Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 20
Nú er fjör í flestum félögum, hverju
nafni sem þau nefnast. En allt of
margir unglingar eru ekki í neinu
félagi og fara þvi á mis við Þá ánægju,
sem gott félagslíf veitir mönnum. Það
er ólíkt skemmtilegra og ódýrara, að
starfa í skákfélagi, íþróttafélagi eða
öðru, heldur en að vera á rúntinum
hverja kvöldstund. Því leggur Æskan
og lífið til, að þú gangir í einhvern
félagsskap og takir raunhæfan þátt
i störfum hans. Svo er annað. Lang-
flestir strákar eru lakir í dansinum.
Það er hreinasti óþarfi að kunna ekki
að dansa venjulegustu samkvæmis-
dansa, þegar fullt er af prýðisgóðum
dansskólum. Það er sitthvað að kunna
ekki argentínskan tangó, en út yfir
tekur, þegar piltar sextán ára til tví-
tugs geta ekki slysalaust dansað
venjulegan tangó.
Hér er „tjúttaö“ af fuTlum kraftx.
skemmtikraftar
Margir muna vafalaust eftir Munn-
hörputríói Ingþórs Haraldssonar sem
lék hér á skemmtistöðum fyrir nokkr-
um árum. Ingþór byrjaði eins og
margir að leika á dansæfingum og
kom fyrst opinberlega fram í Reykja-
vík í Bláu stjörnunni 1949. Næstu ár
á eftir lék hann með ýmsum hljóm-
ÞórSur, Ingþór, Torfi.
sveitum svo sem Svavari Gests og
K.K. og svo Stjörnukabarettinum.
í Bláu stjörnunni lék Sigmundur
Lúðvíksson undir á gitar, enn fremur
lék Karl Lilliendahl á gítar með hon-
um svo og Haraldur Baldursson. Vet-
urinn 1953 til 54 var Ingþór með tríó
og léku þá með honum þeir bræðurnir
Halldór og Torfi Guðbjartssynir. Og
veturinn þar á eftir léku þeir ein-
göngu á Keflavíkurflugvelli, nema
einu sinni í Reykjavík. 1955 hættu
þeir að vinna á vellinum og datt þá
trróið niður.
Nú er Ingþór búinn að stofna ann-
að trió og leika þeir með honum þeir
Torfi Baldursson og Þórður B. Haf-
iiðason. Við höfðum tal af Ingþóri og
hér kemur svo hvað okkur fór á milli.
— Það er nokkuð langt siðan að
þú hefur leikið opinberlega Ingþór?
— Já, það eru liklegast ein fimm
ár, eða síðan tríóið hætti 1955.
— Voruð þið búnir að æfa lengi, áð-
ur en þið byrjuðuð að koma fram?
— Við höfum æft eina tvo mánuði
og gekk það vonum framar. Ég bjóst
varla við að geta tekið til starfa fyrr
en eftir áramót,
— En nú er þetta sem sagt komið
á rekspöl. Býstu við að geta haldið
svona skemmtiatriði gangandi lengi?
— Nei, það er varla við því að bú-
ast. Það verður sjálfsagt þennan vet-
ur, en það gefur auga leið, að hér
er alltof fátt fólk. Úti væri hægt að
ferðast borg úr borg og vera jafnvel
með sömu dagskrána alls staðar. En
breyting á lögum krefst svo mikillar
vinnu, að þvi verður varla við kom-
ið með stuttu millibili.
— Þeir Torfi og Þórður hafa leik-
ið í hljómsveitum, er ekki svo?
— Jú, Torfi hefur t. d. leikið á git-
ar í Þjóðleikhúskjallaranum og Þórð-
ur verið trommuleikari.
Við fáum að taka af þeim nokkrar
myndir og auk þess leika þeir fyrir
okkur nokkur lög. Fannst okkur þeim
hafa tekizt vel með val á lögum og
gaman að hlusta á þá. Enda eru
munnhörpur skemmtileg hljóðfæri,
þegar vel er spilað. Annars sagði
Ingþór að munnhörpur teldust ekki
hljóðfæri á tollskrá, heldur leikföng
og þótti okkur það nokkuð fyndið.
Svona var það líka í Englandi þegar
Benny Goodman var í hljómleikaför
þar. Gítaristinn fékk ekki atvinnu-
leyfi, svo hann lék á munnhörpu, af
því að það var ekki hljóðfæri og gerði
þó mikla lukku. __ __ __
Vonandi gerir tríó Jóns lukku lika.
textinn
Það var hérna fyrir nokkrum ár-
um, að krakkarnir í einum barna-
skólanum fyrir norðan voru beðnir
að nefna tvo mestu mestu Islendinga
í fortíð og nútíð. Og þessir menn voru
þeir Gunnar á Hlíðarenda og Haukur
Morthens. Þegar Brynleifur heitinn
Tobíasson menntaskólakennari heyrði
þetta á hann að hafa sagt: — Na,
Haukur Morthensen dúllusöngvari. —
og hló mikinn. Ekki varð þetta þó
til þess að Hauki hrakaði, heldur
hefur vegur hans vaxið meðal vor og
Haukur.
mörgum finnst einhver bezti skemmti-
kraftur sem völ er á. Hérna er svo
textinn um hann Gústa i Hruna og er
hann orðinn um átján ára gamail.
GÚSTI í HRUNA.
Þaö var sungiö um hann Gústa í
Hruna i revíunni Halló, Ameríka áriö
191/2, og nú, átján árum síöar, hefur
Haukur Morthens sungiö um hann
Gústa á hljómplötu.
Hann Gústi í Hruna
með harmonikuna
hann er sem funi sá sveinn.
Hann spilaði valsa
með spriklandi galsa
og i splæs var hann alis ekki seinn.
Og enga ég veit um
þar vestur i sveitum,
sem vildi honum neita um dans.
Þær unnu honum einum,
þó oft væri í meinum,
og læddust í leynum til hans.
Það var karl, sem kunni að
kyssa, drekka og slást.
Klammarii hann kom af stað, _
hvar sem hægt var að uppdrlfa
það.
Það var karl, sem kunni að
kyssa, drekka og slást.
Enda sagði hann oft: Það er
ánægjan mín:
ástir, slagsmál og vín.
Þó væri hann ei ríkur,
hann var engum líkur,
það var enginn slíkur sem hann.
Með lokkana sína,
svo ljósa og fína,
mig langaði að krýna þann mann.
I Keflavik reri hann,
á hvern mann þar sneri hann;
sá kunni að bera sinn skjöld.
Að stúlkunum smaug hann,
að strákunum laug hann
og slóst svo hvert laugardagskvöld..
1 ■ ] ! ' i í |
Það var nú karl, o. s. frv.
Hann Gústi í Hruna
lét hestana bruna
með hófana dunandi slag,
var fullur í réttum
með fettum og brettum
og fannst þá svo létt um sinn hag:.
Vingleði ann hann,
en vinnuna kann hann,
á veturna spann hann með glans.
Á sumrin hann heyjar
úm engi og eyjar,
þá eru allar meyjarnar hans.
Það var nú karl, o. s. frv.
Forsíðan
Þið sjáið, að Bakkabræður
eru enn á ferð á forsíðunni
og að þessu sinni eru þeir að
stumra yfir merinni og fannst
það helzt ráð að bera á hana
grjót svo hún ekki fyki. Segir
í sögunni: „Eftir það fauk hún
hvorki, né stóð upp framar.“
Halldór Pétursson teiknaði
myndina.
Ragnar Bjarnason í þungum þönkum.
20 VIKAN