Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 6
AMLI maðurinn tók hressilega
i nefið. Svo þurrkaði hann
tóbakskornin vandlega úr úif-
gráu skegginu með stórum, rauðum
tóbaksklút.
-—■ Hana, dreyptu á þessu, maður.
Það svíkur engan. Það er Álborg
Taffel.
Ég skákaði axlafullri flöskunni yf-
ir borðið.
— Þú vilt kannski svolitla slettu
af ropvatni út í?
— Ropvatni? O-nei, drengur minn,
það er synd að spilla guðs gjöfum.
Blessað ákavítið er nú altént bezt
eíns og það kemur af skepnunni. —
Gamli maðurinn tók vænan gúlsopa
og renndi honum niður án minnstu
svipbrigða. Svo færðist breitt bros
yfir hrukkótt andlitið. Hann dæsti
sældarlega og þurrkaði sér um munn-
inn með sýnilegri velþóknun.
— Já, finnst þér þetta ekki góður
metall?
— Metall? — Ja, mér fannst þú
nú segja, að það væri ákavíti. En
mér er sama. Það er gott, hvað sem
það er.
— Hana, fáðu þér annan, og láttu
svo söguna koma.
— Söguna! Á, vill hann hafa eitt-
hvað fyrir snúð sinn? — O-jæja, láttu
þá flöskuboruna koma! Karlinn tók
við báðum höndum og svalg niður
undir miðja flösku. Hann bókstaflega
sleikti út um af ánægju.
— í mínu ungdæmi voru flöskurnar
miklu stærri. Allt skal það vera
svikið nú á dögum. Mér er eiður sær,
að þá tóku þriggja pela flöskurnar
stífasta pott og allt eftir því — og
kostuðu bara áttatíu aura, maður
minn, — eina áttatíu aura. Hvað ætli
maður fái núna fyrir áttatíu aura,
ha? Og karlinn lagði flöskuna enn
á munn sér, í þetta skipti óboðinn.
— Já, og þá voru tvitugu heimasæt-
urnar fertugar, bætti ég við í striðnis-
róm og drap tittlinga framan i þann
gamla. En hann lét ekki slá sig út
laginu.
— Óekkí. Éld nú síður. Þær
voru átján ára og ekki deginum eldri
— og hananú. E'n þú vildir fá sögu.
Ég skal segja þér frá manni, sem
ég kynntist nokkuð, þegar ég var
barn. Ætli það hafi ekki verið laust
fyrir 1890. Þá átti ég heima norður
1 Grjótahreppi. Pabbi var ekkjumað-
ur og við systkinin fjögur, öll á
ómagaaldri. Ekki var nú reisulegur
bærinn okkar, Berg, og þætti varla
mannabústaður nú á dögum, óekkí,
en þó var það höll í samanburði við
Heiði. Heiði var argasta kotið í
Grjótahreppi, þó að mörg væru aum.
Á ofanverðri öldinni, sem leið, voru
mikil harðindi, og fjöldi fólks flosn-
aði upp og hélt til Ameríku. Og lái
því það hver, sem vill. Þá fóru sex
eða sjö kot í eyði í Grjótahreppi. Að-
eins eitt þeirra byggðist aftur, Heiði,
það argasta af þeim öllum. Kofa-
ræksnin voru öll komin að falli, þeg-
ar fóikið fluttist þaðan, og svo var
allt í eyði í átta eða niu ára. Þá
fluttist Þangað maður vestan af fjörð-
um. Árni hét hann og keypti kotið
af hreppnum fyrir fáeinar krónur.
Hann var ekkjumaður, Árni, og bjó
einn síns liðs í kotinu. Fyrsta árið
hafði hann víst bústýru, en hún hljóp
frá honum, og eftir það hélzt honum
ekki á nokkru hjúi.
Það þurfti ekki að hræða okkur
börnin í Grjótahreppi á grýlu. Árni
á Heiði var miklu ægilegri en nokk-
ur Grýla. Hreppstjórinn nagaði sig
í handarbökin yfir að hafa hleypt
slíkum misindismanni inn í hrepp-
inn, — en hvernig gat hann vitað,
hvílíkan mann Árni hafði að geyma?
Og hann gat borgað kotið, og sveitar-
sjóðurinn var alltaf tómur. Nei, það
var ekki hægt að álasa hreppstjór-
anum. Menn voru líka hættir að bera
á sér reisupassa, eins og áður var,
þegar farið var milli landsfjórðunga.
O-jamm. En hreppsbúar vissu fljót-
lega, að hann kom ekki beint vestan
af fjörðum, heldur úr Reykjavik. Og
þar hafði hann setið í tugthúsinu
tvö ár vegna sauðaþjófnaðar. Og svo
keypti hann efstu jörðina í Grjóta-
hreppi, Heiði, sem liggur alveg uppi
á afrétti sveitarinnar. Ó-já, það var
margt skrafað í Grjótahreppi, þegar
þetta kvisaðist.
Meðan Árni sat í tugthúsinu, geis-
aði taugaveiki fyrir vestan. Hún lagði
konu hans og tvö börn, sem þau áttu,
í gröfina. Svo þegar Árni kom úr
tugthúsinu, hefur hann víst fundið,
að hann var enginn aufúsugestur
heima í sinni sveit, svo að honum
tókst að selja kotið, og í Grjótahrepp
var hann kominn og búinn að kaupa
annað kot.
