Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 16.11.1961, Qupperneq 18

Vikan - 16.11.1961, Qupperneq 18
Sonja Wallin starfar í vá- tryggingaskrifstofu í Stokk- hólmi; hún liefur eignazt lít- inn dreng og ann honum mjög. Hann bíður bana undir bil og sorgin verður Sonju ofurefli. Hún liggur andvaka um nætur, og eitt sinn gerist það, að 'hún tekur of stóran skammt af svefntöflum. Það er Irmu, vin- konu hennar að þakka að hún er flutt í sjúkrahús, en þar kynnist hún ungum geðlœkni, Jan Stenlund. Hann er trúlof- aöur, en unnusta hans leggur á liann ofurást; hann þorir því ekki að rjúfa heit sitt, þar eð hann vcit ekki hvað hún kann þá til bragðs að taka. Og nú myndast brátt það samband með þeim, lækninum og Sonju, að þau fá hvorugt við neitt ráðið; Sonja finnur að það er hann, sem hún hefur alltaf beðið eftir og 'hann heillast mjög af henni. Hann býður henni að dveljast i sumarbústað sinum í skerjagárðinum, á meðan hún er að jafna sig. Þar getur hún sofið eins og áður. Irrha dvelst hjá henni yfir helgi, þær fara saman á dans- leik, en þegar Sonja kemur ein heim undir morgunn, kemst hún að raun um að það er gest- ur fyrir, karlmaður, sem ligg- ur sofandi á legubekknum. OKKUR andartök stóð Sonja eins og lömuð á þröskuldinum og virti hinn sofandi gest undir ábreiðunni fyrir sér. Þarna gat verið um þjóf eða afbrotamann, jafnvel strokufanga að ræða. Vitanlega átti hún að flýja sem skjótast og kalla á hjálp en hún þorði ekki að hreyfa sig af ótta við að gesturinn kynni þá að vakna, og hvað gat harin þá ekki tekið til bragðs ... Gesturinn umlaði eitthvað og sner.i sér fram svo birtan féll á emr. hans og vanga. Sonja tók andköf og ótti hennar breyttist í taumlausan, fagn- andi hjartslátt. Nei, þarna gat ekki verið um neina missýningu að ræða. Það var hann! Enda var það harla ótrúlegt að nokkur maður annar en einmitt eigandinn sjálfur gengi svona óhikað inn í sumarbústaðinn og legð- ist þar til svefns. Hún dró hurðina gætilega að stöf- um, gekk út og settist á dyraþrep- ið. Það var hressandi svalt í morguns- árið og geislar frá upprennandi sól björmuðu andlit hennar. Hugsanir hennar voru allar á ringulreið, og hún dirfðist ekki hugsa neina þeirra til enda. Allt virtist svo gersamlega óskiljanlegt, sem það aðeins getur orðið, Þegar maður stendur andspæn- Xg VIKAN is því fyrirbæri, að heitustu óskirnar rætast þegar þess er sízt von. Fyrir stundarkorni síðan hafði hún setið í stafni bátsins, einmana og döp- ur, og óskað þess að hann væri kom- inn. Og nú var hann kominn, beið hennar þarna fyrir innan dyrnar, og hún var í senn utan við sig af æstri eftirvæntingu og öldungis ráðþrota. Átti hún að fara inn, vekja hann, bjóða hann velkominn og . . . Eða átti hún að laumast inn til sín, loka að sér og láta hann . . . Hvorttveggja kom út á eitt og virtist jafn heimsku- legt. Það marraði eilítið í hurðarhjörum og hún heyrði létt fótatak að baki sér. — Góðan dag! Gerði ég yður hrædda? Ekki var það nú tilgangur- inn . . . — Góðan dag, Stenlund læknir. Já, ég get ekki neitað því, að mér brá. — E'n þér báruð þó kennsl á mig. — Ekki fyrr en eftir nokkrar mín- útur. — Nokkrar sekúndur. . . . — Hvernig vitið þér það? — Ég lá vakandi. ■—• Og sögðuð samt ekki neitt? — Nei. Ég hálfskammaðist mín. Hefði ég farið að ávarpa yður, gátuð þér haldið að ég hefði legið