Vikan


Vikan - 12.10.1961, Page 34

Vikan - 12.10.1961, Page 34
ÞEGAR RIGNIR ÚTI GETIÐ ÞÉR NOTIÐ SÓLAR OG SUMARAUKA MEÐ OSR AM Ultra Vitalux háfjallasól á yðar eigin heimili. Einnig getið þér fengið heita bakstra með infrarauðum geislum OSRAM Theratherm lampans. Leitið nánari upplýsinga í raffangaverzlunum, sem verzla með O S R A M’- vörur. OSRAM ULTRA-VITALUX Hann rétti henni handklæOi, og húni þurrkaði sér um efra hluta likamans.1 Á eftir stóð hún hreyfingarlaus, enl maðurinn sagði ekkert. Hún fitlaör við mittislindann á pilsinu. „Verð ég?“ spurði hún vesældar- lega. Hann skildi hana. Hann benti meö fingrinum á vatnsgufuna, sem stöö- ugt steig upp af fötum hennar, og sagði ákveðiö: „Auövitað. Þú veröur." Hún afkrækti mittislindann og opnaði hilðarklaufina: pilsið, þungt af vatni, féll niður um fætur hennar. Hún var í engu nema rifnum sokkum og slitnum skóm. Þá lét hún fallast skyndilega niður á stólinn, huldi andlitið í höndum sér og grét. Maðurinn strauk um axlir hennar. Þar sem hann vissi ekki, hvaö hann átti aö segja, lét hann handklæðlð yfir hné hennar, en hún hreyfði sig fiekki, þótt fótleggir hennar væru |rennandi votir. Hann dró baðkeriö aftur aö og ►,'hellti í það úr katlinum og stamp- inum; síðan kældi hann það ofurlítiö með köldu vatni úr fötunni. Hann tæmdi úr heilum pakka af mustaröi í kerið og hrærði i vatninu meö hendinni. „Stigðu upp í,“ sagöi hann í bæn- arrómi, en konan hélt áfram aö gráta hljóðlátt og grúfði sig niður. Maðurinn horfði á hana, en kraup síðan niður við hné hennar. Hann tók handklæðið og þurkkaöi henni rösk- lega um lærin. Hún lét það afskipta- laust, hallaði sér aftur á bak, en huldi ennþá augu sín. Af mestu gætni færði hann hana úr rifnum og aurugum sokkunum. Fætur hennar, sem eitt sinn höföu verið fallegir, voru nú rauðir, rispaöir og maröir. Blóð seytlaði úr Jangri rispu á annarri ristinni. Hann lyfti fótum hennar, ýtti ker- inu að og lét fætur hennar niður í vatnið. Hann þvoði henni um fót- leggina; og að þvi búnu reis hann á fætur og lyfti henni með einni hreyfingu upp af stólnum og lét hana síga samanhnipraða niður í baðkerið. Hún bæði grét og hló. Hann þvoði henni um bakið, hélt stórum svampi fullum af vatni að fagursköpuðum herðum hennar og lét volgt vatnið renna niður eftir líkamanum. Á eftir sagði hann, að hún skyldi standa upp og hjálpaði henni aö rísa á fætur. Hún stóð í baðkerinu og gufan steig upp af líkama hennar í hitanum frá eldinum eins og áður upp af fötum hennar. Hann þurrkaði henni, yljaði handklæðin fjTÍr fram- an eldinn, og hún þáði umönnun hans meö gleði. Hann tók sessuna, sem líkami hennar haföi blettaö og bleytt, og lét aöra I hennar staö. Hann lét hana setjast með fæturna ennþá niðri í vatninu; síðan lyfti hann fótum hennar hvorum eftir annan og þerr- aði mjúklega og gætti vel að öllum meiðslum. Hann stóð upp og færði kerið burt. Hún þakkaði fyrir allt, en hann tók lítt undir nema með óskiljan- legu muldri, svo að hún var farin að halda, að hann væri kannski reið- ur. Henni fannst hún vera eins og smábarn; og, eins og barn, var hún hálf óttaslegin, þar til hann kom aft- ur og bauð henni brosandi náttfötin sín. Hún vildi ekki taka við þeim og sagðist þegar hafa bakað honum næga fyrjrhöfn, og að hann Þyrfti sjálfur á þeim að halda. Hún fullyrti, að sér væri dásamlega hlýtt, og Þar sem hann hefði Þegar séð hana, jafn- vel baðað hana og þurrkað, skipti það ekki máli, þótt hún sæti svona áfram. Hann kastaði til hennar náttföt- unum, án þess að eyða að þessu fleiri orðum, og brá sér frá til að útbúa kvöldverðinn. Hann fyllti litinn pott af mjólk. Þegar hann kom aftur til að setja hann yfir eldinn, var hún ennþá nakin og gældi við tikina. „Hvað heitir hún?“ spurði hún. Hann sagði henni Það og byrjaði að leggja á borðið. Er hann hafði lokið þvi og tók mjólkina af eidinum, endurtók hann, að hún yrði að fara í náttfötin, hún þyrfti þeirra með til að sofa í þeim, hvað sem öðru liði. Við þau orð leit hún upp og spurði hvar og hvernig hann ætlaði að sofa. Hann svaraði: i þessum hægindastól og í fötunum. Þegar hún mótmælti því og sagðist ómögulega vilja valda honum þvilíkum óþægindum, að hún tæki af honum rúmið, spurði hann nærri því ruddalega: „Jæja, og hvar ætlar Þú þá að sofa?“ Hún svaraði án þess að hika: „Hjá þér. Ef þú leyfir. Þú ert ekki hrædd- ur, er það?“ spurði hún. Hann hló og kastaði I hana nátt- fötunum. „Farðu i þau,“ sagði hann. „Ég hef hreina, mjúka skyrtu, sem er nægileg handa mér.“ Þar sem hún vissi, að frekari mót- mæli voru árangurslaus, og fann auk þess, að hún yrði fötunum fegin, fór hún i nátttreyjuna og stakk síðan. löngum og fallegum fótleggjum sín- um í buxurnar. „Þær eru mátulegar,“ sagði hún og reyndi að hlæja; „ég er tæplega lægri en þú.“ Hann færði henni bursta og greiðu og rétti henni spegil. Hún brosti þakk- látlega. „Eg held jafnvel, að ég eigi ein- hvers staðar rakpúður — talkúm,* sagði hann og fór að leita í skúffrj. Hann færði henni púðrið og vatt- hnoðra og baðst afsökunar á þvi, að þar gæti hann ekki betur gert. Henni fannst allt svo dásamlegt, og hún sagði honum það. Hún and- varpaði, og hann leit á hana, en sagði ekkert. Henni var hugleikið aö vita, hvernig þetta endaði, og hvað mundi gerast á morgun. Þau mæltu varla orð, meðan þau neyttu kvöldverðarins, en að honum loknum benti hann á rúmið. „Þú hlýtur að vera þreytt,“ sagði hann. Hún svaraðiL að Þótt hún hefði gengið nærri tuttugu kílómetra þá um daginn, fyndi hún ekki til þreytu, þvi að nóttina áður heföi hún sofið vel undir berum himni uppi í Cheviot- hæðum. Hún gekk að rúminu. Hann hafði flett upp ábreiðunum. „Hvoru megin á ég að liggja?" spurði hún hljóðlátlega og hálffeimn- islega. „Þar, sem þú vilt. Það er alveg sama.“ Hún skreið upp i rúmiö fast aö veggnum. Hann gaf tikinni nokkra kjötbita . 34 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.