Vikan - 12.10.1961, Qupperneq 31
beygöum, þykkum krossviði, klæddur
leðri og bólstraður með dún. Þessum
bandarísku húsgagnaarkitektum virö-
ast litil takmörk sett um hugmynda-
auðgi og það eíni er tæplega til, að
þeim detti það ekki i hug til not-
kunar i húsgögn. En meðal Þess bezta
sem sést eftir þá, er plast, beygður
krossviður og hverskonar málmar.
I Evrópu hefur hin beina lína yfir-
höndina og sérstaklega hefur það
komið skýrt i ljós á siðustu árum, ekki
sízt í Þýzkalandi, Italíu og nú uppá
síðkastið á Norðurlöndum, þar sem
hin ávölu form hafa þokaö fyrir á-
kveðnum flötum og hreinni linum.
Danir hafa gert notkun harðviðar
að meginatriði og telja það nauðsyn
að húsgögn séu að miklu leyti úr
við, þar sem hús eru byggð úr steini.
En þeir hafa breytt lögun hlutanna
og einkum eftir forskriftum frá
Þýzkalandi, þar sem arkitektar hafa
mjög aðhyllzt hina beinu linu í anda
landa þeirra, Grophiusar.
Á þessu ári hefur beina linan orðið
yfirráðandi i flestum húsgagnaverzl-
unum hér i Reykjavik, enda er fram-
leiðslan hér meir eftir fyrirmyndum
frá Norðurlöndum og Evrópu yfir-
leitt en annars staðar úr heiminum.
Við höfum farið á stúfana og tekið
mynd af sófasetti í verzluninni önd-
vegi við Laugaveg, sem sýnir vel
hreinleik flatanna og einfaldar linur.
Þetta sófasett er með þvi bezta, sem
við höfum rekizt á í þessum nýja
stíbog á fyllilega rétt á sér sem sýn-
ishorn fyrir þennan stíl við hliðina á
ólíkum en góðum verkum þeirra fyrir
vestan haf. Postular beinu linunnar
hafa haldið því fram, að húsgögnin
mættu ekki brjóta í bága við hinar
ríkjandi linur í sjálfum byggingunum.
Þau mynda að minnsta kosti mjög á-
kveðið samræmi við hinar beinu lin-
ur í byggingarlist samtímans, en svo
er það auðvitað smekksatriði, hvort
menn vilja samskonar llnur í hús-
gögnum eða eitthvað, sem er algjör-
Balastore gluggatjöldin hafa
rutt sér mjög til rúms um alla
Evrópu.
Fyrirliggjandi í stærðunum
40—260 cm. Hæð allt að 200
cm.
Kristjdn Siggeirsson hf.
Laugaveg 13. Sínti 13879.
lega úr annari átt, ávalt og bog-
myndað.
Eins og sakir standa getum við ekki
bent á neitt, í húsgagnaverzlunum
hér, sem flokkast mundi undir fyrri
stíltegundina, þar sem málmar og
gerviefni eru notuð sem uppistaða og
raunverulega er engin regla til fyrir
línum og lögun. En sófasettið í Önd-
vegi, sem fyrr er um talað er mjög
gott dæmi um nútíma funkishúsgögn,
fremur efnismikil án Þess að vera
þung og hinar listrænu kröfur þær
sömu og áður hafa verið gerðar til
slíkra hluta. Hýbýladeild Markaðsins
í Hafnarstræti hefur líka verið með
húsgögn af Þessu tagi og má þar til
dæmis benda á borðstofuhúsgögn, sem
smíðuð munu vera i Valbjörk á Akur-
eyri, sem gott dæmi um léttan, list-
rænan og vel heppnaðan funkisstíl.
G.
DÝR VINÁTTA. . .
Framhald af bls. 19.
Þegar Laurent uppgötvar þetta,
tekur hann mikilvæga ákvörðun.
Eins og hann segir, hann vill ekki
eyðileggja líf Pauls með því að
halda i gamla vináttu. Hann hverf-
ur frá felustaðnum, sem Paul hefur
útvegað honum og verður um leið
hundeltur glæpamaður án peninga
og án vina.
