Vikan


Vikan - 05.10.1961, Síða 21

Vikan - 05.10.1961, Síða 21
Það gengur á ýmsu... Hvílíkur dagur, segir Lísa... wasf/iu sagði hann. — Hún hefur slitið trú- lofun okkar umsvifalaust. Anna leit undan, horfði til fjalla, svo að hann gat ekki séð svipbrigði hennar. — Á ég að samgleðjast þér eða samhryggjast? spurði hún. — Giskaðu bara á, svaraði hann, um leið og hann lagði arminn um grannt mitti henni og sneri henni að sér. -— Anna, þessi náungi, sem . . . er nokkuð á milli ykkar? Hún horfði róleg í augu honum. Svo hristi hún höfuðið. — Hann skipt- ir mig ekki neinu máli lengur. Það er dagur og vika siðan. Um leið og ég skildi það, að hann hafði numið mig á brott einungis til þess að fá auglýsingu fyrir sjálfan sig, var öllu lokið okkar á milli. Og svo allt rifrild- ið, sem ég átti í við föður minn. . . Ég hef ekki enn sagt þér neitt um föður minn eða hvað hann gerir? — Nei, svaraði Mikki, og þú þarft ekki heldur að gera það, nema þú sjálf viljir. Hann skiptir mig ekki neinu máli. . . Það ert þú Anna, sem ég elska. Og nú er ég loksins frjáls að þvi að segja þér það, — frjáls að því að spyrja þig, hvort þú . . . Lengra komst hann ekki, þvi að móðir hans hrópaði hástöfum heima á hlaði: — Mikki, komdu strax. . . . Það er einhver ókunnugur maður kominn . . . Hann er að leita að dótt- ur sinni, segir hann. •—■ Segðu honum, að hún sé ekki hér, svaraði Mikki. — Segðu honum að fara til . . . REIKNINGSSKIL. Mikki heyrði fótatak, leit um öxl og þagnaði við. Skammt frá kom mið- aldra Bandaríkjamaður, mikill á velli og hnarreistur, enda þótt hann gengi dálítið haltur. Hann sveiflaði stafnum og kallaði þrumuráust: — Ungi mað- ur, ég heiti Cyrus K. Oglethorpe, og ég er að leita að dóttur minni . . . Engum mun falla það beinlinis vel í geð að vera truflaður í miðju bón- orði sínu. — Mér stendur á sama, þótt svo þér séuð Síamskonungur, svaraði hann gremjulega. EVi þá rak aðkomumaður upp öskur mikið. — Maríanna . . . Hann lyfti göngustaf sínum og benti á Önnu. — Hvað ertu að gera hérna? Og hvar er bölvaður saxófónleikarinn? Anna stóð þarna eins og steingerv- ingur og hélt í taumana á Estrellu. — Ef þú ert að spyrja um Juan, þá hef ég ekki hugmynd um, hvar hann er niður kominn, svaraði hún. — Ég giftist honum ekki . . . Andrúmsloftið varð skyndilega magnað annarlegri spennu. — Varð ekkert úr giftingunni, ha? þrumaði Cyril K. — Giftist þú ekki asnanum? Hvað gerðirðu þá, ha? Anna horfði fast á hann. — Ef þig langar til að vita það, þá laumaðist ég út um bakdyrnar á gistihúsinu, með- an hann var að skrá nöfn okkar í gestabókina, mælti hún rólega. — Svo leiddi þetta hvað af öðru. Eg ætlaði að halda rakleitt heim til New York, en þá sá ég það í dagblöðunum, að þý vildir ekki framar af mér vita sem dóttur þinni, og I sama blaði sá ég auglýst gistiherbergi hérna, og nokkr- um dögum síðar var ég svo komln hingað. — Þú fórst hingað, þrumaði sá bandariski, — og hefur falið þig hér allan timann, á stað, sem enginn lif- andi maður hefur einu sinni hugmynd um. Og allan þennan tíma hef ég haft herskara leynilögreglumanna til að leita að þér, greitt þeim þúsundir dollara. . . . — Hvers vegna? spurði Anna. ■— Þú, sem vildi ekki viðurkenna mig dóttur þína. . . — Vildi ég ekki . . . urraði Cyril K. — Dagblaðalygar og ekkert annað. Hún hristi höfuðið. — Þetta kom eins í mörgum blöðum. Og blaða- mennirnir vitnuðu í þín eigin orð. — Hafði ég kannski ekki leyfi til þess? þrumaði sá bandariski. — Ekki vantaði tilefnið að minnsta kosti, þú sást um það. Þú hagaðir þér eins og þú hefðir ekki minnstu vitglóru i kollinum. . . En ég meinti það ekki. . . Hann dró stóran silkiklút upp úr vasanum og þurrkaði svitann af enni sér. — Þú ættir að vita Það, Mariana litla, þú hefur þekkt mig í tuttugu og tvö ár ... Hefurðu nokkurn tíma vit- að, að ég meinti nokkurt orð af því, sem ég sagði, þegar ég reiddist? Það brá fyrir brosi um varir henni — í fyrsta skiptið. — Og þú hefðir átt aðvita, að ár- Framhald á bls. 36. vikan 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.