Vikan


Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 21

Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 21
RITHÖFUNDURINN NÝTUR MIKILLAR HYLLI. — BERYL HYGGUR Á SÓKN. MARÍN ER ÁSTFANGIN AF HONUM ... EN ... LÍSA ,.. ? — Særa, donna Lísa? Hvað er það? Lísa, sem sá fram á, að hún mundi ekki kunna þau tök á portúgölskunni, að sér tækist að gera Rósu það skilj- anlegt, svaraði afsakandi: — Gleymdu þessu, Rósa mín. Ég ætla sjálf að bera inn teið. FRAMTlÐARDRAUMAR CLEVELANDS. i Þegar Lísa kom inn í stofuna, ríkti þar friður og fyllsta samræmi. Þær Kitty og Marín höfðu bætzt í hópinn, og Beryl, sem var nú eins blíð og henni var frekast unnt, sat og hélt í hönd Mikka, spurði Cleve- land um starf hans og hlýddi með undrun og aðdáun á svörin, sem hann hafði á hraðbergi. Jafnvel Lísa varð að viðurkenna, að það var gaman að hlusta á frásögn hans, og gat ekki að sér gert að taka undir hlátur hinna — þrátt fyrir allt. I rauninni leið þeim ljómandi vel þessa stundina; jafnvel Mikki var kominn í bezta skap, enda þótt hann yrði bersýni- lega dálítið undrandi, þegar Cleve- land stakk upp á Þvi, að þau færu að synda, — og Beryl tók því með hinni mestu hrifningu. — En, vina mín, þú varst að enda við að segja, . . . byrjaði hann, en Beryl tók fram í fyrir honum með sínum silfurskæra hlátri. — Ég hef víst látið mér sitthvað heimskulegt um munn fara, áður en ég fékk teið, sagði hún og fyllti þar með gleðibikar hans á barma. Þau voru orðin vinir aftur, og þannig mundi það verða. — Þú hefur reynzt okkur heilla- gestur, elskan, sagði Mikki við Beryl, þegar þau gengu öll saman yfir litla skógarásinn niður að lauginni. Og Beryl svaraði: — Er það satt, Mikki? Ég er því iíka sannarlega fegin, að ég skyldi koma. Enda þótt hún segði þetta við Mikka, leit hún til Clevelands um leið, og það leyndi sér ekki, að það var hugsunin um hann, sem vakti ljómann í augum hennar og gæddi röddina heitri ákefð. Hann var glæsi- legasti karlmaður, sem hún hafði lengi augum litið, — auk þess ber- sýnilega.ríkur og loks frægur í þokka- bót. — Já, ég er fegin því, að ég skyldi koma, mælti hún enn við Mikka og endurtók það meira að segja. En hún gerði sér ljóst, að hún yrði að fara kænlega að öllu. Það var ó- neitanlega dálitið iakara, að hún skyldi vera trúlofuð Mikka, — en ef hún sliti trúlofuninni, mundi hún verða að hverfa á brott frá Monte Paraiso. Henni var því betra að fara gætilega, en henni kom ekki til hug- ar að efast um hæfileika sína til að sigrast á öllum örðugleikum, sér i lagi þegar um svo heillandi takmark var að ræða. Lisa veitti svip hennar og augna- ráði athygli og spurði sjálfa sig, hvað hún mundi ætlast fyrir. Hún þurfti ekki lengi að spyrja. Beryl hjalaði á- stúðlega við Mikka, en Þó var það Cleveland, sem hún bað að segja sér til í skriðsundi. Og ekki var það síður gert til þess að vekja athygli hans, þegar hún kleif upp á allháan klett, þar sem hún stóð eins og íturvaxin vatnagyðja, lét síðan sem sér skrikaði fótur og kallaði hlæjandi: — Cleve- land, bjargið þér mér. . . Og svo varp- aði hún sér í faðm hans og hélt sér dauðahaldi i hann, mun lengur en nauðsyn krafði. Og hann tekur hana í fang sér, hugsaði Lísa hneyksluð, lætur hana spila með sig. Svo mikil er sjálfsað- dáun hans, að hann tekur ekki einu sinni eftir Því. Þar skjátlaðist henni reyndar. Cleveland tók undir við Beryl ein- göngu af þvi, að Það var orðinn vani hjá honum að þiggja aðdáun allra. Hins vegar var laust við Það, að hann væri hrifinn af henni; til þess var hún allt of einföld og auðskilin, og slíkar konur gat hann ekki með neinu móti þolað. Persónurnar í leikritum hans voru aldrei heimskar eða opin- skáar, — þær voru vel gefnar, mennt- aðar, skemmtilegar og ekki allar þar, VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.