Vikan


Vikan - 17.05.1962, Page 13

Vikan - 17.05.1962, Page 13
en við vissuin af. Síðan hófst leik- urinn, sem fyrr er frá sagt. Næsta atriði var öllu rólegra og kannski ekki eins spennandi fyrir þá, sem vilja liafa lif í tuskunum, enda dofnaði heldur yfir okkur þegar við vorum búnir að biða í hálftima við stöðumæli ofarlega á Laugaveginum — án þess að greiða stöðumælisgjald. Þar sást aldrei neinn lögregluþjónn þennan tíma og okkur var orðið kalt að bíða eftir sektinni, svo við létum það gott heita í hili og hófum næstu tilraun. Við ókum niður Laugaveginn, beygðum niður Frakkastíg og stönzuðum við Hverfisgötuna. Þar er dáiitið slæmt horn og ég varð að hinkra aðeins við til að hleypa umferðinni upp Hverfisgötuna fram- hjá. Á eftir okkur var sendiferðabif- reið, sem stanzaði eins og iög gera ráð fyrir og beið eftir því að við legðum af stað aftur. Svo kom eyða í umferðina og vegurinn auður framundan. Þá lagði ég af stað aft- ur, — og beygði niður Hverfisgötu. Sendiferðabíllinn fyrir aftan okkur hreyfðist ekki úr stað. Bílstjórinn hafði líklega fengið aðkenningu að taugaáfalli, þegar hann sá hvert við «ÉÍsl ' ■ 'Xw ■ • -s ■ ilis tltliliili Þarna kemur hann askvaðandi. Hann tók blokk uppúr vasa sínum og fór að skrife. .Hvert ert þú að fara, kunningp? stefndum. Hann „stóð“ á flautunni með annarri hendi, en hinni pataði hann í allar áttir. Hann hafði sýni- lega fullan hug á að benda okkur á hvaða vitleysu við værum að gera. En við vorum ekki í neinni hættu. Nema kannski ritstjórinn, sem sjálfviljugur hafði tekið að sér það hlutverk að hlaupa með okkur niður Hverfisgötuna, þvi hann vildi ekki fara á bílnum sínum á eftir okkur þar niður. Það liefði orðið of áber- andi ef tveir bítar hefðu farið þessa leið í einu. En liann er vanur fjall- göngum og hlaupum, svo þetta var aðeins góð þjálfun fyrir hann, og ekkert liafði ég á móti þvi að láta ritstjórann hlaupa á eftir mér nokkra kílómetra .. . Við ókum mjög hægt og varlega og héldum okkur eins nálægt vinstra kanti og mögulegt var, til þess að trufla umferðina sem minnst. Ekki varð saml alveg hjá því komizt, því hver einasti bíll, sem mætti okkur, hægði á sér, bilstjórarnir veifuðu Þá fór að gruna að eitthvað væri á bak við þetta, annað en sýndist.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.