Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 24

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 24
FO RMÁLI. Snemma á árinu 1958 tilkynnti náttúruverndarráðuneyti Michigans- ríkis að það væri að kaupa litla eyju, High-eyju, í Efravatni í Mic- higan, og væri ætlunin að nota hana sem náttúrufræðilega athugunar- stöð og varpstöð fyrir rjúpur. Þeir, sem höfðu verið á veiðum á þessu vatni og þá gengið á land á eyj- unni, höfðu séð þar rústir af húsi og einhverjar leyfar annarra bygginga. Gamlir Indiánar, sem bjuggu á nær- liggjandi eyjum, sögðu að húsa- rústirnar væru leifar kvennabúrs- ins. Þeir höfðu frá mörgu fleira að segja — þeir kunnu undarlegar sög- ur um dularfullan spjámann með óskorið hár og sítt, eldlitað skegg, heilagan mann, sem einu sinni sleikti sólskinið á High-eyju meðan hópur fallegra stúlkna þyrptist í kringum hann og þjónaði honum á alla lund. Þeir gátu sagt frá óhugn- anlegum og dýrslegum veinum brjálaðra manna og kvenna, sem haldið var sem föngum á eynni og oft skilin eftir þar í vetrarbyrjun, með ekkert nema dauðann fram- undan. Þeir, sem voru nógu gamlir í kringum árið 1920 til þess að lesa dagblöðin í Detroit og Chicago — en þó ekki svo ungir, að foreldrar þeirra klipptu úr svæsnustu kafl- ana, til þess að vernda sakleysi þeirra — þeir vita, að sögur Indíán- anna eru sannar. Það er furðulega stutt síðan að fádæma einkenni- legur maður átti þarna bæði sumar- dvalarstað og fangelsi. Þessi maður setti á stofn algjört einveldi, þar sem þrælahald tíðkaðist í enn rík- ara mæli en nokkurn tíma þekktist á miðöldum, og réði þar ríkjum í 24 VIKAN næstum fjórðung aldar. Xilkynning náttúruverndarráðuneytisins kom mörgum til að minnast konungsins Ben — konungs ísraelssafnaðarins af húsi Davíðs — konungsins, sem upphaflega hét Benjamín Franklin Purnell. Frásagnir Indíánanna voru ekki nema lítill hluti af því, sem þarna átti sér raunverulega stað, ekki nema brot af hinu ótrúlega ævintýri Bens Purnell. High-eyja var aðeins einn staður í útjaðri ríkis hans. Að- alsetur hans var nokkur hundruð mílum sunnar, við Benton Harbor, sem stendur við vatnið beint á móti Chicago. Það voru engar sögusagnir, heldur sannað fyrir rétti, að þegnar hans lifðu í sárustu fátækt og unnu baki brotnu, meðan hann sjálfur bjó í íburðarmiklu stórhýsi, sem nefndist Demantshúsið, og þúsund dollara seðlarnir í peningaskápnum hans hlóðust upp í milljónir. Hann benti á þær fallegustu af dætrum þegna sinna og skipaði þeim að senda þær til hallarinnar, þar sem hann bætti þeim í kvennasafn, sem hver arabiskur höfðingi hefði getað öfundað hann af. Hann hótaði skil- yrðislausum dauða og eilífri útskúf- un hvcrjum þeim, sem efaðist um veldi hans eða óhlýðnaðist honum á nokkurn hátt. En þeir, sem eru ennþá yngri, muna margir samt eftir Ben kon- ungi, þótt þeir væru þá of ungir til þess að skilja orð eins og villu- trú, ólifnaður og harðstjórn. Þeir muna eftir ferðum til Benton Harbor, sem voru ævintýrum lík- astar. Allir strætisvagnastjórarnir voru með sítt hár og skegg, og þeir sem voru komnir til ára sinna voru eins og jólasveinar. Niðri við vatn- ið var stórkostlegur skemmtistað- ur, þar sem síðskeggjaðir menn stjórnuðu skemmtitækjunum, og á íþróttavellinum voru aðrir alskeggj- aðir karlmenn að leik og keppni. Það var stórkostleg sjón að sjá þá hlaupandi um með flaksandi hárið. Svo gat verið að skrúðganga færi um göturnar með skeggjaða lúðra- sveit í fararbroddi, og það gat meira að segja hugzast, að sjálfur einvald- urinn kæmi þar fram. Hann bar aldrei kórónu, eða að minnsta kosti ekki opinberlega, en að öðru leyti olli hann ungum á- horfendum engum vonbrigðum. All- ur fatnaður hans var mjallahvítur. Undan fínum, hvítum hatti féllu eirrauðir lokkar um axlir hans og sítt skegg hans huldi næstum hvítt slipsið. Þungt gullmen hékk í festi um hálsinn, og ef hvítur jakki hans var óhnepptur mátti sjá þykka gull- keðju framan á vestinu. 1 fjarlægð líktist hann klassisku málverki af fomum spámanni, en þegar nær kom mátti sjá, að eitthvað mjög einkennilegt var við augu hans. Það var sama hve alvarlcgt og hörkulegt andlit hans var — augun voru alltaf brosandi, eins og hann væri innst inni síhlæjandi að heim- inum og öllu í honum. Núverandi Davíðssöfnuður líkist ekkert því, sem hann var undir stjórn Mike Mills og Bens Purnell. Eftir dauða Bens var hann endur- skipulagður og þá átti að reyna að endurvekja anda Bens Purnell, en það hefur ekki tekizt. Hæstiréttur Michigansríkis úrskurðaði árið 1929, að þótt sekt Bens Purnell hefði ó- vefengjanlega sannazt, gæti söfnuð- urinn haldið áfram að starfa án hans og mundi ekki verða nein ógnun við almennt siðgæði. Það hefur komið í Ijós, að hvorki Michiganríki né borgin Benton Harbor hafa þurft að iðrast þeirrar ákvörðunar. I. KAFLI. Það var dag nokkurn fyrir um það bil sjötíu og sjö árum, að ung- ur, rauðhærður flakkari, fátækur af fé, en ríkur af þokka og slægð, gerði það upp við sig, að það bókstaflega hlyti að finnast einhver auðveldari aðferð við að vinna fyrir matarbita og húsaskjóli yfir nóttina en sú, að höggva við. Hann var kominn norðan úr heimabyggð sinni í fjalllendi Kentucky niður á flatlendi Ohio og flakkaði þar um með konuna sína í eftirdragi, þolinmóða og auðmjúka eins og Indíánasquaw. Þá fékk hann skyndilega snjalla hugmynd. Þegar þau komu til næstu smá- borgar fór hann í kirkju og var þar við messu. Hann tók þátt í söngnum með fallegri, djúpri rödd, en ekki í samskotunum, hann hlustaði með engilhreinum svip á ræðuna og stakk sálmabók undir skyrtuna þegar hann fór. Svo gekk hann að næsta gistihúsi og gerði þar ráð- stafanir til þess að fá gistingu, en hætti við það eftir að hafa litið á herbergið, en þá var biblía komin á sama stað og sálmabókin. Loks eyddi hann síðustu peningunum fyrir hvítan flibba og dálítið not- aðan svartan frakka. Síðan gekk hann aftur út á þjóðveginn. „Gott kvöld, systir," sagði hann sama kvöldið við dymar á bónda- bæ, meðan konan hans stóð við hlið hans með spenntar greipar og rólegt bros á mögru og teknu andlitinu. Hún þurfti ekkert dulargervi, hún var venjuleg fátæklega búin kona. ,,Ég er séra Benjamín Franklin Purnell. Ert þú sæl í trú þinni?“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.