þarna vakandi alla nóttina og beðið þess að þér kæmuð heim. —- En hafið þér þá gert það? Hann svaraði ekki spurningu henn- ar, en tók sér sæti á dyraþrepinu við hlið henni, og það var auðséð á svipnum, að hann hló með sjálfum sér. —• Já, vitanlega, ungfrú Wallin. Ég kom hingað eingöngu til þess að vita hvernig yður liði, og svo kem ég að húsinu mannlausu . . sjúklingurinn floginn og kemur ekki heim alla nótt- ina. Hvað átti ég að halda? —• Og hvað haldið þér þá? Spennan var hálfliðin. Nú var það hinn freistandi forleikur, sem við tók; að láta ólíkindalega og lokka hann þannig tii að segja meira, en hann kannski ætlaði sér. — Ég hsld að þér hafið verið úLi að skemmta yður með Aroni og konu hans. Henni varð litið á hlutaveltuvinn- inginn, sem hún hafði skilið eftir úti á dyraþrepinu. — Það er rétt til getið. Ég skemmti mér prýðilega. Og vann þennan kaffi- stauk. —• E'gum við ekki að fá okkur morgunkaffi? Hann beið ekki eftir svari hennar, en reis á fætur og hvarf inn fyrir. Sonja lygndi aftur augunum og lét sólina verma andlitið. Roðinn innan- vert við augnalokin titraði dálítið, ef til vill af eftirvæntingu — hvernig á maður að haga sér gagnvart karl- manni, sem maður ber takmarkalausa virðingu fyrir, en finnur að hann er í vandræðum með að komast hjá því að þurfa að þéra mann? Hún gat ekki boðið honum þúyrðingu sjálf, það var alltof augljós áleitni af henn- ar hálfu, og um leið var henni Ijóst að þéringin var honum sá þröskuld- ur í vegi, sem hún vildi sízt. Hún heyrði að hann stóð í stór- ræðum inni í eldhúsinu, setti bolla á bakka; heyrði hvert fótspor hans og hlyti að hafa heyrt ef hann hefði sagt eitthvað, en það gerði hann ekki. Hún rifjaði upp Það sem þeim fór á milli síðastliðinn sunnudag. Þá hafði þessi óskiljanlega, heita kennd hrifið hana með sér eins og máttug flóð- bylgja . . . Þú, það ert þú og enginn annar, sem ég hef alltaf þráð að ganga á vald; þú, sem ég hef beðið eftir . . . Þú, sem áttir að eiga mig fyrstur og verða faðir Litla dengsa. .. Þessi ómótstæðilega löngun til þess að mega gefa sig á vald honum var enn til staðar. Ef til vill enn sterk- ari en nokkru sinni fyrr, en þó á ann- an hátt Þá hafði hún gripið hana sem opinberun. Nú — nú var hann kom- inn á fund hennar og mundi ef til vill dveljast hjá henni margar klukku- stundir. Hún kenndi allt í einu kvíða. Það, sem hún þráði heitast að gerð- ist; það, sem bókstaflega varð að gerast, mátti Þó ekki/ gerast, þvi að þá mundi flóðaldan hrífa hana með sér. . . um leið og gneistarnir frá þeim báðum mættust og sameinuðust, mundi kvikna af þeim óslökkvandi bál. Það var að vísu eins og hvert annað aukaatriði, að hann skyldi bera baug á fingri. . . Koma hans hafði hættu i för með sér. . . þá hættu, sem ég þráði og þrái. Það hefði verið æskilegra, að hann hefði ekki komið — nú skrökva ég að sjálfri mér. Og bezt væri að hann héldi heim aftur hið bráðasta — ég vona að hann staldri við sem lengst . . . Kannski finnst honum líka að ég sé ekki annað en heimsk stúlkukind. Og ef til vill er ég það. Ef til vill er ég algerlega á valdi óskhyggjunnar. ein- göngu af þvi að ég á mér ekki neinn nógu náinn vin. Sennilega er ég bara eins og hver annar sjúklingur, sem hann hefur áhyggjur af og vill því líta eftir. Kannski sezt hann niður, þegar hann kemur heim og skrifar unnustu sinni eða