Vikan


Vikan - 17.05.1962, Qupperneq 11

Vikan - 17.05.1962, Qupperneq 11
Á Bústaðaveginum drógu þeir aftur á okkur, ekki sízt þegar ég hægði á mér þegar ég fór í gegn um braggahverfið, og krakkarnir þustu út að götunni beggja vegna. Þetta var ægilega spennandi fyrir þau. Þarna var löggan að eita bíl með einhverjum bófum og sirennuvælið og rauða ljósið gerði sitt til að auka óhrifin. Ég sá nú að þessi leikur mundi ekki standa lengi. Þetta mundi enda með þvi að þeir næðu i mig, því þótt Consúllinn væri eitt öruggasta, þægilegasta og viðbragðssneggsta farartæki, sem ég hafði ekið, þá var Chevrinn sýnilega lirað- gengari á beinum vegi. Eina ráðið var að taka nokkrar beygjur og reyna að nýta þá kosti Consúlsins eins og hægt var, og tefja fyrir Clievrolet bílnum, sem varð að hægja ó sér í beygjunum. Þess vegna beygði ég upp i Bústaða- hverfið og ætlaði að fara þar nokkra króka, en þar misreiknaðist mér illa, því hávaðinn frá sirennunni var svo mikiil að 511 hörn hverf- isins þustu út á götuna og ég varð að hægja töluvert á ferðinni til að geta stanzað samstundis ef einhver óvitinn álpaðist í veg fyrir mig. Og ekki batnaði það þegar ég komst niður á Rétt- arholtsveginn. Það var eins og börnin spryttu upp úr jörðinni. Ég sá að leiknum var lokið. Ef til vill gæti ég þraukað nokkur hundruð metra í viðhót, en það var tilgangslaust og of hættulegt. Consúllinn þaut áfram eins og væri hann með rakettu í skottinu . . . Komið að skuldadögum. Ég stöðvaði því bilinn, drap á honum, setti \ lyklana í vasann og hímdi niðurheygður i sæt- inu á meðan lögreglubillinn skauzt framfyrir mig og stanzaði þar. Mér fannst óratími liðá þangað til lögregluþjónarnir komu út úr biln- um sitt hvorum megin og héldu í áttina til min alvariegir á svip og þungbúnir. Ég var næstum ])ví húinn að gleyma farþeganum, sem sat hjá mér í aftursætinu, þangað til hann sagði glað- klakkalega: „Jæja', pillur minn. Nú er komið að skuldadögum fyrir þig,“ og svo liló hann illgirnislega. Nú var Runólfi skemmt. Jú, það var ljósmyndarinn, Runólfur Elen- Okkur leiddist að bíða.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.