Vikan


Vikan - 31.08.1961, Side 6

Vikan - 31.08.1961, Side 6
Þegar ínez kom heim af skrif- stofunni, fór hún í síðbuxur og rósótta blússu og flýtti sér fram i eldhús. Hún kveikti undir græn- metinu, sem stóð tilbúið á elda- vélinni, svo þui'fti hún að steikja kótiletturnar og leggja á borðið, áður en Don kæmi heim. Þau höfðu verið svo lánssöm að fá íbúð á neðri hæð i endurbyggðu ein- býlishúsi. Á efri hæð bjó aðeins gömul kona, eigandi hússins, ung- frú Parkins. — Treystir þú þér til að sjá um húshaldið samhliða skrifstofustörf- unum? hafði Don spurt, áður en þau giftu sig, og reynt að hlera, hvernig hans heitt elskaða Inez, sem var svo mikið gefin fyrir skemmtanir og iþróttir, mundi nú spjara sig sem húsmóðir. — Hvers vegna ekki? Þetta gera fjöldamargar konur, svaraði hún með þeirri sannfæringu, að það gæti ekki verið mikið verk að halda hús fyrir þau tvö og taka til í þessum björtu, nýmáluðu stofum. — En þetta var, áður en þau keyptu húsgögnin og fengu allar þessar gullfallegu brúðargjafir Við þetta vaknaði húsmóðurstolt henn- ar, og hún leit á hvern hlut, sem tilheyrði ibúðinni, eins og dýrgrip, sem þyrfti að fága og lagfæra á hverjum degi, og heimilið varð henni meira virði en allt annað. Þetta var mikil breyting frá þvi i gamla daga, þegar hún hafði svo gaman af því að fara í samkvæmi eða kvikmýndahús. Nú hafði hún engan áhuga á þess háttar, — auk þess hafði hún alls ekki tima til þess. Hún heyrði, að Don stakk lykl- inum i skrána, svo kom hann inn, hár, myndarlegur maður, sem faðmaði konu sina, áður en hann réðst á matinn. — Þetta er indælis matur, en ég verð víst að hafa hraðan á til þess að koma í tæka tíð á þetta bannsett kvöldnámskeið. Ég var íagíega vitiaus að Íáta mér detta í hug að taka þetta auka- próf. Inez hló. — Þú segir annað, þegar því er lokið og þú hefur fengið skírteinið þitt. — Má bjóða þér meira grænmeti? — Já, þakka þér fyrir, þetta er svo liómandi gott. — I dag eru sex mánuðir, síðan við fluttumst í þessa ibúð, sagði hún ánægð. — Já, og ég þarf víst að borga húsaleiguna. Eg get stungið pen- ingunum inn um bréfrifuna hjá henni, um leið og ég fer. Það er annars dálitið einkennilegt, að ung- frú Parkins skuli aldrei hafa boð- ið okkur i te, finnst þér það ekki? — Satt að segja gerði hún það, fyrst eftir að við komum, viður- kenndi Inez. — En eins og þú veizt, geta svona gamlar einstæð- ingskonur oft verið dálltið þreyt- andi, svo að ég afþakkaði boðið, og þó að hún hafi aldrei ávarp- að mig síðan, hef ég orðið þess vör, að hún gefur mér gætur úr sínum hluta garðsins, en ég læt alltaf eins og ég taki ekki eftir þvi. — Þú ætlar sem sagt ekki að láta hana vaða ofan í þig? -— Nei, það máttu reiða þig á. Hún kom með eftirmatinn, sem var súkkulaðibúðingur með þeytt- um rjóma. — Ég hitti Watts gamla á heim- leiðinni, og hann sagðist búast við aðstoð okkar við góðgerðarsamkom- una, sem á að halda á laugardaginn kemur i fjái'öflunarskyni fyrir sjúkrahúsið. — En iþróttaklúbburinn sér um allan undirbúninginn, og við er- um ekki félagsmenn lengur. Ég sagði það við Watts, en hann sagði, að það gerði ekkert til. Hún tók um handlegg hans. — Getum við ekki látið peninga í staðinn fyrir að hjálpa til? Það er svo margt, sem við