hliðina.
Hárið kemur hvorki út né inn í hliðunum, held-
ur er það greitt fram í lokka og þá oftast einn
lokk í hvorri hlið. Hárgreiðslan er því mjög
svipuð þvi, sem hún var um 1920, — slétt, stutt
hár, greitt fram í veiðilokka. Rétt er að taka
það fram, að ekki er nóg að klippa sig stutt,
setja spennur í hliðarnar og fara að sofa. Nei,
ekki aldeilis, það kostar mikla fyrirhöfn og
góða klippingu að gera hárið svo slétt og á-
ferðarfallegt sem tízkan krefst. Og rúllurnar
eru ekki horfnar af sjónarsviðinu, þið gerið
svo vel og setjið í allt hárið, en þannig, að það
virðist slétt. Já, hvernig á að fara að því? Hér
sjáið þið nokkrar nýtízku-hárgreiðslur og einn-
ig skýringarmyndir við, þannig að þið sjáið
hvernig setja á i sig til að fá fram þessa hár-
greiðslur.
Framhald á bls. 29.
S V U N T A
HÉR kemur falleg sVunta fyrir iitiar teípur.
Efni: ca. 60 sm. af 80 sm. breiðu poplinefni
i fallegum litum, sem fara vel við svuntuefnið.
Byrjið á að strika ferninga á pappir, hvern
ferning 5x5 sm., teiknið síðan sniðið inná eftir
skýringarmyndinni. Klippið sniðið út og sniðið
svuntuna eftir þeim með 1 sm. í saumfar.
Saumið nú svuntuna þannig, fyrst hliðarstykk-
in við framstykki, frá mitti og niður. Síðan
hliðarstykki, sem koma að aftaif földuð, þá rykk-
ingarþræðir saumaðir i hliðarstykki og rykkt
saman eftir smekk. Saumið strengbandið 6x60 sm
á stærð, við svuntuna, það sem út af gengur
verða svuntuböndin, sem hnýtast saman í slaufu.
Faldið nú smekkinn að ofan og leggið legging-
arbandið yfir saumana að framan, hliðarnar á
smekknum og yfir höfuðið, þræðið bandið vel
niður og stingið tæpt í brún í saumavél. Faldið
svuntuna að neðan.
16 VIKAN