Vikan


Vikan - 05.10.1961, Side 36

Vikan - 05.10.1961, Side 36
IMPORT - EXPORT AOEXCT LODZ Ih, LIPCA STREET 22, P. O. BOX 133, POLAND SÍMNEFNI: SKÓRIMPEX, LODZ. E Flytjum út: fyrsta flokks leður-skófatnað karla, kvenna, barna og unglinga. Fjölbreytt úrval, iíli margar gerðir, tízku gerðir og litir. 0 Ennfremur vandaða skó fyrir íþróttamenn, svo sem knattspyrnuskó, skautaskó, og skó fyrir allar aðrar iþróttagreinar. s Sérstaklega vandaða og styrkta vinnuskó. E m ítarleg tilboð og sýnishorn send þeim, sem þess óska. k/, Umboðsmenn okkar eru: Islenzk- erlenda verzlunarfélagið h.f. Tjarnargötu 18, Reykjavík. Simi: 153 33. ARFUR FRÁ BRASILÍU. Framhald af bls. 21. uggasta ráðið til þess að láta mig strjúka með bölvuðum saxófónleikara var einmitt það að harðbanna mér að eiga nokkuð saman við hann að sælda. Pau horfðu íast hvort á annað and- artak. Cyrus K. varp þungt öndinni. Anna brosti enn, og svo brosti hann líka, — og innan skamms var hann farinn að hlæja. Eoks rétti hann henni höndina. — Gallinn er sá, að við erum allt of lik, sagði hann. — Við þolum ekki, að okkur sé veitt mótspyrna. Það er bezt, að við sættumst. — Þvi ekki það, svaraði Anna titr- andi röddu og varpaði sér i faðm hans. — Þrá eins og rnúldýr, tautaði gamli maðurinn, og Kittý var ekki viss um, hvort heldur hann meinti sjálfan sig eða dóttur sína. — Svona, svona Maríanna, ekki að gráta, sagði hann og strauk lokka hennar klunna- lega. —■ Ekki græt ég, kjökraði Anna. — E'n ég hef ekki kynnt ykkur frú Tremein... Hann dró silkiklútinn enn upp úr vasa sinum. — Svona, sagði hann. Og hvað mér og frúnni viðvíkur, þá höf- um við þegar kynnzt — án þinnar að- stoðar telpa min. Hann þreif af sér stráhattinn, laut Kittý djúpt og mælti hofmannlega: — Nafn mitt er Cyrus K. Oglethorpe, ef þér skylduð ekki hafa tekið eftir þvi áðan. Þér hafið kannski ekki heyrt min getið. En þér hafið áreiðanlega heyrt framleiðslu minnar getið, — Pepsoda-gosdrykkjanna, sem allir kannast við. —- Því miður er ég ekki í þeirra hópi, svaraði Kittý afsakandi. — Sögðuð þér Pepsoda? spurði Mikki hvatskeytlega. Cyrus K. virti hann fyrir sér. — Auðvitað sagði ég Pepsoda, ungi mað- ur. Beztu gosdrykkir í heimi. Ég ætti að vita það. Ég á verksmiðjurnar karl minn. — Þér eigið verksmiðjurnar, endur- tók Mikki. — Þér eruð milljónarinn . .. Hann leit í augu Önnu, sem enn flóðu í tárum. — Þú heitir þá ekki Anna Curtis? spurði hann ásakandi. — Þú ert Maríanna Oglethorpe? Hún kinkaði kolli. — Ég ætlaði að segja þér það, en þú vildir ekki hlusta á mig, svaraði hún. Og svo bætti hún við: — Það skiptir engu, Mikki... —• Jú, svaraði Mikki. Það skiptir mig miklu. Milljón skiptir alltaf nokkru máli. Það er bezt, að ég taki við Estrellu . . . Hann dró taumana úr hendi Marí- önnu og teymdi Estrellu á brott. SETZT AÐ TEDRYKKJU. Það er bezt, að þú farir að ganga frá farangri þínum, sagði Cyri K. á- kveðinn við dóttur sína. — Ég hef flugvél á leigu, og flugmaðurinn er ef- laust farinn að gerast óþolinmóður. — Hvað liggur á? spurði Kittý. — Þér verðið að minnsta kosti að þiggja tesopa. — Þakka yður fyrir, frú Tremein, en ég drekk aldrei te, svaraði Cyrus K. —• En ég drekk te, sagði Anna, ekki síður ákveðin. Hún sá Mikka loka hesthússdyrunum á eftir sér. — Það er orðið allt of seint að leggja af stað til Ríó, hvort eð er. Hún leit brosandi á Kittý. — Þér getið eflaust hýst föð- ur minn eina nótt, frú Tremein. — Áreiðanlega, svaraði Kittý, og það leyndi sér ekki, að það hafði haft mikil áhrif á hana, þegar hún heyrði, að maðurinn var milljónari. Henni lék forvitni á að vita, hvernig á því stóð, að Mikka var kunnugt um þetta, hafði mesta löngun til að spyrja Cyrus K. sjálfan hvort það væri satt. En allt i einu datt henni i hug, að það væri varla sæmandi að bjóða milljónurum þá gistingu, sem hún hafði ráð á. Og þó, þeir voru ekki nema menn. Þetta bar bara svo brátt að. Af sinni venju- legu hreinskilni tók hún að segja hon- um, hvernig ástatt væri, — gistihúsið væri ekki komið í lag. — Það var Terens, frændi okkar, sem átti þetta gistihús, og hann var sá versti erki- lygari... Friður veri með sál hans ... Lísa heyrði til þeirra, þegar þau gengu fram hjá eldhússglugganum. Hún hafði verið svo Þungt hugsi, að hún tók ekki eftir þvi, að gest bar að garði, og kom því á óvart, er hún heyrði móður sína vera að ræða við einhvern ókunnugan. Hvað um það, hún setti teketilinn yfir eldinn, — lífið varð að ganga sinn gang, hvað sem tilfinningum hennar sjálfrar leið. Svo gekk hún fram ganginn og hafði nærri því rekizt á Mikka. — Hver er eiginlega kominn? spurði hún. — Einhver bandarískur gosdrykkja- kóngur, Cyrus K. Oglethorpe, svaraði hann kaldranalega. Hún kannaðist við nafnið, en kom þvi ekki íyrir sig. — Hvaða erindl á hann hingað? spurði hún. — Hann er að sækja dóttur slna, önnu — eða Mariönnu... Það kemur nefnilega á daginn, að hún er dóttir þessa manns. Beizkjan leyndi sér ekki i rödd hans. Og nú mundi Lísa allt í einu. Hún hafði lesið söguna i blaðinu, þar sem augiýsing þeirra birtist. — Það er þá hún, sem strauk aö heiman með ein- hverjum saxófónleikara, og svo gerði faðirinn hana arflausa ... Mikki starði undrandi á hana. Viss- ir þú þetta? spurði hann. — Ég las þaö i blaðinu, en ég vissi ekki, að það væri Anna. Hvað varð svo af saxófónleikaranum? — Ég vona, að hann verði steiktur i sinni eigin feiti, svaraði Mikki. — veiztu þaö, að Baryl er búin að slíta trúlofuninni og heldur til New York á morgun,. .. þar sem hún á að koma fram i auglýsingadagskrá Cyrus K. í sjónvarpinu og hjálpa honum til að græða nokkrar milljónir i viðbót... ? Og svo var hann allur á bak og burt, en Lisa strauk ennið og reyndi að átta sig á öllum ósköpunum. — Hvílíkur dagur, stundi hún. Framhald i næsta blaði. 36 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.