þurfum að gera hérna heima um helgina. — En þér hefur alltaf þótt svo skemmtilegt að vera með í þessu. — Já, mér fannst lika gaman að leika handbolta og tennis. En þess- ir timar eru liðnir. Nú finnst mér þetta svo fánýtt, og ég vil miklu heldur hugsa um heimilisstörfin. Don lagði frá sér skeiðina. — Góð, gamaladgs húsmóðir, er það ekki? En þetta getur ckki gengið til lengdar. Við veiðu.u að skemmta okkur inn í milli — ekki bara eilift strit. Mér finnst, að við ættum að taka þátt í þessu á laugardaginn. Það verður áreiðan- lega skemmtilegt. — En elskan min, þú varst bú- inn að lofa að setja upp hillu í búrinu, og garðurinn er eins og á eyðibýli, og . . . — Ég fer að verða of seinn á námskeiðið. Við getum talað um þetta seinna. Hann kyssti hana í flýti og þaut af stað. Hún stóð við gluggann og horfði á eftir honum, síðan tók hún til óspilltra málanna við húsverkin. Hún fægði húsgögnin, svo að það mátti spegla sig i þeim, þvoði gluggana, undirbjó miðdagsmatinn fyrir næsta dag og tók til í eld- húsinu. Seint um kvöldið kom Elaine, systir hennar, í tennisfötum með spaðann undir handleggnum án þess að berja að dyrum. — Ham- ingjan góða, vinnur þú allan sólar- hringinn? spurði hún undrandi. — Þú ferð á fætur i dögun, vinn- ur á skrifstofunni fram eftir degi, siðan ferðu heim og stritar eins og þræll langt fram eftir kvöldi. Þetta hlýtur að vera alveg óþol- andi. — En mér finnst svo gaman að liúsverkunum. Inez þurrkaði vand- lega pínulítinn blett af skínandi- hvítri eldavélinni. Bíddu bara þangað til þú giftir þig, þá skilur þú mig áreiðanlega. Yngri systirin hristi höfuðið ákveðin á svip. Þó að ég gifti mig, ætla ég að gefa mér tima til að skemmta mér, — nema ef við eignumst börn. Ég er fús til a< fórna öllu þeirra vegna. En fyrii potta og húsgögn og þess háttar, - —- kemur ekki til málal — Jæja, en ég er nú svona gerð, að mér líður ekki vel, nema allt sé i röð og reglu á heimilinu. En hvers vegna kemur þú svona seint? — Ég var á fundi, sem haldinn var út af markaðnum, sem á að vera á laugardaginn. Watts sagði mér, að þið Don hefðuð lofað að hjálpa til. — Við höfum engu lofað. Við höfum hreint og beint ekki tima til þess. — Hvaða vitleysa, þið getið það alveg eins og við hin. Og þetta, sem þú þykist endilega þurfa að gera á laugardaginn, er varla svo mikilvægt, að það geti ekki beðið. — Þetta er alveg tilgangslaust, við komum ekki. Ég ætla að fara að renna upp á könnuna, má ekki bjóða þér kaffi? — Jú, þakka þér fyrir. — En nú dettur mér dálitið í hug. Mjólk- in hennar ungfrú Parkins er enn þá við dyrnar hjá henni. — Er nokkuð athugavert við það? — En Inez, klukkan er orðin ellefu. Hún er kannski veik. Við ættum að miniista kosti að athuga það. — Hún hefur bara gleymt að sækja hana, og við skiptum okkur aldrei hvor af annarri. — En þetta er nú dálitið sér- stakt. Hún býr alein þarna uppi. Hugsaðu þér, ef það væri nú eitt- hvað að henni. — Það get ég ekki imyndað mér, sagði Inez kæruleysislega. — Ég fer nú samt og kalla upp í gluggann til hennar. Elaine kom aftur eftir nokkrar minútur. — Þetta er allt í lagi. Hún var nýkomin heim. En hún HB™ mff 'á Æ mr jA'M ¥%/á |§r vlSr /ter ÆbxSp MSSfæ mr 6 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.