Vikan


Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 27

Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 27
Verður hvalveiðum hætt, en þess f stað tekin upp hvalarækt í sjó í líkingu við nautgriparækt á landi? Kunnir vísindamenn benda á að þetta muni ef til vill eina ráðið til þess að bjarga mannkyninu, sem fjölgar nú örar en nokkru sinni fyrr, frá yfir- vofandi hungursneyð. Frá þessu er sagt í janúarhefti „Tækni fyrir alla“, ásamt ótalmörgu öðru, sem er til umræðu í dag, en á ef til vill eftir að gerbreyta lífi manna á morgun. Eskimóum er sannarlega margt til lista lagt, annað en veiðimennskan — þeir gera til dæmis smámyndir úr tálgusteini, scm vekja mikla athygli með list- fróðum mönnum víða um hinn „menntaða heim“. Frásögn af þessum listiðnaði, ásamt myndum; birtist í janúarhefti „Tækni fyrir alla“. Bandaríska furðuflugvélin „X-15“ hefur verið umtöluð mjög að undanförnu. Hún hefur slegið öll met — bæði í hraða og hæðarflugi — enda er hún. talin einskonar tengiliður flugþotanna og flugskeytanna. í janúarhefti „Tækni fyrir alla“, segir reynsluflugmaður frá fyrstu tilraunum með þessa flugþotu — spennandi frásögn, ekki vantar það. i í janúarhefti „Tækni fyrir alla“ birtist sægur smámynda og smágreina að vanda, þar sem sagt er í stuttu máli frá ýmsum merkilegum nýjungum á sviði tækninnar, á ljósan og einfaldan hátt, svo allir hafi full not af. Þá birtir ritið að staðaldri smíðateikningar og allskonar leiðbeiningar, og er allt til þess gert að allir hafi sem mest not og bezta skemmtun af efninu. „Tækni fyrir alla“ er fyrsta og eina almenna tækniritið hér á landi. Vitið þið, að austurrísk skíðasmiðja er farin að framleiða skíði úr gerfiefni, sem þegar hafa reynst mun betur en bæði viðarskíði og stálskíði? Þau eru óbrjótanleg að kalla, það þarf aldrei að smyrja þau — og loks eru þau afar hraðskreið — en frá skíðum þessum er sagt í janúarhefti „Tækni fyrir alla“, og fjöldamörum uppfinningum öðrum. '] VtKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.