Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 8
húsfreyja tindi saman flikumar min-
ar og batt þær inn í skýluklút. Ein-
hverja aflóga leppa af sínum krökk-
um setti hún með í klútinn. — Og svo
héldum við af stað.
Árni átti aðeins einn hest, stólpa-
grip hinn mesta, en nokkuð við aldur.
Hann var á Rauð sinum eins og vana-
lega, er hann átti erindi niður í sveit.
Hreppstjórinn sagði, að ég væri víst
ekki of góður til þess að skokka með,
þetta væri ekki það langt og þeir
væru léttir upp á fótinn, þessir strák-
ar. En Árni anzaði því engu, og þegar
hann var kominn á bak lyfti hann
mér upp á hnakknefið fyrir framan
sig og sagði:
— Hann Rauður hefur einhvern
tíma borið þyngri byrði. Það vott-
aði fyrir brosi undir úfnu skegginu.
Ekki var Árni margmáll á leiðinni
fram svjeitina. Ég man nú ekki gerla,
hvað hann sagði, en eitthvað var það
um búhokrið á Heiði. Hann sagðist
eiga fáeinar rolluskjátur, en enga kú.
Svo væri nú Rauður. Hann sagðist
skyldu lána mér hann stöku sinnum,
ef mig langaði að skreppa niður í
sveit að heimsækja systkini mín.
Hann væri að vísu enginn vekringur,
en traustur og ófælinn. Svo væri
Snati gamli, og fleiri væru nú ekki
á heimilinu.
Við komum að Heiði 1 rökkur-
byrjun,
Satt var það, ekki var ég vanur
glæstum húsakynnum. En hér kast-
aði þó tólfunum.
Aðeins tveir kofar voru uppi stand-
andi, fjárhúsið, sem var sýnu reisu-
legra, og svo baðstofan.
Eldhúsið var löngu fallið, en hlóð-
irnar voru í öðrum enda baðstofunn-
ar, sem var tvö stafgólf. Þekjan
bungaði niður og virtist að falli kom-
in. Nokkrum lurkum var skotið und-
ir hana, svo að hún færi ekki alveg.
Það hafði verið rigning daginn áð-
ur, og enn draup úr þekjunni. Á
gólfinu stóðu þrjú eða fjögur trog
undir lekanum. Árni fór þegar að
róta upp i hlóðunum, þar sem eld-
urinn var falinn. Hann kynti með
taðskán, og brátt varð notalegt i bað-
stofunni. Þá setti hann pott á hlóðir
og gróf tvo væna spaðbita upp úr
tunnu, sem stóð hálf i jörð við höfða-
gaflinn á rúmfletinu.
— Við verðum að fá okkur ærleg-
an bita, Sigurður minn, sagði Árni,
og bætti svo við eins og í hálfkær-
ingi:
— Og óstolinn er þessi bitinn að
minnsta kosti.
Eg fór vel saddur í rúmið þetta
kvöld, og reyndar get ég ekki sagt,
að ég væri nokkurn tíma svangur,
meðan ég var á Heiði. Og það er víst
meira en unnt var að segja um hina
limina í Grjótahreppi. I rúmfletinu
voru heydýnur og gæruskinn, svo að
ekki var ástæða til þess að kvarta
um kulda. En ekki er því að leyna, að
mér var um og ó, þegar karl háttaði
fyrir framan mig um kvöldið.
Jæja, ég er nú orðinn helzt til lang-
orður um komu mina að Heiði. Eg
var þarna um sumarið, og hræðsla
mín við Árna bónda hvarf flkjótt eins
og dögg fyrir sólu. Hann v«r að visu
fátalaður, en aldrei lagði hann illt
til min.
— Hvað segirðu um það, Sigurður
minn, að við gerum þetta og þetta?
var hann vanur að segja, og færist
mér eitthvað bögsulega úr hendi,
sagði hann: Þetta mætti nú gera bet-
ur, Sigurður minn. Hann sótti hey-
skapinn af kappi um sumarið, en
túnbleðillinn var kargaþýfður og snar-
rót í hverri þúfu. Mig lét hann stunda
eldamennskuna. Þess á milli rakaði
ég og sneri á túni og engi og snerist
við kvíaærnar. En þær voru dauð-
spakar og komu oftast sjálfar heim
á stöðulinn, enda gaf Árni þeim salt
að sleikja. Aðalmaturinn var sauða-
skyr, grasagrautur og slátur. Nóg
var af grösunum allt i kring, enda
átti bóndi birgðir af þeim.
