Vikan - 24.08.1961, Page 31
'koma henni alveg úr jafnvægi. „Nei,
ekki kyssa mig, nei, nei.“ Hún finn-
Ur, að hún meinar ekki það, sem
hún segir, og þess vegna hættir hún
viS að banna honum að kyssa sig
á hálsinn og eyrað. Stuttur andar-
dráttur hans og hvíslandi ástarorð
hljóma eins og i fjarska. Hún legg-
ur höndina eins og ósjálfrátt um
háls hans og dregur hann að sér
niður i sófann. Hendur hans leita
um brjóst hennar og niður mjaðm-
irnar. Og hún finnur unað seitla
um sig alla. Hjartað hamast og berst
i brjósti hennar, og henni finnst það
muni springa út þá og þegar.
„Bergur.“ Niðurbældur tilfinn-
ingaþorsti hennar brýzt nú fram
og losar öll höft. Henni finnst um-
hverfið dragast saman og taka að
snúast, hring eftir hring, svo að
hún verður þreytt í höfðinu, lokar
augunum og endurgeldur honum
kossana.
Skyndilega hljómar hringing um
alla ibúðina. Þau hendast hvort frá
öðru, eins og eldingu hafi slegið
niður i milli þeirra. Kristín sezt
upp og reynir að laga hárið og föt-
in eins og bezt hún getur. Bergur
hendist fram á gólfið og rennir
greiðu i gegnum úfinn lubbann og
bölvar hroðalega. — „Hver er
þetta?“
Kristín er hræðslan uppmáluð.
„Ég veit það andskotann ekki, kon-
an þin?“
„Ha? Nei, þremillinn hafi það, það
getur ekki verið. Hún fór suður i
fjörð til mömmu sinnar og sefur
þar í nótt eða ætlaði það að minnsta
kosti.“
„Hvað á ég að gera?“ Hún sprett-
ur upp af sófanum. Löng, óþolinmóð
Hcntugt....
og smckklcgi
Hvftlr sloppar fyrir verzl-
unarfólk og starfslið
sjúkrahúsa.
Bómullarskyrtur fyrir
íþrótta- og ferðafólk,
mansjettskyrtur.
Vasaklútar kvenna og
karla úr maco- og bóm-
uilarefnum, auk þess
tyrknesk handklæði.
Mislit kjólaefni.
Framboð vefnaðarvara frá verksmiðjum þýzka Al-
þýðulýðveldisins er furðu fjölskrúðugt.
Þér ættuð að sjá með eigin augum hve úrval okkar
er mikið.
DEUTSCHER IHNCN - UNDAUSSEHHANDEL T £ X T I L
BERLINWO BtHRCNSTfiASSC 46
□ EUTSCHE DEMOCRATI S]C H E REPUBLIK
„Það er sama í hvaða tízkublað er litið, alls staðar ber mest á
skyrtu'peysum, bæði á karla og konur, og þess vegna teljum við..
BURLEY —STYLE
PEYSU HAUSTSINS Á KARLMENN
G. BÉRGMANN
LAUFÁSVEGUR 16 — SÍMI 18970
hringing bergmálar aftur um íbúð-
ina. — „Bergur, Bergur, hvað eigum
við að gera?“ Kristín stendur um-
komulaus á miðju gólfinu og horfir
skelfd á Berg ráðalausan á skyrt-
unni með stóran varalitsblett á
flibbanum.
„Svalirnar.“ Bergur næstum
skyrpir orðinu út úr sér. „Svalirn-
ar, — svalirnar, manneskja.“ Hann
þrífur kápuna hennar, treður henni
í fang Kristínar og ýtir henni ó-
þolinmóðlega út á svalirnar og lok-
ar á eftir henni. Svo tekur hann
glösin og öskubakkann og setur inn
í skáp, meðan látlaus hringing sker
innan á honum eyrun.
„Já, já, ég er að koma. Hvaða ó-
sköp ganga á? Um leið og hann fer
fram á ganginn, lítur hann yfir stof-
una til að athuga, hvort allt sé nú
eins og það á að vera, fer i slopp, og
með kveljandi hjartslátt opnar hann
dyrnar fram á gang. Framan við
dyrnar stendur taugaóstyrkur maður
í snjáðum poplinfrakka með hattkúf
í hendinni. „Fyrirgefið, en eruð þér
Bergur Jónsson?“
Skyndilega brýzt allur ótti Bcrgs
fram í ógurlegri illsku. „Já, hvað
viljið þér? Vitið þér, hvað klukkan
er? Rífið mann upp um miðja nótt.“
„Eigið þér Dodge-bifreiðina hér
framan við húsið?“ Maðurinn læzt
ekki heyra hamaganginn i Bergi.
„Já, er það ekki allt í lagi?“ Þolin-
mæði Bcrgs er nú alveg á þrolum.
„Ja, ekki beinlinis, mér varð það
nefnilega á að keyra utan í framskít-
brettið á bílnum.“
Bergur slappast nú algjörlega af,
brosir vinalega framan í manninn. —
„Það var gott, vinur. Ég hélt nefni-
lega, að þetta væri kon ... Ég á við,
ég hélt, að það væri eitthvað alvar-
legt“. Hann klappar kumpánlega á
öxl mannsins. „Komið bara á morg-
un, og við getum rætt um þetta þá.
Þér getið ekki trúað því, hversu
glaður ég er.“ Hann hlær, um leið
og hann lokar dyrunum á forviða
manninn. Svo flýtir hann sér inn til
að losa Kristínu úr fangavistinni og
bæta henni þann tíma, sem hún hafði
orðið að dúsa úti á svölunum.
ENDIR.
vikan 31