Vikan


Vikan - 05.10.1961, Side 39

Vikan - 05.10.1961, Side 39
stal peningunum, en henni hafi síöan verið stolið frá honum. Sá, sem það gerði, hefur svo lagt hana i umslag og stungið henni síðan inn i leynihólfið. — Eruð þér að drótta þvi að mér ... Mortimer reiddist. — Já, i hreinskilni sagt. Ég er að drótta því að yður. Ég get lika frætt ýður á þvi, að þeir hjá Scot- land Yard hafa komizt að raun uin, að Spike hafi verið myrtur. Hann var morfinisti, og fyrst i stað töldu þeir, að hann hefði tekið of stóran skammt. Morfinsdælan lá hjá rúmi hans, en hún var þurr að innan, svo það er langt, siðan hún hefur verið notuð, en Holson var skömmu látinn, þegar hann fannst. Hann hefur ekki ráðið sér bana, hvorki fyrir slysni né af ráðnum huga. liann hefur verið myrtur ... Fulltrúinn horfði stöðugt á Mort- imer, á meðan hann sagði frá þessu. Svo þagði hann við andar- tak, rétt eins og hann byggist við því, að Mortimer hefði eitthvað til málanna að leggja, en þegar það reyndist ekki, tók hann enn til máls. — Þegar ég átti tal við mál- færslumanninn, sagði hann mér að þér hefðuð verið staddur i Lund- únum þennan dag, ... daginn, sem Holson var myrtur. — Það getur vel verið. En hvers vegna segið þér það á þennan hátt? stamaði Mortimer. — Ég er einungis að fullvissa mig um staðreyndir. — Einmitt það? Þér eruð furðu- djarfur. — Þér dróttið þvi að mér að ég hafi gerzt sekur um morð, án þess að þér hafið minnsta snefil af sönnunum fyrir þeirri aðdrótt- un. Sannleikurinn er sá, að þér finnið ekki lausn gátunnar, og grípið svo til þessa óyndisúrræðis. Mortimer varð að vísu að viður- kenna, að liann væri kominn i harðri klípu en hann hafði búizt við, en því fór fjarri, að hann ör- vænti. Lögreglan gat að vísu dreg- ið hann fyrir dómstólana, en eng- inn kviðdómur mundi dæma hann sekan eftir svo litilfjörlegum líkum. Forbes opnaði nú skjalatösku sina, d.ró upp litla minnisbók, blað- aði í henni og rétti hana siðan að Mortimer. — Lesið það, sem er skrifað þarna á síðuna, sagði hann. MoiHimer sá, að þetta var minn- isbók Spikes Holsons. í dálkreit morðdagsins liafði hann skrifað: „Mortimer kemur í dag. Getur reynzt hættulegur viðfangs.“ Og neðst á siðuna var skrifað skjálf- andi hendi með blýanti, svo dauft, að það varð varla greint: „Myrtur.“ — Hvað,... hvað á þetta að þýða? Hvers vegna eruð þér að sýna mér þetta? spurði Mortimer, náfölur i andliti. Holson hafði þá ekki verið dauð- ur, þegar hann livarf frá honum. Hann hafði verið með nægilega miklu lifsmarki til þess að geta skrifað þetta eina orð,. .. Þetta liræðilega orð, sem hann vissi, að mundi duga gegn veganda sínum. Mortimer rak upp öskur og stökk á dyr. Yfirlögregluþjónninn, sem beið fyrir utan dyrnar, lagði sterklega hrammana á axlir honum og stöðv- aði liann. — Það er hyggilegast fyrir yður að meðganga, sagði Forhes kulda- lega. Mortimer lét fallast niður i stól. þar sat hann eins og sært dýr, sem bíður helstungunnar. — Já, ég myrti Spike Holson, stundi hann. Það er þýðingarlaust fyrir mig að neita því nú . . . Svo rétti hann nokkuð úr sér og bætti við: —En þið verðið að játa, að það var kænlega undirbúið. Það mun- aið engu, að það reyndist fullkom- inn glæpur, það verðið þér að við- urkenna, fulltrúi. Það viðurkenndi fulltrúinn líka, þegar þeir undirbjuggu skýrslurn- ar nokkru siðar, hann og yfirlög- regluþjónninn. — \Já, það var kænlega undir- búið. Ég hafði Mortimer að visu strax grunaðan, en mér var ekki nokkur leið að finna sannanir gegn honuin. Þess vegna ákvað ég að tefla á tæpasta vað i þeirri von, að taugar hans biluðu. Yfirlögrögluþjónninn klóraði sér bak við eyrað. — Þér verðið að afsaka, fulltrúi, en ég skil ekki al- mennilega, hvað þér eruð að fara. Ég hélt, að þér hefðuð verið búinn að komast yfir sannanirnar, áður en hann meðgekk ... — Nei, — ónei. Þér hafið ]ió varla trúað því, að Spike Holson liafi skrifað þetta i minnisbókina? Yfyrlögregluþjóninn hallaði sér aftur á bak i stólnum og brosti gleitt. — Nú fer ég að skilja. Hol- son hefur ekki.. . — Vitanlega hafði liann ekki skrifað staf undir þessa dagsetn- ingu. Það gerði ég sjálfur. Sam- vizkukvöl Mortimers sá um hitt. .. ★ PRE SRIÐJAN HILNIR RAUÐI ÞRÁÐURINN í viðskiptum yðar er viðleitnin til fyrirtækisins og veit|i yðar þá þjónustu og efla og auka framgang um Ieið viðskiptavinum ■rirgreiðslu sem unnt er. HILNIR hf Samkeppnin á m og krefst þess að vart þeim þáttum á einhvern hátt HILNIR Vönduð vinr gögnum fyrirti vitni, um leið 0| og örvar á þann HILNIR hf I Vér höfum andi mæli svo sem: Pre búða, ásamt gögnum ými Jafnframt vinum voruni beiningar, se andi. HILNIR hi rkaðnum verður æ meiri taðið sé á verði gagn- iðskiptalífsins er snerta fegurðarsmekk fólksins. á öllurn prentuðum ísins ber því fagurt það vekur á sér athygli átt viðskiptin í hvívetna. m árabii unnið í sívax- hvers kyns prentverki tun bóka, blaða og um- krifstofu- og verzlunar- a tegunda. í veitum vér viðskipta- alla þá aðstoð og leið- með þarf þar að lút- 1 Skipholti Sími 35320. VIKAN 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.