Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 16.11.1961, Qupperneq 26

Vikan - 16.11.1961, Qupperneq 26
Ást á milli hvíts manns og svertingja eða Indverja, hefur alltaf verið álitin óeðlileg, og margir geta alls ekki skilið hvernig hún getur átt sér stað. fig var einnig á sama máli og er ég las um hjónabönd á milli svartingja og hvíts manns, hugs- að ég með mér, að þetta væri alls ómögulegt. En það ómögu- lega skeði og í dag er ég ein af þeim fáu sem veit hvað það hef- ur í för með sér að elska ein- hvern af öðrum kynstofni. «55*2* Ég skrifaði heim og sagði að ég elskaði Khan og gæti ekki lifað án hans. ASTIN SPYR EKKI UM LITARHATT Khan hét liann, og ég hitti hann þegar ég var aðeins seytján ára gömul. Þótt aldurinn væri ekki hærri, hafði ég ferðazt talsvert um þetta leyti. Og sama sumarið dvaldi ég í tjaldbúðum á Englandi með tveim vinstúlkum minum, þeim Önnu og Siggu. Dvalarstaður þessi var ætlaður fólki frá öllum þjóðum, og hið fyrsta sem við sáum er við komum þangað, voru nokkrir hör- undsdökkir piltar, bæði skeggjaðír og skegglaus- ir, túrbanklæddir og túrbanslausir, sem voru í knattspyrnu. Okkur fundust þeir bara skemmti- legir og við gláptum ófeimnar á þá. Þetta var í fyrsta skipti er ég sá Indverja ná- lægt mér. Þeldökka menn og íturvaxna, sem við töluðum ekki orð við fyrsta daginn. Það var daginn eftir sem forlögin hafa víst tekið í taum- ana. Ég var ein í búrinu, en vinstúlkur mínar höfðu af einhverri orsök orðið viðskila við mig. Þá spurði allt í einu djúp og viðfelldin rödd á ensku: — Hvaðan ert þú? Ég sneri mér við, og þar stóð einn Indverjinn, brosti breitt og vin- gjarnlega. Þarna tókum við tal saman, og mér til mikill- ar furðu fann ég það strax að hann var einn hinn geðfelldasti maður sem ég hafði fyrir hitt. Að nokkrum mínútum liðnum höfðum við al- gjörlega fellt skap saman. Ensku talaði hann af- bragðs vel, enda hafði hann verið við nám i Lundúnum árum saman, og hann var svo kátur og spaugsamur að ég var síhlæjandi. Upp frá þessu vorum við óaðskiljanleg og ég varð ástfangnari af honum með hverjum degi 26 VIKAM sem leið. Hann og indverskir vinir hans tveir, er nefndust Balú og Raheb, áttu tvær inndælar bifreiðir, einn jeppa og þríhjólaðan vöruvagn. í þá stöfiuðum við öllu draslinu og ókum svo um allt, til bæja og baðstranda. Balú og Raheb voru einnig undur geðugir piltar og urðu þeir beztu vinir stallsystra minna, þótt Raheb væri með skegg. Sumarbúðir þessar voru blátt áfram dásam- legur dvalarstaður og þær standa mér alltaf fyrir sjónum sem dýrðlegur draumur, ]>ar sem allar mínar hugsanir snerust um Khan. Mér fannst við eiga svo vel saman, ég hánorsk með afar ljóst hór og blá augu, en hann sannur Indverji, svartur á hár með dökkt hörund og dökk augu. Eins og ég gat um áðan var ég aðeins seytján ára gömul og lét hverjum degi nægja sína þjáningu, en Khan var 22 ára, mjög gáfaður og skarpskyggn. Ég gleymi þvi ekki er við ræddum i fyrsta skipti hjónaband milli persóna eins og okkar. Eðlilegt er að seytjón ára ástfangna stúlku dreymi um að giftast þeim sein henni þykir vænt um, en það voru ekki beinlínis hjónabandshug- leiðingar sem hann lagði fyrir mig þennan dag- inn. Fyrst sagði hann mér, og það að visu i fyrsta skipti, — að hann elskaði mig, en jafnframt að hann gæti aldrei gifzt mér. Hann útskýrði það rólega fyrir mér að bilið milli okkar væri svo breitt, þó við tækjum ekki eftir því enn, að fjölskylda mín myndi aldrei viðurkenna sig sem eiginmann minn. Af sömu ástæðum yrði ég ekki heldur viðurkennd eigin- kona hans á Indlandi. Þar væri litið nákvæmlega sömu augum á hjúskap hvíts manns og ind- versks, eins og á Norðurlöndum. Ég neitaði ]iessu af þráa og einfeldni, og spurði hvort hann héldi að við gætuin ekki lifað saman sem hjón. Ilann sló mig út af laginu með þvi að segja: „MiIIi okkar yrði aldrei um raunveru- legt hjónaband að ræða“. Kvaðst hann þekkja allmörg millikynþátta lijónabönd, og væri ekki hægt að segja að eitt cinasta þeirra væri full- komlega hamingjusamt. — Fólk af óllkum kynþáttum, sem þykir vænt hvoru um annað, eru ógæfusömustu verur á jarð- riki, sagði liann. Svo var ekki minnzt á það frekar, en ég liugs- aði þeim mun meir um það sem hann hafði sagt, og þá fannst mér sem óteljandi framtíðarvanda- mál hlæðust upp fyrir framan mig. En ég reyndi að leiða liugann sem minnst að því og njóta stundarinnar sem eftir var. Loks kom að lokadeginum og ég kvaddi hann kjökrandi á flugvellinum. Það síðasta sem ég heyrði, var djúpa, mjúka röddin hans, sem hvísl- aði: Berðu höfuðið hátt og hittumst að ári. Og hið síðasta er ég sá til hans var breitt og hressilegt bros á brúnu andlitinu, sem gat þó ekki dulið dapurleikann í svip hans. Þegar heim kom var mér hjartanlega fagnað af föður og móður, og með brennandi þrá eftir

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.