Vikan - 31.08.1961, Qupperneq 15
Danskt einbýlishús, byggt á einni hæð, án upphækkunar eða nokkurra bragða til að gera það „reisulegt.
væri líklega enn betra með fjall að baki.
það er engu að síður svipfallegt og
húsið, sem sést á meðfylgjandi
mynd, sýnir mjög vel, hvernig
þessi stíll getur orðið, þegar hann
er beztur. Húsið er svipfallegt,
þakskeggið gefur þvi traustan svip
án þess að vera yfirdrifið, og það
er líkt og hluti af náttúrunni. Þó
gæti ég trúað, að það færi enn
betur í fjallalandslagi eða jafnvel
í hrauni.
íslendingar hafa reynt að til-
einka sér þennan stíl, en ekki kom-
izt yfir það enn, að reisnin hljóti
að byggjast á hæð. Mér hefur
fundizt bera sérstaklega mikið á
þessu i þorpum úti á landsbyggð-
inni. Sæmilega góð hús hafa verið
skemmd með því að steypa undir
þau háan sökkul, án þess að nauð-
syn bæri til, og siðan er háum
„hatti“ tyllt ofan á. Þetta kemur
yfirleitt ekki að sök, sé um stór
hús að ræða, en sé flatarmálið
talsvert undir 100 fermetrum, verð-
ur hæðarhlutfallið allt of mikið á
móti breiddinni. Varla þarf að
taka það fram, að litlar glugga-
borur á forhliðum þessara húsa
eru hrein misþyrming við stílinn.
Ástæðan fyrir „hattinum“ er
skiljanleg og eðlileg. Við getum
ekki haft þökin jafnhallalítil og
víða annars staðar í heiminum,
þar sem úrkoma er mörgum sinn-
um minni. Látum það vera, þótt
einn veggur hússins sé eitthvað
hækkaður, til þess að nauðsynleg-
um halla verði við komið. Það
þyrfti ekki að raska hlutföllum
stilsins til muna, væri ekki gerður
metra hár sökkull undir, sem
venjulega er alveg óþarfur, nema
byggt sé í halla.
Gerið ykkur í hugarlund gömlu
bæina íslenzku með burstum helm-
ingi breiðari en tíðkaðist, en jafn-
háum — eða helmingi hærri burst-
um og jafnbreiðum og tiðkaðist.
Þar með væri stíllinn fokinn út í
veður og vind og einungis skripa-
mynd eftir. Þannig er það um
þenna „bungalow“-stil, sem við
höfum reynt að tileinka okkur til
þess að fylgjast með. Vegna þess að
byggjendur skortir tilfinningu fyr-
ir stil, hafa komð út úr viðleitn-
inni eins konar hænsnakofaeftir-
likingar.
Við erum mjög háð veðurfarinu
um byggingar og útlit þeirra. Þess
Framhald á bls. 35.
Húsin sett saman í hjarngeilunum.
búnu eru byggingarnar, sem gerðar
eru úr sterkum stálflekum, settar
saman niðri i geilunum og tengdar
viðum göngum,sem gerð eru á
sama bátt, en loks moka snjóýtur
ismulningnum að og yfir allt sam-
nn. og smám saman sekkur svo öll
stöðin dýpra og dýpra niður i
jökulinn.
Svo fullkomin er þessi rann-
sóknarstöð á Marie Byrds landi,
að litið kjarnorkuver, sem reist
hefur verið í sambandi við hana,
sér henni í'yrir rafmagni til ljóss
og hita og allrar orku. Vísinda-
mennirnir geta meira að segja
ræktað grænmeti þarna undir
jöklinum! Og i rauninni er þar
öllu fremur um sináborg að ræða
en einstaka rannsóknarstöð.
Frá þessum aðsetursstað fara
vísindamennirnir svo í skcmmri og
leingri leiðangra um heimskauts-
landið, ekki þó á hundasleðum
og skíðum eins o glioald Amund-
sen og garpar hans, heldur eru
sleðar þeirra dregnir af litlum, en
kraftmiklum beltisdráttarvélum,
svo að þeir geta haft meðferðis
öll nauðsynleg tæki til rannsókna
sinna, auk vista og tjalda.
Vitað er, að heimskautslandið
er auðugt að ýmsum málmum, en
þrátt fyrir alla tæknina verður
þess vist samt nokkur hið, að unnt
reynist að grafa þá úr jörðu. En.
vísindamennirnir hafa við nóg að
glima samt. Þeim þætti til dæmis
ekki ófróðlegt að komast að raun
um, hvernig á því stendur, að
stöðuvatn nokkurt, sem fundizt
hefur uudir isþekjunni á þessum
slóðum, er heitt við botninn, —
22 gráður á Celsius.
Og dýralífið þar syðra er ekki
siður merkilegt rannsóknarefni.
Það þótti áður sannað, að keisara-
álkurnar leituðu jafnan sömu varp-
staða. Visindamennirnir banda-
risku tóku fimm slíkar álkur,
merktu þær vel og vandlega og
fluttu þær síðan í flugvél þvert
yfir heimskautslandið, þar sem
þeir skildu þær eftir. En þegar
varptiminn hófst næsta ár, voru
þær komnar „heim“ aftur, allar
fimm, 2500 mílna leið yfir haf og
jökulbreiður!
Hraðbréf — í orðsins
Það er nokkuð siðan Bandarikja-
meiin tóku að „útvarpa“ veður-
kortum milli veðurathugunar-
stöðva, þannig að sérstök móttöku-
tæki skiluðu sæmilega greinilegu
afriti. Fyrir tveimur árum tók
eitt af stærstu flutningaskipafé-
lögum Sviþjóðar að senda farmönn-
um á skipum sinum „dagblaðið“
um borð með svipuðum tækjum,
Framhald á bls. 42.
MttCAM 15