Að áliðnu sumri hóf Árni baðstofu-
gerð. Risti hann torf og reif upp grjót
utan túns og hlóð á sleða, — kerrur
þekktust ekki í þá daga, — en við
Rauður fórum á milli, og ég losaði
sleðann. Timbur var ekki notað nema
í sperrur og ása, og það sótti Árni
niður á Hraunsfjörur. Allt var óhefl-
að. Nóg hrís var í móunum í kring
í árefti. Vann karl oft við baðstofu-
gerðina fram á nótt, en altént gætti
hann þess, að ég fengi næga hvíld.
Ég hef ekki haft það betra i ann-
an tíma, karl minn. En auðvitað
leiddist mér. Þótt Árni væri mér góð-
ur, get ég ekki sagt, að hann væri
skemmtilegur. Við áttum fá sameigin-
leg áhugamál, og þá þögðu báðir. Eh
varla brást það, að hann byði mér
Rauð á sunnudögum til þess að
skreppa og hitta systkini mín. Sjálfur
vann hann sunnudaga jafnt og rúm-
helga. Ég varð auðvitað dauðfeginn,
en ekki voru þessar ferðir þó eins
ánægjulegar og maður hefði getað
ætlað. Systkini mín voru oftast önn-
um kafin i allavega snúningum, þó
að á sunnudögum væri, og virtust
þar að auki sisvöng og uppgefin En
þetta máttu nú sveitarlimirnir hafa.
Einnig féll mér illa, hve fólk þrá-
spurði mig um hagi okkar Árna. Virt-
ist því ekki meira en svo geðjast að
því, hve vel ég bar honum söguna.
Meira að segja hreppstjórinn bauð
mér eitt sinn, er ég kom að íinna
systur mína, að koma mér fyrir niðri
i sveitinni, ef ég hefði yfir nokkru
að kvarta hjá Árna. En ég hafði ekki
yfir neinu að kvarta.
Eftirtektarvert þótti mér, hve góð-
ur Árni var við allar skepnur. Aldrei
sá ég hann beita keyrinu á Rauð eða
sparka í hundinn, en á hundunum
þurftu bændurnir niðri í sveitinni oft
að skeyta skapi sinu. Og kvíaærnar,
þær beinlínis eltu hann.
Ég man, að ég spurði hann ein-
hvern tíma að því, hvort hann héldi,
að ærnar hefðu sál. Já, hann sagðist
ekki vera í neinum efa um það. Þeg-
ar ég spurði hann, hvers vegna menn
slátruðu þeim þá, varð honum að
orði: — Nú, kannski það sé vegna
þess, að mennirnir hafi enga sál.
Meira fékk ég ekki upp úr honum
um sálina.
Sumarið leið, og rétt fyrir göng-
ur fluttumst við í nýju baðstofuna.
Mikill var munurinn á húsakynnum,
þó að ekki væri hún háreist né glæsi-
leg. Árni hélt fyrri sið að hafa hlóð-
irnar í baðstofunni. Kvað hann ekki
mundu veita af ylnum-, þegar vetur-
inn settist að.
Svo komu göngurnar. Árni fór í
þær eins og vanalega, en sendi mig
til hreppstjórans á meðan, svo að ég
þyrfti ekki að vera einn í kotinu.
Hreppstjóri spurði margs um hagi
Árna og háttu, og ég svaraði svo sem
ég hafði vit til. Meðal annars spurði
hann, hvort Árni hefði slátrað nokk-
uð nýlega. Ég sagði sem var, að
hann hefði slátrað lambkettling
I gangnanestið. Innti þá hreppstjóri
eftir fjáreign bónda, en ég kvaðst
ekki geta fullyrt um hana, sagðist
halda, að hann ætti 16—18 lömb á
fjalli og 7—8 sauði. Kviaærnar hefðu
verið heima við mestallt sumaraið, og
þær væru 12.
Hreppstjóri spurði þá, hvort ég
þekkti mark Árna. Ég hélt nú Það,
það væri nú auðþekkt, hamarskorið
og gagnbitað. Hvort ég væri viss um,
að lambið hefði verið markað Árna?
Nei, því hafði ég ekkert tekið eftir.
Það væri bezt, að ég riði með sér inn
að Heiði, meðan Árni væri í göng-
unum. Við skyldum líta á hausinn.
En þetta væri okkar á milli, og mætti
ég ekki blaðra í Árna né aðra. Skyldi
hann gefa mér vasahníf, ef ég vildi
lofa að þegja yfir þessu. —
Ég varð nú að hryggja hreppstjór-
ann með því, að við Árni hefðum
étið sviðin daginn áður en hann hefði
lagt af stað í göngurnar. Rauk hrepp-
stjóri þá upp og sagði, að bölvaður
refurinn hefði svo sem auðvitað gætt
þess að skilja engin sönnunargögn
eftir heima i kotinu. Sleit hann svo
talinu.
Þegar Árni kom úr göngunum,
Framh. á bls. 34.
B VlKAJhf