Ég ságði, að Árni hefði komið I
stað grýlu í sveitinni. Það var þó
ekki eingöngu vegna sauðaþjófnað-
arins, heldur einnig vegna þess, að
hann var talinn hrottamenni hiö
mesta og kjaftfor úr máta, bæði við
æðri og lægri. Hafði hreppstjórinn
stundum fengið að kenna á því, enda
voru litlir dáleikar milli þeirra. En
harðduglegur var Árni talinn og dró
ekki af sér I göngum, en vart gat
talizt, að hann hefði önnur viðskipti
við hreppsbúa. —
Leiðin inn yfir heiði og yfir í Selja-
dal var hreint ekki fáfarin. Bærinn
á Heiði var alveg í leiðinni, en sjaldan
kom það þó fyrir, að ferðamenn kæmu
þar við. Það voru Þá helzt utansveit-
armenn, sem ekkert þekktu til Árna
bónda. Kom þeim saman um, að arg-
ara greni hefðu þeir ekki augum litið.
Inni í baðstofukytrunni voru reis'ar
stoðir til þess að halda þekjunni uppi,
og ef dropi kom úr lofti, rigndi jafnt
inni sem úti. En öllum var borinn
einhver matarbiti, og ekki vildi bóndi
neina greiðslu fyrir beinann. En svo
þögull og fáskiptinn var hann við
gesti sína, að nærri stappaði ósvifni.
En sýndi einhver honum áreitni, varð
hann, sem fyrr segir, svo kjaftfor
og orðljótur, að með eindæmum var.
Var ekki heiglum hent að lenda í
kjaftinum á honum.
Ég man það eins og það hefði gerzt
I gær, þegar ég sá Árna fyrst. Það
var í Grundarréttum. Það var í fyrsta
sinn, sem ég fékk að fara i réttirnar.
Ég hef líklega verið sex til sjö ára.
Mikið óskaplega þótti mér maðurinn
ljótur. Annars var Árni nú ekki eins
ljótur og hann virtist við fyrstu sýn.
Það sá ég betur seinna. En hann
var í stagbættum og rifnum fatalörf-
um, sem voru ötuð í óhreinindum, —
og skeggið, það var ein mórauð flóka-
benda, og sá varla í andlitið. Hárið
lafði niður á herðar og ofan í augun,
sem voru stingandi hvöss, enda gerð-
ust fáir til þess að horfast í augu við
hann. Dálítið vin var í mönnum, en
þó hygg ég, að Árni hafi verið alls-
gáður.
Þarna var ungur maður frá Grund,
sem va>- nokkuð mikill á lofti, auð-
sjáanlega þéttkenndur. Hann hafði
verið í Lærða skólanum I Reykjavík
einn eða tvo vetur og þóttist vist vera
talsverður lærdómsmaður. Hann var
í sífellu að sletta latínu og kallaði
Árna „frater". Ekki lézt Árni heyra
gaspur hans, en dró í ákafa. Piltur-
inn var með pela upp á vasann og
bauð nú Árna að súpa á, en hann
yggldi sig bara og sagði, að honum
mundi ekki af veita þessari lögg til
þess að hressa upp á Reykjavikur-
lærdóminn. Piltinum rann í skap og
fór nú að tala um, að þeir Árni væru
víst einu lærðu mennirnir i sveitinni
að undanteknum prestinum, því að
ekki hefðu aðrir í hreppnum verið
langdvölum í Reykjavík. Svo sneri
hann sér að Árna og sagði:
— Og hvað varst þú nú lengi í
höfuðstaðnum, Árni minn ?
Árni lét sér hvergi bregða, en svar-
aði Þegar i stað:
— Ég var nú eitthvað rösk tvö ár.
— Og hvað stundaðirðu nú aðal-
lega þar, Árni minn?
Pilturinn var sakleysið sjálft upp-
málað.
— Ég sat nú í tugthúsinu.
Árni sagði þetta eins kæruleysis-
lega og hann hefði verið að segja
til um mark á á.
— Og fyrir hvað saztu nú, Árni
minn?
— Ég sat fyrir sauðaþjófnað.
Nú voru allir hættir að draga og
lögðu eyrun við þessari einstæðu
yfirheyrslu. Um þetta mál hafði eng-
inn þorað að tala við Árna áður. En
Árni lét sér ekki bregða.
— Já, ég hnuplaði einni rollu-
skjátu. Búið var bjargarlaust, og
börnin sultu. Faktorinn neitaði mér
um úttekt, og hreppstjórinn sagði,
að ég væri fullfrískur og gæti séð
fyrir konu og tveimur börnum. En
ég lærði a. m. k. eitt í tugthúsinu.
—- Og hvað var nú Það, Árni minn?
Árni var nú orðinn rauður í fram-
an undir skegginu.
— Ég lærði það, að ef börnin
svelta, á maður heldur að láta þau
svelta í hel en að stela handa þeim
mat. Veiztu, úr hverju konan min
og börnin dóu?
— Úr taugaveiki, var það ekki?
Pilturinn var nú orðinn dálítið kind-
arlegur.
— Já, svo var mér sagt í tugthús-
inu. En seinna sannfrétti ég, að þau
hefðu dáið úr ófeiti, — ef Þú, mennta-
maðurinn, veizt, hvað það er.
Nú var að mestu runnið af piltin-
6 VIIÍAN