Vikan


Vikan - 12.10.1961, Side 29

Vikan - 12.10.1961, Side 29
//©*#Ukftui harðplast á borð og veggi úr skraut- lega mynstruðu gerviefni í fjöl- breyttum litum, eða einlitar. Yfir gljáflöt plötunnar er límd gagnsæ hlifð- arhimna, sem ekki er tekin burt fyrr en gengið hefur verið frá plötunni, þar sem henni er ætlaður staður. Þessi himna ver gljáflötin öllum rispum og skemmdum í flutningum, geymslu og í hönd- um smiðanna. iicrmajuzi hefur því sína miklu kosti, bæði fyrir selj- anda og kaupanda. [f?M\ Sighvatur Einarsson & Co. írfTÍI Skipholt 15 - Símar 24133 og 24137 II 'hUPnar HrútsvierTcið (21. marz—20. apr.): Þú munt skemmta þér mikið í vikunni og á nokkurn ann- an hátt en undanfarið, og er Það vel. Þú kynnist manni, sem mun heilla þig í fyrstu, en brátt muntu komast að því, að hann er ekki allur þar sem hann er séður og hvergi fallinn til þess að verða kunn- ingi þinn. Föstudagurinn er mesti heilladagur vikunnar. Nautsmerkiö (21. apr.—21. maí): Það hefur borið talsvert á afbrýðisemi í fari þinu í síðustú viku, og ekki kannski að ástæðulausu frá þinum bæjar- dyrum séð. En nú muntu komast að því að þú hefur haft þessa persónu fyrir rangri sök. Á fimmtudag eða föstudag kemur eitthvað fyrir, sem þú hefur lengi beðið eftir, en áttir alls ekki von á svona snemma. Einhver deila ris upp á vinnustað. ______ TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Þú skalt fara varlega með peningana í vikunni, einkum skaltu varast að leggja út í fyrirtækið, sem kunningi einn stingur upp á við þig. Það er enn ekki tíma- bært Þú hefur vanrækt eitt skyldustarf þitt síð- ustu vikur, og nú verður þú að láta hendur standa fram úr ermur, ef ekki á að fara illa. Heillatala 8. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Einhver gam- all vinur þinn kemur talsvert við sögu þina í Þessari viku og gerir þér ómetanlegan greiða. Þetta getur orðið til þess að þið farið að umgang- ast hvor annan meir en áður. Einhver fjölskyldu- meðlimur veidur þér nokkrum vonbrigðum, en liklega gerir þú of mikið úr þessu öllu. Tjjónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Þú skalt reyna að hegða þér ekki í þessari viku eins og í vikunni sem leið. því að þá var hegðun þín þér oft til skammar. Þú reynir ekki nýjar leiðir nú orðið og tekur þvi engum framförum. Reyndu að kynn- ast nýjum vinum, sem þú getur eitthvað iært af. Helgin verður dálítið óvenjuleg og allt öðruvisi en þú hafðir gert ráð fyrir. Heilaltala 11. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Þetta verður einkar ánægjuleg vika og þú munt fyllast aukinni trú á lífið. Einhver, sem þú hafðir áður ekki met'ð mikils, kemur nú talsvert við sögu, og þú munt komast að því, að þið eigið margt sameigin- legt. Þessi persóna gæti orðið þér góður vinur. Liklega stendur einhver vinur þinn ekki við loforð. VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Eitthvað, sem þú segir í síma eða skrifar, verður tekið illa upp og fært þér á verri veg, og er hætt við því, að þetta eigi eftir að draga einhvern dilk á eftir sér. Einn félagi þinn getur orðið til þess að rétta hlut þinn. Sunnudagurinn er óvenjulegur dagur, en varastu samt að falla í slæma gildru þann dag. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þú ferð líklega í ferðalag í vikunni, og þótt það verði ekki langt, skiptir það hag Þinn talsvert miklu. Þú hefur ekki komið fram við ástvin þinn af nægilegri einlægni undanfarið, og hætt er þvi við að hann Sýndu honum fullkomna hreinskilni •— ellegar orðið til þess að hann fari að fjarlægjast þig Bogmannsmerkiö (23. nóv.—21. des.): Þú hegðar þér nánast sagt kjánalega á vinnustað í þessari viku og verður þú gagnrýndur fyrir, og það áttu sannarlega skilið. Láttu þetta aldrei koma fyrir aftur ,því að í annað sinn getur þetta orðið mun alvarlega. Á mánudag kemur gestur í heimsókn til þín, og biður þig bónar. Reyndu að verða við því. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Líklega þrjózk- ast þú við að gera það, sem yfirboðari þinn segir þér i vikunni, og verður það til þess að varpa einhverjum skugga á vikuna. Annars verður vik- an yfirleitt skemmtileg. Um helgina rætist gömul ósk þin, en þrátt fyrir það, verður þú fyrir einhverjum von- brigðum i sambandi við það. Heillalitur grænt. BVatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Þú munt taka miklum framförum í vikunni, og líklega er það einu áhugamáli þínu að þakka. Þú ferð í samkvæmi, sem verður mjög skemmtilegt, enda þótt leiðinlegt atvik komi fyrir undir lokin. Það veldur þér eitthvað áhyggjum þessa dagana, og veiztu bezt sjálfur, hvernig á að ráða bót á því. Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Þú gerir allt of miklar kröfur til eins vinar þíns, og líklega stafar það af því að Þú hefur einhverja minni- máttarkennd gagnvart honum, þótt engin ástæða sé svo sem til þess. Föstudagurinn verður alls ekki eins og þú og vinur þinn bjuggust við. Þú gleymir einhverju í vikunni, og verður það til þess að þú missir af skemmtilegu tækifæri. <rv vj finni það. gæti það

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.