Vikan - 12.01.1961, Blaðsíða 15
ÞEKKTU
SJALFAN
ÞIG
Dr. Matthías Jónasson:
nI.iic Í-3BC« ?. hjwihm
DULINN SEFJUNARMATTUR
— Á þessu píanói eru nóturnar úr
fílabeini og við höfum reynt að
lóta það halda fegurð sinni.
Leiðsögn venjunnar.
Sannarlega, maðurinn stritar undir oki van-
ans. Nýfæddur er hann fjötraður reifum, dauður
er hann negldur i kistu og tímann þar á milli
er liann hlekkjaður venjum og kreddum.
Þetta er lágröddin i hinum máttuga frelsis-
boSslcap Ronsseau’s. Við rcifunum og kistunni
megnaði hann ekki að hagga, og þó að hann hristi
kreddufjötrana ákafar en flcstir menn aSrir,
er samt töggur í þeim enn.
Kredda, sem nú er afskræmd og steinrunnin,
var þó uppliaflega lífræn venja, sprottin af
nauðsyn ákveðins þróunarskeiðs. En venjan er
gædd öflugum sefjunarmætti, sem seiSir til sin
huga einstaklingsins og sveigir viljann undir
sín hefSgrónu form. ÓmeSvitað hrífumst viS
af þessum duldu sefjunaröflum og reynum
sjaldan i alvöru aS standa gegn þeim. BarniS
tekur -venjulega foreldrana sér til fyrirmyndar,
unglingurinn litur á þaS sem tákn um fullþroska
sinn, að hegðun hans fellur við almenna venju,
og fullorSið fólk festist í venjum sínum, svo að
þvi verður erfitt um aS koma til sjálfs sín og
greina á milli þeirrar venju, sem er i tengslum
viS lifiS og þróunina, og hinnar dauSu stirðnuðu
kreddu.
Lifandi venja er hverjum manni ómissandi
leiSarsteinn. Hún er sá ratvisi linoSi, sem beinir
ólíkustu einstaklingum inn á braut samfélags-
myndunar. Án þess sefjunarmáttar, sem i venj-
unni býr, myndi samfélagið sundrast og menn-
ingin farast.
Hins vegar úreltist venjan og samsvarar ekki
lengur nauðsyn þess samfélags, sem hún skóp.
Hún hverfur þó ekki þegar í sta'S, en berst um
hrið eins og vikurgjall á straumi samfélagsþró-
unarinnar. Einnig í þessu steinrunna formi
sefjar inin margan hug. DauS kreddan á sér
marga dáhrifna tilbeiðendur.
Sú samfélagsmenning, sem hver kynslóð kenn-
ir viS nútíðina, er því jafnan harla sundurleit.
í henni rúmast hlið við hliS allsgáð raunhyggja
og dulræn töfratrú, köld gagnrýni á nútíðar- og
framtíSarfyrirbæri og einfeldningslegt sefnæmi
fyrir hefðgrónum, steinrunnum kreddum.
Sjálfsblekking.
Þessi aldursmunur sefmáttugra siða leiðir ein-
staklinginn ósjaldan til átakanlegrar sjálfsblekk-
ingar. Við játumst undir fjölmargar venjur, sem
við erum þó ekki tengd iifandi skilningi og
áhuga. Við látum okkur nægja þá yfirborðstrú,
að hinn kreddumengaði siður sé i samræmi við
innræti okkar og að við rækjum liann af innri
þörf. Raunveruleg afstaða okkar er þó miklu
fremur sú, að við teljum hann fullboðlegan
vitsmunum ýmissa meðbræðra okkar og þeim
nauðsynlegt aðhald, þó að hver undanþiggi
sjálfan sig hvers konar bindandi tengslum við
hann. Margvísleg úrelt trúarbrögð eða kreddur
lifa á þessari hættulegu tvöfeldni hugarfarsins.
Sannfæring okkar afneitar þeim, en á ytra borði
látumst við fylgjast með.
Þó að það sé háskalegt, að lifandi kynslóðir
dragist þannig með steingerfinga útdauðrar hefð-
ar, er hitt samt miklu örlagaríkara, að þessi itök
dauðans lama einstaklingsviljann og hindra heil-
huga afstöðu hans til lifvæns og lífsnauðsyn-
legs siðgæðis. Við sljóvgumst og hættum að
greina á milli kröfu hins lifandi siðgæðis og
kredduhismisins. Vð höfum vanizt á að dragast
með i dauðum og tilgangslausum tengslum við
úreltar venjur og innantómt siðaprjál og erum
þess vegna ekki viðbúin þeirri áreynslu, sem
lifandi, siðræn samfélagsvenja krefst.
Því er afstaSa einstaklingsins til siðgæðis
samfélagsins oft óráðin og hikandi, og hugur
hans að sama skapi opinn fyrir sundrandi á-
hrifurh. Þess vegna eru öfund og hatur svo
auðvakin i huga okkar, að við berum óðfús út
mannskemmandi slaður án þess að ihuga, að
Við tökum með því þátt í lágkúruíegum og
ósiðlegum verknaði. ViS vegsömum hin geigvæn-
legu múgmorðsvopn hernaðartækninnar án þess
að ihuga andartak, að þeim er stefnt gegn
meginboðorði samfélagssiðgæðisins. ViS þykjumst
standa vörð um siðgæði, sem við erum þó ó-
snortin af, en spiilum með orðum og athöfnum
þvi siðgæði, sem myndast og endurnýjast í
þróun samfélags og menningar.
Að vakna til íhygli.
Undan þessu sefjunaroki fær maðurinn ekki
brotizt, nema gagnrýnin ihygli einstaklingsins
vakni, svo að hann marki sjálfur afstöðu sína
til rikjandi hefðar og siða. ASeins þannig eign-
umst við virkan þátt í þróun siðgæðis og menn-
ingar og verðum okkur þess meðvitandi, að
hún gerist á okkar ábyrgð. Þvi aS skerf okkar
til menningarþróunarinnar má ekki vanta, þó
að hann virðist skoplítill hjá hverjum einstak-
lingi. Hlutverk okkar i hennar þágu er ein-
mitt að verulegu leyti fólgið í því, að leysa
sjálf okkur úr þeim álögum að sjá kirkjuna
Framh. á bls. 35.
Venjur eru gæddar öflugum sefjunarmætti,
sem seiða til sin huga einstaklingsins og
sveigja viljann undir sín.hefðgrónu form.
Óméðvitað hrífumst við af þessum duldu
sefjunaröflum og reynum sjaldan í alvöru
að standa gegn þeim.
— Til hamingju. Viltu fá svolitla
framtíðarspá. Ég er nefnilega fyrri
maðurinn hennar.
— Að hugsa sér, að það skuli vera
20 ár síðan ég lagði niður ungdóms-
venjur mínar
— og hugsa sér að þaö skuli vera
10 ár síðan þú tókst þær upp aftur.
— Þegar ég sagði, að þú ættir að
sitja eftir í klukkutíma, þá ætlaðist
ég til að þú yrðir einn, drengur
minn.
VIKAN 15