Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 7

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 7
Nýja prentvélin, sem Vikan hefur í'englð, er mikið verkfæri og gott. Lennart Anderson, samsetningarmaður frá sænsku verksmiðjunni, stendur hjá vélinni. STÓRBÆTT AÐSTAÐA VIKUNNAR ,,Resmontör“' Anderson fylgist með því að allt Jón Svan Sigurðsson, prentsmiðjustjóri, til vinstri, og Gísli Sigurðsson, ritstjóri Vikunnar, fara yfir form úr nýju pressunni. Hún prentar 8 síður i einu. i Það er ótrúlegt að það þurfi að benda les- endum Vikunnar á þann reginmun, sem orðið hefur á útliti og prentun blaðsins um þessar mundir, því það er svo augljóst mál, að um það þarf ekki að ræða. En við viljum gjarnan skýra dálítið frá ástæðunni fyrir því og jafnframt leyfa lesendum að fylgjast með framkvæmdum eftir því, sem auðið er. Sú skoðun er fyrst og fremst ríkjandi meðal ráðamanna Vikunnar, að það beri að gera allt, sem auðið er, til þess að bæta blaðið og veita kaupendum þá þjónustu, sem þeir eiga kröfu á. Lesendafjöldi blaðsins hefur aukizt svo gíf- urlega á undanförnum 2—-3 árum, að mögu- leikar hafa skapazt til að framkvæma nokkuð af þeim endurbótum, sem lengi hefur staðið til að gera. Allt til þessa tíma, hefur Vikan verið prent- uð í gömlum og úr sér gengnum prentvélum, sem hvergi nærri hafa getað skilað sínu hlut- verki eins og æskilegt væri. En nú hafa þau tíðindi gerzt, að keypt hefur verið fullkomin vél til prentunar á Vikunni, og héðan af á ekki að þurfa að kvíða því að frágangi og prentun verði á nokkurn máta ábótavant. Vélin, sem þegar er komin upp í prentsmiðj- una Hilmi, og tvö síðustu blöðin hafa verið prentuð í, er sænsk, frá Grafiska Maskinar AB í Trollháttan, og heitir TIRFING 41. Hún er hér á myndinni að ofan. Framhald á bls. 34. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.