Fyrst þegar lögreglan hefur um-
kringt hann úti í skógi, þar sem
hann reynir að verjast til hins síð-
asta með ómerkilegri byssu, kemst
Paul að því hvar hann er niður-
kominn. Lögreglustjórinn hringdi í
hann og sagði honum hvernig málin
stæðu. Paul er nú sá eini, sem getur
bjargað Laurent, sá eini, sem Laur-
ent mundi hleypa nálægt sér, án
þess að skjóta. Lögreglan gefur Paul
tveggja tíma frest til að fá Laurent
fram úr skjóli sínu. Og siðasti þátt-
ur myndarinnar fer fram i eyði-
kofa, þar sem vinirnir tveir standa
í síðasta skipti andspænis hverjum
öðrum. Tekst Paul að telja Laurent
hughvarf? Eða reyna þeir tveir að
gera vonlausa árás til að flýja frá
lögreglunni sem umkringir þá?
ARFUR FRÁ BRASILÍU.
Framhald af bls. 27.
að þetta sé allt í stakasta lagi.
Lindin.
Cyrus K. bandaði með hendinni, rétt
eins og hann vildi ekki i svipinn ræða
meira um framtíðarhamingju dóttur
sinnar. — Rafmagn, sagði hann, —
hvað eruð þér að minnast á rafmagn?
— Það er foss, sem ég ætla að
virkja, svaraði Mikki, en þagnaði við.
Hvað varðaði þennan hávaðasama
Bandaríkjamann um fossinn?
Anna, sem tekið hafði sér sæti við
hilð föður sínum, leit sinum bláu og
björtu augum á Mikka.
— Segðu honum frá áætluninni og
útreikningum þínum, Mikki, mælti
hún biðjandi.
— Jæja, sagði Mikki, og gerði eins
og hún bað, án Þess hann hefði þó
minnstu löngun til þess. En um leið
og hann hóf frásögnina, varð hann
samt sem áður gripinn sömu ákefð-
inni og hrifningunni, og hann átti
vanda til, Þegar framtíðaráætlanir
hans bar á góma.
— Nú, þetta virðist skynsamlegt,
sagði Cyrus K. og þreif stafinn sinn.
— Við skulum koma og líta á þennan
foss, piltur minn.
Mikka varð litið á önnu, sem
hjálpaði föður sínum að staulast á
fætur.
— Þetta er talsverður spotti, og
vegurinn ekki sem greiöfærastur, svo
ég er hræddur um ...
Cyrus K. hallaðist fram á staf sinn,
hvessti augun á Mikka og varð nú
reiður aftur. — Gigtin í fætinum er
mitt einkamál, þrumaði hann. — Ég
skal að vísu ekki þræta fyrir, að hún
hafi á stundum haft einhver áhrif
á skapferlið, en hingað til hef ég far-
ið allra minna ferða án þess að taka
nokkurt tillit til hennar. Og nú hef
ég ákveðið að fá úr því skorið hvort
þessir framtíðardraumar yðar séu
framkvæmanlegir, og það kysi ég
helzt, ef þér ætlið á annað borð að
verða tengdasonur minn.
Hann stundi og rumdi, þegar Anna
leiddi hann upp stíginn. Þeim sóttist
ferðin seint — ekki fyrst og fremst
vegna helti gamla mannsins, heldur
varð hann að nema staðar í öðru
hvoru spori og spyrja um það, sem
fyrir augu hans bar; útihúsin, græn-
metisræktunina, tennisvöllinn, sem
Mikki var byrjaður á. Og smámsam-
an trúði Mikki honum ósjálfrátt fyrir
öllum sínum framtíðaráætlunum,
varðandi gistihúsið að Monte Para-
iso — Paradís fjallanna, með fögrum
garði umhverfis, golfbraut, tennis-
völlum og útisundlaug ... og svo upp-
sprettulindina, sem hann hafði á-
kveðið að virkja sem gosbrunn.
— Uppsprettulind? spurði Cyrus K.
— Hverskonar uppspretta er það ?
Hvernig er vatnið?
Þau gengu þangað. Mikki tók tré-
krúsina og sökkti henni í lindina. -—
Vatnið er að vísu dálítið rammt á
bragðið, sagði hann. — En það gildir
einu. Það er hægt að virkja upp-
sprettuna sem gosbrunn eins fyrir
það.
