Vikan - 31.08.1961, Page 34
Mikið og glæsilegt úrval húsgagna af flestum gerðum. -
Vér viljum sérstaklega vekja athygli yðar á hinum léttu og
stílhreinu sófasettum vorum sem setja munu nýtízkulegan blæ
á hvert heimili. - Verð kr. 9.600.00.
Gjörið svo vel og lítið inn.
Húsgagnaverzlun
Axels Eyjólfssonar
Skipholti 7 — Sími 10117
Blóm á heimilinu:
Hugleiðingar um blóm
eftir Paul V. Michelsen.
í Vesturbænuni í Reykjavík búa
hjón, og hefur konan mjög gaman
af hlómum og verður sér því oft
úti um nýja plöntu í gluggana til
að auka á hlýleik heimilisins.
Bóndinn var aftur á móti oft að
skattyrðast við hana yfir öllum
þessum blómum. En dag nokkurn,
er hann kom heim í hádegismat,
fannst honum allt svo kuldalegt
og tómlegt, að hann spyr konu
sína, hvað valdi, kveðst ekki
kunna við sig í stofunni. Konan
svarar, að hún hafi bara farið
með blómin sín út í sumarrign-
inguna. Bauðst þá bóndi strax til
að hjálpa henni við að bera þau
inn aftur.
Þannig er hópur fólks, sem
gengur um í lífinu og sér ekki
dásemdir blómanna, en saknar
þeirra þó, ef þau vantar.
Heimili án blóma getur aldrei
orðið jafnfagurt og hlýlegt. En
það er ekki nauðsynlegt að dreifa
blómum um allar stofur, hafið
heldur ákveðna reiti fyrir þau;
t.d. er mjög fallegt að hafa sér-
stakt blómaborð eða stóra grind,
þar sem komast mörg blóm sam-
an af ólíkum tegundum. Einnig
er fallegt að hafa sérstakan blett
á gólfinu, þar sem raða má niður
mörgum mismunandi tegundum.
Maður nýtur þess að horfa yfir
og niður á blómin frekar en sjá
þau á borði, nema það sé því
lægra.
Það er hægt að notast við
margt til að planta í, eins og t.d.
gömlu, brúnu tekatlana. Má i þá
planta 2—4 mism. teg. kaktusa
eða einu fallega blómstrandi
sumarblómi. Þá eru gömiu kop-
arkatlarnir og fötin ekki síður
smekkleg undir margar tegundir.
Auk þess eru koparílátin í tízku
þessa stundina.
Látið hugmyndaflugið njóta
sin, og breytið til með plöntun og
tilhögun, ef hægt er, og nóg er
úrvalið af blómum á markaðnum.
smástríða hvort öðru, og Inez varð
aftur hugsað til Don. Það var
ekkert undarlegt, þó að hann tæki
félagsskap skemmtilegrar ungrar
stúlku fram yfir það að vera heima
og setja upp hillur í búrinu. Mark-
aðurinn mundi standa langt fram
eftir kvöldi, — þau gætu verið
saman í marga klukkutíma enn þá.
Ungfrú Parkins stóð upp. — Þið
verðið að hafa mig afsakaða, börn-
in góð, en ég sé, að gömul vin-
kona mín situr hérna rétt hjá okk-
ur, og mig langar til að rabba
svolítið við hana.
Hún gekk fram gólfið, litil og
beinvaxin, og Tony sagði með við-
kvæmni í rómnum: — Vesalings
gamla frænka mín, hún átti tvi-
burasystur, og þær voru alveg ó-
aðskiljanlegar, þar til hún dó fyrir
tveimur árum.
— Það liafði ég enga hugmynd
um, sagði Inez með tárin i aug-
unum.
—- Ilún minnist aldrei á það.
Hún er ekki gefin fyrir að rekja
raunir sínar, en ég er viss um,
að hún saknar Grace mikið og
hlýtur að vera liræðilega einmana.
Já, það er hún áreiðanlega.
Inez varð þungt um hjartaræt-
ur, þegar hún minntist hinna hæ-
versku tilrauna gömlu konunnar
til að vingast við Iiana.
— Ég hef oftast nær verið er-
lendis og því ekki getað gert mikið
fyrir hana, sagði Tony. — Þess
vegna fannst mér það líkast krafta-
verki, þegar ég uppgötvaði, að þú
átttir heima í sama húsi, því að ég
treysti engum eins vel og þér til
að hafa upplifgandi áhrif á hana
í einverunni.
— En ég er ekki sama unga
stúlkan, sem þú manst eftir, Tony,
hugsaði hún. Ég er orðin eigin-
gjörn og fráhrindandi persóna í
alla staði. — Upphátt sagði hún:
— Það er allt i lagi, Tony. Ég
lofa þvi, að héðan i frá skal ég
gera allt, sem ég get, til að hún
verði ekki eins einmana.
Gamla konan kom nú aftur að
borðinu. — Ættum við ekki að
fara út á íþróttasvæðið núna, svo
að við komum, áður en mesta ösin
byrjar, sagði hún. Skrúðgangan fer
víst bráðum að koma aftur.
— Jú, það skulum við gera, sagði
Inez og tók um handlegg gömlu
konunnar. — Hvað langar yður
mest til að gera, þegar við komum
þangað, ungfrú Parkins?
— Allt, góða min, — fara í
hringekjuna, reyna skotfimi mina,
taka þátt í verðlaunagetrauninni
og öllu, sem gaman er að.
Tony hló. — Það er auðséð,
að þú ætlar þér ekki að inissa af
neinu.
— Auðvitað ekki. Það er sagt,
að gamalt fólk sjái miklu meira
eftir því, sem það liefur ekki gert,
heldur en þvi sem það hefur gert,
- - og ég kæri mig ekki um að
sjá eftir neinu.
— Við skulum þá að minnsta
kosti sjá um, að þér verðið ekki
fyrir vonbrigðum í kvöld, sagði
Inez. Henni varð nú allt í einu
ljóst, að þessi markaður, sem hún
hafði verið svo mótfallin, var í
rauninni nokkurs konar brú, sem
gat hjálpað henni til að finna aftur
kátu, lífsglöðu ungu stúlkuna, sem
hún hafði verið, áður en hún gift-
ist. 1 kvöld mundi ungfrú Parkins
34 VHCAN