Vikan


Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 13

Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 13
i sinn, Barthold bnrón. ViÖ óvrent móti en hún hnfði hugsnð sér. essan grænu augun voru isköld, og liöndin skalf ekki. Carna varð máttvana af skelf- ingu, þegar hún sá þetta. Nú varS henni ljóst, að hinn fallegi, ljós- hærði eiginmaður hennar ætlaði að drepa hana. Baróninn setti glasið varlega á borðið. Það var ekki nema helm- ingnrinn eftir i meðaiaflöskunni, en hann hellti vatni i hana, svo að það leit út fyrir, að ekki hefði verið tekinn nema einn skammtur. Carna tók andköf. Nú var barið að dyrum. Þeim varð báðum hverft við, og Barthold kall- aði byrstur: — Kom inn. Það skrjáfaði í silki, og þægilega ilmvatnsangan lagði um herbergið, þegar Armida Lagenda kom inn. — Elsku Carna, ég gat ekki beðið lengur, ég varð að sjá þig, hrópaði hún. Með þínu leyfi, Barthold? sagði hún og settist á rúmstokkinn og tók um hendur barónsfrúarinnar. Cama brosti og gaf henni gætur, svo að lítið bar á. Hún var lítil og grönn, suðræn fegurðardis, brún á hörund, augun svört og tindrandi, hárið blá- svart. — Talaðu ekki of mikið, sagði Barthold vingjarnlegur, en ákveð- inn. — Carna á að taka meðalið sitt, síðan á hún að fara að sofa. — Ég skal gefa henni það, sagði Armida. — Þú mátt alls ekki gleyma því. Vertu sæl, Carna. Hann bar hönd konu sinnar að vörum sér. Carna sá, að háðslegt bros lék um varir Armidu, þeg- ar hún leit á þau, og það fór hroliur um hana. — Um leið og Barthold fór, lagði hann höndina á höfuð Armidu og strauk henni um vangann. Carna sá lika augnaráð þeirra, sem kom upp um heitar á- stríður. Hann elskar hana, hugsaði hún. Þess' vegna er mér ofaukið. Guð minn góður, hvað á ég að gera? Eftir að Barthold fór, masaði Armida um hitt og þetta. Hún talaði með dálitlum ítölskum hredm. Hún var menntuð kona, ekkja itaLks ofursta, sem hafði ekki arfieitt hana að neinu öðru en spilaskuldum. Armida von- aði, að hinn grimmi Svarti Jakob næðist sem fyrst. Barthold hafði sent alla þá menn, sem hann gat mögutega án verið, til að ieita í skóginum og landareigninni um- hverfis. Barónsfrúin svaraði fáu, og Armida stóð upp, tók giasið og æti- aði að bera það að vörum hennar. — Drekktu þetta vina mín, sagði hún. — Láttu mig fá glasið, sagði Carna og var ó- venjulega æst. — Armida rétti henni glasið, og Carna bar það að vörum sér. Nú var lif hennar undir þvi komið, að hún léki hlutverkið á sannfærandi hátt. — Ég, — held, að það sé að líða yfir mig, sagði hún lé- magna, og glasið Framh. á bls. 30. Ert þú nð feomn Hurt/ sogði hiin en hcyrdi í snmn njund nð bi/ssn vnr spcnnt. Hiin knstnði sér ósjnlfrntt nidur 09 ftúlun hvcin frnm hjft henni. ridrfiirftitjennsku 09 nfbrot - £ l NV5ÍIA

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.