Vikan


Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 36

Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 36
hallandi nál betri yfirsýn S í S Austurstræti. Dr. MATTHÍAS ... Framhald af bls. 18. ölflin yrði furðu fábreytiieg, ef allir breyttu eins. og við. Kannske er það auðveldara að dæma verknað ann- ars manns úr hugskots fjarlægð og eftir á en að leysa vandann á iíð- andi stund, í höftum persónuleik- ans og með allri orku hans. Skyidi veröldin þurfa á öllum fjölbreytileik manneðlisins að halda, til þess að vefur hennar verði nógu litskrúð- ugur? Þá ætti e.t.v. hver þráður 'uppistöðu og ívafls sinn ákveðna tilgang og örðugt væri fyrir þá að gera upp á milli verðleikanna. Það gæti komið á daginn, að rauður þráður væri elcki verðmætari en liinn blái, græni eða hvíti. SVEFNTREYJUR. Framhald af bls. 17. Svefntreyjan til vinstri á myndinni. Stærð: 40—46. Efni: 7 hnotur „Mohair“-garn, 25 gr. hver hnota. Prjónar nr. 4, 6 og 8. Einn skelplötuhnappur. Mynstur: Brugðningsbekkur prjón- 36 vhmn aður framan á ermarnar á treyj- unni, 1 I. sl. og 1 1. br. á prj. nr. 4. á prj. nr. 4. Klukkuprjón, prjónað á prjón nr. 8. 1. prj. (rangan): * 1 1. sl., 1 1. tekin óprjónuð fram af prjóninum, garninu slegið um leið á prjóninn, þannig að það liggi við hliðina að óprjónuðu lykkjunni *, endurtakið frá * til * umferðina á enda. 2. prjónn * 2 1. sl. prj. saman, þ.e.a.s. óprjónaða lykkjan og bandið, jiannig að úr verði 1 1., 1 1. tekin óprjónuð (bandinu slegið um prjóninn) *, Endurtakið frá * til * umf. á enda. Endurtakið siðan þessar tvær um- ferðir. 10 1. prjónaðar á prj. nr. 8 með klukkuprjóni, 24 umf =. 10 sm. Fitjið upp 70 1. á prj. nr. 4 og prjónið brugðningsbekkinn framan á erminni, 1 1. sl. og 1 í. br. 5 sm. Takið prjóna nr. 6 og prjónið 3 sm. klukkuprjón. Takið prj. nr. 8, og prj. áfram klukkuprj., þar til stykk- ið mælist 17 sm (42 prj). frá brugðn- ingsbekknum. Fellið af 37 1. frá hægri hlið. Prj. 16 prjópa (7 sm) áfram með klukkuprj., lykkjfnar sem eftir eru (33 1.). Fitjið upp 37 1. yfir þeim sem áður voru felldar af og prjónið þessa hlið eins qg þá fyrri. Kraginn: Fitjið u]>p 105 1 á prjóna nr. 8. (y/.ta brúnin á kraganum). Prjónið klukkuprjón, fyrst 8 prjóna beint upp, fellið síðan af í hvorri hlið: 1 1. 8 sinnum, 2 1. 4 sinnum, 3 1. 4 sinnum, 4 1. 1 sinni, 5 1. 1 sinni og það sem eftir er á prjónin- um í einu lagi. Saumið nú 5 sm brugðninginn framan á erminni samap. Heklið 1 umferð fastahekli í hálsmálið, saum- ið kragann við, 31 1. á miðjum kraga við 7 sm. á miðju baki. Búið til 1 hnappagat í hægri lilið,- 2 sin. frá yztu brún, þannig að víkka út 1 1. og varpa siðan í gatið. Saumið hnappinn á treyjuna á mótstæðan stað við hnappagatið. FRYSTING MATYÆLA. Framhald af bls. 17. Smjörpappír, dagblöð og venju- legur umbúðapappir er ónot- hæfur.) 5. Ytri umbúðir eru t. d.: pappa- öskjur, venjulegur brúnn papp- ir og gaspokar. 6. Límbandi, garni og merkimið- um má ekki gleyma, einnig þarf að merkja greinilega með nafni, innihaldi, þunga, dagsetningu, og ártali. 8. Ef um fljótandi matvæli er að ræða, þarf að setja þau 1 vatnsheld ílát; beztar eru þar til gíerðar plast- eða alúmindósir. Einnig má frysta i flöskum eða krukkum, en hætt er við, að þær springi. Ath. að hafa 2—3 cm. brún frá kanti og hafa ilátin örugglega lokuð. 9. Það verður að frysta strax að innpökkun lokinni. 10. Vörunum er raðað við veggi frystihólfsins eða kistunnar, helzt hver pakki fyrir sig með örlitlu millibili og sem lengst frá því sem frostið er. 11. Öruggast er að frysta i einn sól- arhring til að vera viss um, að matvælin séu gegnumfrosin, sið- an er staflað saman og frostið lækkað, sem áður er tekið fram. 12. Ath. að opna frystihólf eða kist- ur sem sjaldnast og eins stuttan tíma og mögulcgt er. Gæta verður þess að skafa af hliðum frystisins öðru hverju með þar til gerðri sköfu. Aðalhreingcrn- ing er 1—2 á ári; þá er vörunum pakkað i dagblöð og hálm, straum- urinn tekinn af og þvegið úr clór- amínupplausn (2 töflur i 1 litra af vatni). GRÆNMETI. Allt grænmeti að undanteknum gúrkum er soðið nokkrar mínútur (eftir tegund) áður en jiað er fryst, með því varðveitum við betur lit bragð og vitamín. 1. Ath. að góður árangur næst ef grænmetið er fyrsta flokks og nýupptekið. 2. Hreinsið grænmetið strax og þannig, að það sé tilbúið í pott- inn eftir frystinguna. 3. Þvoið úr köldu vatni, og skerið i minni stykki. 4. Bezt er að láta það í þar til gerða þráðakörfu eða gufurist, i sjóð- andi vatn. 5. Suðutiminn þarf að vera ná- kvæmur, frá því augnabliki að grænmetið kemur í suðu. Þess- vegna er nauðsynlegt að sjóða ekki of mikið í einu. Hæfilegt er að hafa 6—8 litra á móti 1 kg af grænmeti, og sjóða má í vatninu oftar en einu sinni sé um sömu tegund að ræða. 6. Kælt fljótt, bezt í rennandi vatni með isteningum. 7. Vatnið látið siga vel af og græn- metinu pakkað í loftþéttar um- búðir, oftast eru notaðir plast- pokar eða fóðraðar pappaöskjur. 8. Geymslutimi er 10—12 mán. við h- 18° C. 9. Grænmetið er látið frosið i sjóð- andi vatn með salti (10 gr á litra) eða pott með smjöri eða smjörlíki. Eigi að nota það i súpu eða jafning er það einnig látið beint i pottinn. Framhald á bls. 38.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.