Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 05.10.1961, Qupperneq 4

Vikan - 05.10.1961, Qupperneq 4
BÖRNUNUM LÍBUR ÞVÍ AÐEINS VEL í SKÓLANUM • AÐ ÞAU SÉU HRAUST • AÐ ÞAU KUNNI LEXIURNAR • AÐ ÞAU SÉU HREIN • AB ÞAU SÉU SNYRTILEG TIL FARA VÉR GETUM SÉÐ BÖRNUM YÐAR FYRIR VÖNDUÐUM, HLÝJUM OG SNYRTILEGUM SKÓLAFATNAÐI. LEITIÐ TIL OKKAR. Krónan, kílómetrinn og klukkustundin Fyrir þremur áratugum hafði al- menningur hér á landi allt aðra afstöðu til fjárupphæða en nú er. Þá var krónan peningur, hundrað krónur mikill peningur, þúsund krónur mikið fé. Þá gerðu dugmikl- ir einstaklingar og stórhuga sér vonir um að geta einhvern tíma eignazt tiu þúsund krónur, en draumar fjármálamanna snerust um hundrað þúsund krónur. Um sama leyti voru tíu kílómetr- ar drjúgur spölur, hundrað kíló- metrar löng leið. Þá voru karlmenn orðnir „karlar“ um fertugt og konur „kerlingar", sextugt fólk gamalmenni ... Þegar mæld eru hraðaafköst far- artækis, er miðað við þá vegalengd, sem það fer á klukkutíma, — með öðrum orðum, þá vegalengd, sem það gerir manninum kleift að kom- ast á klukkutima. Þannig getur tim- ^inn táknað vegalengdir, og frá prmannsævilegu sjónarmiði er hann Mhinn eini raunverulegi mælikvarði. “klorfeður okkar v(issu, hvað þeir sungu, þegar þeir miðuðu fjarlægðir við dagleiðir; vegalengdin skipti ekki neinu máli i sjálfu sér, heldur tíminn, — það brot af ævi manns- ins, sem eyddist i að fara hana. Hið sama verður uppi á teningn- um, þegar rætt er um kaup. Þá breytist tíminn í peninga i orðsins fyllstu merkingu. Launin eru sú peningaupphæð, sem þú berð úr býtum fyrir vissan hluta ævi þinnar, skemmri eða lengri, eða, — svo að hugsunin sé hugsuð til enda — launin eru ávísun á þau verðmæti, sem þú selur fyrir vissan hluta af ævi þinni. Og enn ber að sama brunni, — krónutalan skiptir ekki neinu máli í sjálfu sér frekar en kilómetratalan, heldur tíminn, — það brot af ævi þinni, sem fer í að vinna fyrir þeim verðmætum. Nú hugsa menn ekki lengur i ein- ingum, tugum, hundruðum, — jafn- vel ekki i þúsundum, heldur nær eingöngu í tugþúsundum, hvort heldur um krónur eða kílómetra er að ræða. Og milljónin er ekki leng- ur óhlutlægt hugtak. í rauninni má segja sem svo, að hvort tveggja hafi lækkað að gildi krónan og kilómetr- inn miðað við klukkutímann, sé mið- að við upphæðir. í fljótu bragði kann einnig svo að virðast, að klukkustundin sjálf, mælikvarðinn, hafi lækkað að gildi. Starfsævi mannsins hefur lengzt að stórum mun meir en ævi manns- ins í árum talin. Menn og konur um fertugt eru enn í fullu fjöri og eiga langan starfstíma fram undan, og sextugt fólk er nú ólúnara og hraust- ara til sálar og likama en fimmtugt og jafnvel fertugt fólk áður. Klukku- stundin er þvi ekki jafnmikill hluti mannsævinnar nú og hún var; mað- urinn hefur ráðstöfunarrétt yfir fleiri klukkustundum en áður miðað við meðaltal. Samkvæmt þvi gæti virzt rökrétt að álykta, að hver ein- stök klukkustund væri honum ekki jafnmikils virði og áður. En þar mundi um rökvillu að ræða, — i fyrsta lagi vegna þess, að maðurinn veit aldrei, yfir hve mörg- um klukkustundum hann hefur að ráðla; i öðru lagi er hver liðin klukkustund ekki aðeins óafturkall- anleg, heldur og óbætanleg, þar eð ekkert getur komið i hennar stað. Þar er því ekki einungis um hinn eina sanna mælikvarða á gildi ann- arra verðmæta að ræða, heldur um leið verðmæti, sem aldrei getur minnkað að gildi, hvort sem menn hugsa annars í tugum og hundruð- um eða í tugþúsundum og milljón- um — króna og kílómetra. Drómundur. VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.