Vikan


Vikan - 12.10.1961, Síða 43

Vikan - 12.10.1961, Síða 43
HVerJU PaUMulSlnN Kæri draumaráðandi. Mig langar til þess að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi . . . Aðfaranótt 21. apríl dreymdi mig að ég var á gangi á túni hér skammt frá og önnur kona með mér og fannst mér við vaða í vatni, dálítinn kafla. Ég var með kross, allan skreyttan biómum, og fannst mér við ætla upp i kirkju- garð. Ivomum við þá að litlu húsi og fórum inn í það og fannst mér það mundi vera kapella. Þar inni voru þrjár likkistur ein í smíðum og var maður þar inni að smíða hana. Fannst mér hún vera eins og kúla í laginu, hvit með rauðri rönd. Fannst mér þá önnur stóra kistan vera opin og þar í var kona, og var það sú sem ég ætlaði að leggja kross- inn hjá. Tók þá konan, sem með mér var krossin af mér og slær hon- um ofan á vinstri öxlina á líkinu og iét hann vera þar og fannst mér hún taka allt lauslegt úr kistunni og stinga því inn á sig og fannst mér hún kláeða líkið úr nylonsokkunum og taka þá. Síðan gekk hún að kist- unni, sem var á milli og fannst mér að i henni væri á að gizska 3 til 4 ára barn, en ég þekkti það ekki. Fannst mér.það vera i fjólubláum perlusaumuðum skóm og ætlaði kon- an að taka þá, en liætti við það, en í hina stóru kistuna sá ég ekki, en fannst að i henni lægi fullorðinn maður, en ég stóð allan tímann, lijá hálfsmíðuðu kistunni. Fórum við síðan út og fannst mér við hlaupa heim á leið og mættum við þá kær- astanum mínum og var hann eitt- hvað skrýtinn á svipinn, en þá kom kistusmiðurinn hlaupandi á eftir okkur og þreif í öxlina á konunni og sagði: „Þú sleppur ekki í þetta sinn,“ en ég hélt áfram, en fannst ég vera hrædd, um að mér yrði kennt um þjófnaðinn og var þetta svo ekki lengra. D.S.H.A.H. Svar til D.S.H.A.H. Draumur þessi er í lengra lagi og fullur af táknum, en ég mun taka hin helztu til umræðu, en það varpar tjósi á merkingu draunvsins. Að vaða í vatni og vera umlukin af því er venjulega fyrir veikindum og ég hygg að svo sé einmitt í þessu tilfelli. Kross í draumi er tákn um bar- áttu. Krossinn er eitt elsta trú- arlega táknið, sem til er. Hann er tákn trúarbragða, baráttu og heimspeki. Það er ekki rúm hér til að útskýra hér hvers vegna hann er trúarlegt tákn og heim- spekilegt, en baráttuna táknar hann, því hann samanstendur af tveim línum, sem falla þvers á hvor aðra, sem sagt ósamhljóma öfl, sem takast á. f draumi þess- um er hann blómum prýddur, sem er vissulega gott fyrirheit um að endalok baráttunnar verða þeim góð, sem á honum hélt. f þessu tilfelli virðist vera átt við barátu við veikindin. Um veik- indi vinkonu þinnar horfir hins vegar ekki eins vel, þar sem hún fer að afklæða líkið og er mjög neikvæð merking falin í þeirri athöfn fyrir hana. Einnig að lík- kistusmiðurinn kom á eftir ykkur og náði í hana. Kæri draumráðandi. Gamla vinkonu mína á elliheim- ilinu i Hveragerði dreymdi eftirfar- andi draum: Hún var stödd í her- bergi sinu á elliheimilinu og fannst henni koma maður inn, sem var með dökkt alskegg, i mógráum jakka og dekkri buxum. Henni leizt ekki vel á hann. Dregur hann upp stórt gul- leitt umslag og biður hana að koma því til skila. Það var til Sigmundar Guðmundssonar. Nú langar hana ósköp mikið til þess að vita um inni- hald bréfsins. Maðurinn settist hjá henni og fletti í sundur blaði og virtist lesa. Henni fannst að þetta væri sama og í umslaginu. Komst hún að því að Sigmundur átti að mæta á hljómleikum í félagsskap, sem hann var í. Að fleiru komst hún ekki því að maðurinn gerðist allt i einu nærgöngull og líkaði henni illa og flýði frá og var svo heppin að 1 dyrnar kom maður að nafni Guð- mundur Sigurðsson og tjáði henni að matmálstími væri kominn. Varð hún alls hugar fegin og tjáði dökka manninum að hann þyrfti að fara, því að hún væri að fara að borða. Brást hann reiður við, en tók þá á rás og skellti hurðum. Við þetta vaknaði hún. Fyrir hverju er draumurinn? Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. K J. Svar til K. J. Höfuðtákn draumsins, sem vinkonu þína dreymdi er bréfið, sem henni var trúað fyrir, en forvitnaðist í. Bréf er tákn uin fréttir og í þessu tilfelli eru það fréttir um samdrátt karls og konu, sem ekki nær þó fram að ganga, sbr. að maðurinn leitar á vinkonu þína án árangurs og stekkur svo út þegar hann sér að hann hafði tapað leiknum. ' FRYSTIHÚS Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum ár- um í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður siálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun nota- legri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). Lœhjargðt* . HafnartirOi . Stmi 60976.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.