eiginkonu að ég sé stúlkukjáni, aðframkomin af karl- mannleysi, og hefði því gert mér í hugarlund að ég gæti fengið hann til við mig. Nei, það gerir hann aldrei. Hann er alls ekki af slíkri manngerð. Alls ekki. . . . AN STENLUND setti kaffibakk- ann á milli þeirra á dyraþrepið. — Það fer ekki sérlega mikið fyrir lífsþægindum hérna, sagði hann afsakandi. Og svo varð kaffið alltof sterkt. Hver,nig hefur yður annars liðið þessa viku? Hafið þér ekki saknað borgarlífsins? Honum var sjálfum Ijóst, að allt voru þetta aðeins innantóm orð. Hann virti hugfanginn fyrir sér vangasvip hennar og hárið, sem bliki sló á i bjarma morgunsólarinnar. Kannski hefðu aðrir ekki orðið honum sam- mála um að hún væri falleg, en hon- um var hún eins og gersemi, óviðjafn- anlegt meistaraverk meðal kvenna; eitthvað fágætt, sem hann þráði að mega snerta og njóta, til að sann- færast um að þar væri um konu af holdi og blóði, en ekki sjónhverfingu eina að ræða. — Ég er einmitt fyrir sterkt kaffi, Stenlund læknir. Þér ættuð að bragða það eitur, sem ég brugga. . . Hún þagnaði við og starði út á sjó- inn. Þar var ekkert að sjá nema má á svifi og sólgullna bárukambana. — Það er eitt, sem mig langar til að fara fram á, sagði hann. Að losna við að heyra þessa læknisnafnbót. . . — Ég skal minnast þess, svaraði hún hvísllágt. Hann sat þögull um stund, og það var eins og þögn hans myndaði múr- vegg á milli þeirra. Um hvað var hann að hugsa? — Mér hefur liðið svo dásamlega. mælti hún lágt sem fyrr. Dagarnir hafa verið svo langir og bjartir. Öld- ungis eins og ég hef helzt kosið. Ég hef verið frjáls og róleg. Sólin renn- ur upp, skógurinn angar, mávarnir svífa yfir sjávarfletinum, það brak- ar í mosanum undir fæti, þegar ég geng niður á bryggjuna eða yfir í verzlunina. Dag eftir dag . . . — Segðu meira, bað hann. Rödd Þin lætur svo vel I eyrum mér. E'n þá var það hún, sem sat Þögul. —■ Ég dvaldist hérna oft fyrir tíu árum, tók hann til máls. Faðir minn átti þennan sumarbústað, og ég tók hann að erfðum. Ég var hérna og las — eða hafði ekki neitt fyrir stafni; reikaði um og naut þess að vera einn, þótt einkennilegt kunni að virðast. —■ Heldur þú . . . að maður geti ver- ið einn og hamingjusamur? Hún spennti greipar um hnjákoll- ana og horfði út á sjóinn. Hann virti hana fyrir sér, og það var sem hita- straumur færi um hann allan .... eins og hjartað hefði skyndilega opn azt og blóðið flæddi um æðarnar, þótt hann gerði sér ljóst að frá líffræði- legu sjónarmiði gat slikt ekki átt sér stað. Það var eins og hann væri seytj- án ára og stæði andspænis svo hreinu og göfugu fyrirbæri, að hann þyrði ekki að kynnast þvi nánar. — Nei, svaraði hann. Einvera og hamingja fara aldrei saman. —■ Einu sinni hugði ég . . . það var á meðan ég hafði Litladengsa hjá mér. . . að ég væri hamingjusöm, og mér nægði hann, en það var ekki nema sjálfsblekking. Og það var mér orðið ljóst. . . . áður en ég missti hann. — Má ég spyrja þig einnar spurn- ingar . . . hversvegna hefurðu ekki gifzt? — Hvað heitirðu að fornafni? — Jan . . . —• Nú ertu slæmur strákur, Jan. Þú sem ert læknir . . . geðlæknir og sálfræðingur. Það ert Þú, sem ættir einmitt að geta sagt mér, hversvegna stúlka, sem er orðin tuttugu og fimm ára, hefur ekki gifzt. — Þú mátt ekki ætla að sálfræð-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.