Cyrus K. kjammsaði á vatninu, og
varð skyndilega eitthvað svo æstur
að Mikki starði á hann. — Hefurðu
látið efnagreina þetta vatn, piltur
minn? spurði hann.
— Nei, mér hefur ekki dottið það
i hug.
— Það ættir þú að gera. Eg ætla
að taka sýnishorn með mér á morg-
un, og svo skal ég sjá um það. Ef
ég hef rétt fyrir mér, þá ætti þessi
uppspretta að nægja til þess, að hér
gæti risið hið frægasta gistihús ...
— Hvað meinarðu? spurði Anna.
— Þetta vatn er svo mettað af alls-
konar steinefnum og málmefnum og
öllu þessháttar, að það liggur við að
það glamri í munni manns. Ég ætti
að kannast við bragðið, ég hef drukk- ^
ið heilar ámur af þessu vatni til að ||
halda gigtinni í skefjum. Hann rétti
Mikka krúsina. — Láttu mig hafa í; í
hana aftur, piltur minn. Svo göngum' f
við upp að fossinum, og reynist hann
svipaður því, sem Þú hefur sagt, ætti
okkur ekki að verða skotaskuld úr
því, að koma hér upp fyrsta flokks
gistihúsi. Og þá er það vitanlega mest
aðkallandi að virkja fossinn og fá nóg
rafmagn.
Mikki laut niður til að fylla krús-
ina, en rétti allt í einu úr sér aftur
og leit fast á Cyrus K. — Við?
— Ég sagði það, svaraði Cyrus K.
— Þetta er fyrirtaks staður, og mér
lízt prýðisvel á þessar hugmyndir
þínar. Það eina, sem með Þarf, er að
hefjast handa — já, og svo eitthvað
af peningum. Og það lítur út fyrir
að þú hafir dugnaðinn og áræðið, og
ég hef peningana; og hvað er þá þvi
til fyrirstöðu, að við myndum eins-
konar hlutafélag um þetta. Það yrði
að sjálfsögðu fjölskyldufyrirtæki,
fyrst Anna er staðráðin í að giftast
Þér. Og nú brosti sá gamli allt í
einu. — Hvernig lízt þér á þessa
uppástungu, Mikki?
— Ég veit ekki hvað segja skal,
varð Mikka að orði.
Anna stakk hendinni undir arm
honum og svaraði fyrir þau bæði. —
Þetta er góð uppástunga, en svo er
bara eftir að vita hvort móðir Mikka
og systur verða á sama máli. Þær
eiga staðinn lika.
— Þær verða á sama máli, tautaði
Mikki.
Cyrus K. lyfti krúsinni og virti um-
hverfið fyrir sér; skóginn, sem stóð
í sínu fegursta laufskrúði, snarbratt-
ir tindar í baksýn. — Það er eins og
maður sé kominn á heimsenda, varð
Cyrus K. að orði. — En það er lika
sananrlega ómaksins vert. Þvilikur
staður ... Og svo greip skipulags-
andinn hann allt í einu. — Við getum
byggt tvær álmur við aðalbygging-
una, tuttugu herbergi til að byrja
meö. Og bílskúr, við verðum að
byggja stóran bilskúr. En nú skulum
við koma og skoða fossinn ...
Allt eins og áöur?
Nú er allt eins og áður var — áður
en leikritinu var hafnað, hugsaði
fara á fætur morguninn eftir. Nú lá
lifið framundan, öldungis eins og þau
höfðu ráðgert það allt forðum. Flug-
ferðin til New York, brúðkaupið þar.
brúðkaupsferðin til Florida — og svo
frumsýningin og allur fagnaðurinn i
því sambandi, þegar þau kæmu til
baka. Ibúðin, húsgögnin ... allt eins
og þau höfðu ákveðið.
Þetta verður dásamlegt, sagði hún
við sjálfa sig. Allir mínir fegurstu
draumar rætast. Victor elskar mig
og þarfnast mín ...
Það hafði hann sagt, þégar þau
gengu saman í rökkrinu í kvöld er
leið. — Við skulum gifta okkur sem
fyrst. Það er ekki eftir neinu að
biða. Ég hlakka til að sýna þér
VIJCAK 31