Vikan - 17.05.1962, Side 17
vart nazismanum og varð, ásamt bókabrennunum,
eitt af því fyrsta sem gaf þjóðum annarra landa
nokkra vísbendingu um hið sanna eðli nazismans,
eins og það birtist síðar meir. Að þessu tvennu
undanskildu má telja hina einstæðu sigurför naz-
ismans á Þýzkalandi, frá því árið 1933 og þangað
til i styrjaldarbyrjun, óvefengjanlega sönnun þess
hvílíkum völdum er unnt að ná fyrir atbeina hins
óskammfeilnasta, en um leið skipulagðasta áróð-
urs, með því að taka alla nútimatækni á viðkom-
andi sviði í þjónustu hans — og hefði hégómagirnd
Hitlers, valdagræðgi óg oftrú hans á óskeikulleika
sinn, ekki orðið til að villa honum sýn og hafna
ráðleggingum Goebbels, er ekki að vita nema hann,
eða þá arftaki hans, væri nú einvaldsherra yfir
allri Mið-Evrópu — eða að minnsta kosti það.
Goebbels gerði sér frá upphafi fulla grein fyrir
áróðursgildi kvikmyndanna og leikhúsanna. Eftir
að hann var setztur i ráðherrastólinn, lét hann það
ekki lengi dragast að boða helztu framámenn kvik-
myndaframleiðslunnar á sinn fund, þar sem hann
hélt Ianga ræðu og lýsti því hvilikt hlutverk hinir
nýju valdhafar ætluðu kvikmyndunum, og því
brautargengi, sem þeim mundi veitt. Og i sept-
embermánuði kom Goebbels á stofn sérstakri
kvikmyndaeftirlitsdeild, „Reichsfilmkammer", inn-
an ráðuneyti síns, sem meðal annars hafði með
höndum endurskipulagningu allrar kvikmynda-
framleiðslu undir yfirsjón Goebbels.
Annars leið ekki á löngu áður en Goebbels lét
og til sín taka í sambandi við kvikmyndir og leik-
hús — og sannar það ekki hvað sizt hve allt ná-
kvæmt og þaulhugsað skipulag getur gripið víða
inn i gang málanna. Samkvæmt frjósemiskenningu
þeirra nazistanna, taldi Goebbels sér það skylt að
láta sem mest til sfn taka við framleiðslu á „úrvals-
arium“, með þeim árangri að Magda, eiginkona
hans fæddi honum barn allt að því einu sinni á
ári hverju — auk þess sern henni leystist höfn oftar
en einu sinni. Aftur á móti var útbreiðslumála-
ráðherrann svo freknr til fjörsins, að hann eirði
illa því bindindi, sem þannig var á hann lagt lengsb
J il vinstri: Hnípin þjóð í vanda. Goebbels stend-
ur við hlið foringjans og er sá eini, se.n er ekkert
áhyggjufullur. f miðju: Goebbels öskrar á lýðinn.
Til hægri: Tékkneska leikkonan, Lida Baarova,
sem var ástmey Goebbels um tíma.
Nú hefur hann orðið
sérstakt áróðursráðu-
neyti í Berlín og lífið
leikur við hann. En
hann verður sífellt að
sanna yfirburði sína og
karlmennsku og einn
liður í því er að sigra
konur og geta sem flest
börn.
loka öllum verzlunum þeirra daglangt með an hluta ársins. Auk þess var honum alltaf mjög
í mun að sannfæra sjálfan sig og aðra um karl-
mennsku sina og hæfileika til að ná valdi á konum,
þrátt fyrir það — eða réttara sagt, einmitt fyrir
það hversu bæklaður og væskilslegur hann var.
Þótti þvi ungum og glæsilegum leikkonum það
brátt vænlegast til listræns frama í kvikmyndum
og á leiksviði, að vera útbreiðslumálaráðherranum
innan handar og gera honum bindindið sem bæri-
legast — og þótt einkennilegt kunni að virðast,
var ekki að sjá að eiginkona hans hefði neitt við
þá mannúðarstarfsemi þeirra að athuga á meðan
allt slikt takmarkaðist við hjartagæzkuna og list-
rænan metnað eingöngu. Eða þangað til tékkneska
leikkonan og fegurðardisin, Lida Baarova kom i
spilið, en frá því verður sagt síðar.
Fyrst verður að minnast nokkuð á afstöðu
Goebbels til atburða þeirra, sem kenndir hafa verið
við nótt „hinna löngu hnifa“ blóðbaðið sem átti
sér stað nóttina milli 29. og 30. júní 1934. Eins
og áður er frá sagt, hafði fyrrverandi yfirboðari
Goebbels, Gregor Strasser, dregið sig í hlé frá
lireyfingunni árið áður, þar sem honum féll ekki
framvinda málanna og einveldi Hitlers innan
flokksins. Annar háttsettur foringi innan hreyf-
ingarinnar, Ernst Röhm, upphafsmaður og skipu-
leggjari SA-sveitanna, hallaðist mjög á sömu sveif
og Strasser, en sem foringi nefndra sveita var hann
svo voldugur i flokknum, að hann hefði getað
tekið þar öll völd í sinar hendur, ef hann hefði
G, L um of. Goebbels hafði alltaf verið sömu
skoðunar og þeir Strasser og Röhm — að svo miklu
leyti, sem unnt er að tala um skoðanir í sambandi
hann h-,fi h^'JÍ'7TV T “T'"’"1 au, Vlð hann ~ að sú áiivörðun Hitlers væri varhuga-
nokkru millibili, vinna skemmdarverk á at
vinnutækjum þeirra og eignum, og dæma þá
síðan til að greiða skaðabætur fyrir tjónið,
þar eð þeir ættu sjálfir alla sök á slíku at-
ferli. Að sjálfsögðu var Gyðingum vikið úr
öllum opinberum stöðum og embættum, og
aðstaða mennta- og' listamanna af þeim kyn-
stofni gerð slik, að þeim var ókleift að vinna
að hugðarefnum sinum. Hópmorð á Gyðing-
um hófust þó ekki fyrr en síðar.
Telja má að eitthvert snjallasta áróðurs-
bragð Goebbels hafi verið það, er hann „stal“
1. mai frá verkalýðshreyfingunni og þeim
vinstrisinnuðu, og gerði hann að hátíðar- og
baráttudegi þýzkra nazista, enda sá hann svo
um að öll sviðsetning þeirra hátíðahalda
væri svo stórfengleg, að annað eins hefur
ekki sézt — ekki einu sinni á Rauða torginu
Annað áróðursbragð misheppnaðist aftur „
móti gersamlega, hafði meira að segja þver-
öfug áhrif við það, sem til var ætlazt og
olli nazismanum miklum óvinsældum erlend-
is. Það var bókabrennan mikla á Franz-
Joseps torgi, og öll sviðsetningin i sambandi
við þann ógeðslega atburð, bæði þar og í
mörgum þýzkum háskólaborgum, þar sem
bókabálin voru tendruð að skipan hans þann
10. maí. Raunar mun hann hafa séð það
brátt sjálfur, að þar hafði hann stigið alvar-
legt víxlspor, þvi að hann skipaði blöðunum
að stilla frásögnunum af bókabrennunum
injög í hóf. Þá varð ríkisþingshússbruninn
vibent áróðursbragð; má kannski segja að
á
VIKAN 17